Allan tímann hef ég samviskusamlega flokkað pappírinn frá heimilissorpinu svo samviskusamlega að ég var orðinn hálfgerður "papírenfasisten"
Nú gerðist það fyrir helgi að ruslakarlarnir mættu galvaskir til mín árla morguns og tæmdu bæði úr svörtu tunnunni og þeirri bláu í sama bílinn!
Ég horfði á þá gera þetta! Ég trúði varla eigin augum svo hissa var ég.
Hver er tilgangurinn í því að láta fólk borga fyrir þessar tunnur og eyða tíma sínum í að flokka ruslið ef það er síðan sett í sama ruslabílinn og hugsanlega urðað í sömu holuna?
Ég hringdi samdægurs og sagði bláu tunnunni upp, í dag komu þeir svo og sóttu hana "no questions asked".
Feeling like a:
