Pósturaf Garri » Lau 27. Apr 2013 19:13
Það er ekki málið.. heldur endingin.
Hef átt tvo Rúmmfatalagersstóla. Henti öðrum eftir stuttan tíma því hann var bara hreint út sagt óþægilegur ásetu, grjótharður sem og bakið mjög svagt. Hinn var hinsvegar mjög þægilegur, bólstrað gervileður með þykkri og þægilegri setu og mjög verklegri grind að ofan. Balance punkturinn á honum alveg top-notch fyrir mig allavega. Fljótlega þurfti ég að skipta um hjól sem og að laga fóðringuna neðst í fætinum, plast fóðring eða stýring sem umlykur rörið niður í botn fótar. Plaststykkið sem var ogrinal, var með rílum og þær hreinlega brotnuðu mjög fljótlega þannig að stóllinn varð valtur og ekki hægt að sitja í honum. Keypti gegnheilt harðplast (nálægt Skútuvogi) sem ég lét bora út og renna sem small í stýringuna (kostaði 2.500 að renna, efnið kostaði svipað ef ég man rétt). Er búinn að eiga þann stól síðan sirka 2005-2007. Fyrir rúmu ári brotnaði síðan festingin sem er efst undir stólnum, fékk öflugra svona stykki, boraði fyrir nýjum götum og voila.. virkar nokkurn vegin enn.
Ljóst samt af þessu að þessir stólar eru nánast einnota og ekki spurning að vesenið sem ég hef staðið í kirngum hann ásamt efniskostnaði hefði hæglega getað dekkað 50-60k stól. En þess ber þó að geta að framan af notaði ég þennan stól nokkuð mikið sem vinnustól. Ég sit allajafna mikið fyrir framan tölvur. Undanfarin ár sem og í dag notast ég hinsvegar við Laserboy stól sem er að sjálfsögðu mun þægilegra sem og ber betur álagið. Á þennan Rúmmfatalagersstól ennþann dag í dag, notaður við leikjatölvuna, en pumpan er farin að gefa sig og setan sígur niður eitthvað eftir daginn.
En.. svo er aldrei að vita nema þeir séu farnir að selja eitthvað vandaðri vöru í dag..