

Allavegana þrátt fyrir það hvað ég er ömulegur þá ætla ég að sýna ykkur þessa frábæru stýringu:

Á kassanum sjást litirnir sem maður getur valið úr og aftan á eru speccar ofl.


Í kassanum eru dagatal fyrir 2012 og 2013, stýringin, manual og sleevaðar 3pin framlengingar



Framan á stýringinu eru 4 throttles sem hver getur stjórnað allt að 50 wöttum af viftum. Framhliðin er úr burstuðu áli með grilli beggja megin til að hleypa ljósinu í gegn.

Aftan á grænum PCB eru power coils fyrir hverja rás og áfastur, ósleevaður molex kapall með 3 HVÍTUM tengjum ef maður ætlar sér að fullnýta powerið sem er í boði...

Ef við lítum lengst til vinstri þá eru þar jumperar til að stilla hvaða lit þú vilt hafa

Ég verð nú bara að segja að þetta er fallegasta viftustýring sem ég hef átt


Svo reyndar gerði ég öll test eins og með G-Vans stýringuna nema þessi stóðst öll þau test og meira til...
Endilega segið mér hvað ykkur finnst
