[Unboxing] Lamptron FC9

Varstu að kaupa eitthvað spennandi? Komdu með myndir af því þegar þú opnaðir kassann.
Skjámynd

Höfundur
AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

[Unboxing] Lamptron FC9

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 21. Jan 2013 00:50

Sælir drengir. Var að fá mína fyrstu ALVÖRU viftustýringu og langaði að deila henni með ykkur. Ég póstaði mynd af henni á facebook á fimmtudaginn og það er allt búið að vera vitlaust síðan. Ég er í einhverju leynilegu samstarfi við Lamptron og fékk gallaða stýringu frá þeim og reviewaði hana ekki og fékk núna nýja til að reviewa svo að þeir fengju alveg pottþétt positive review ;) Ég er líka svikari, snákur, rotta og eitthvað fleira ;)

Allavegana þrátt fyrir það hvað ég er ömulegur þá ætla ég að sýna ykkur þessa frábæru stýringu:
Mynd

Á kassanum sjást litirnir sem maður getur valið úr og aftan á eru speccar ofl.
Mynd
Mynd

Í kassanum eru dagatal fyrir 2012 og 2013, stýringin, manual og sleevaðar 3pin framlengingar
Mynd
Mynd
Mynd

Framan á stýringinu eru 4 throttles sem hver getur stjórnað allt að 50 wöttum af viftum. Framhliðin er úr burstuðu áli með grilli beggja megin til að hleypa ljósinu í gegn.
Mynd

Aftan á grænum PCB eru power coils fyrir hverja rás og áfastur, ósleevaður molex kapall með 3 HVÍTUM tengjum ef maður ætlar sér að fullnýta powerið sem er í boði...
Mynd

Ef við lítum lengst til vinstri þá eru þar jumperar til að stilla hvaða lit þú vilt hafa
Mynd

Ég verð nú bara að segja að þetta er fallegasta viftustýring sem ég hef átt :megasmile
Mynd

Svo reyndar gerði ég öll test eins og með G-Vans stýringuna nema þessi stóðst öll þau test og meira til...

Endilega segið mér hvað ykkur finnst :happy


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com

Skjámynd

siggi83
FanBoy
Póstar: 748
Skráði sig: Sun 27. Júl 2008 11:33
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Lamptron FC9

Pósturaf siggi83 » Mán 21. Jan 2013 01:43

Mjög flott stýring. Nýja logoið þitt er ekki smá kúl.Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3751
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 243
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Lamptron FC9

Pósturaf Tiger » Mán 21. Jan 2013 01:55

Vonandi betri en G-vans eftirlíkinginn sem er pice of shit.


Mynd

Skjámynd

Höfundur
AciD_RaiN
Tölvuskreytingameistari
Póstar: 3942
Skráði sig: Lau 22. Nóv 2008 11:14
Reputation: 0
Staðsetning: Siglufjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Lamptron FC9

Pósturaf AciD_RaiN » Mán 21. Jan 2013 02:05

siggi83 skrifaði:Mjög flott stýring. Nýja logoið þitt er ekki smá kúl.

Takk. Ég gerði það ekki sjálfur en ég er að fíla það ;)

Tiger skrifaði:Vonandi betri en G-vans eftirlíkinginn sem er pice of shit.

Trúðu mér. Ég var svo heilaþveginn af því að G-Vans væri bara frábært þangað til ég fékk þessa centurion frá þeim til að reviewa og já hún er piece of poop... Sama með starfsmenn fyrirtækisins sem eru að reyna að sverta orðspor manns og koma af stað einhverjum kjaftasögum um mann eins og litlar skólastelpur :lol:


Asus Sabertooth P67 | Intel Core i7 2700K 3.5Ghz @ 5.2GHz | Custom WC GREEN | Corsair Vengeance 16GB 1866MHz @ 2133MHz | Geforce GTX 680 2048MB | C: Samsung 830 256GB | Corsair AX850 | CM Storm Trooper (Autob0t Sk1ds) | Logitech G700 | Corsair Vengeance K60 |rigmods.com