Ég var með þráð hérna um daginn um að 2 Seagate diskar hefðu farið á 2 dögum. Ég er núna efins með það þar sem ég keypti 3ja diskinn og það er sama sagan með hann.
Fyrst þegar ég tengdi hann birtist hann og allt í gúddí, en svo stuttu seinna hvarf hann og hefur ekki birst aftur síðan.
Ég færði þá úr SATA porti 5 og 6 og yfir í 1 og 2, og núna þegar ég fer í BIOS koma þeir fram sem SCSI-0 og SCSI-1. Búinn að prófa að defaulta BIOS, gerði ekkert.
Ég er alveg ráðalaus. Hjálp væri vel þegin.
Sent from my GT-I9100 using Tapatalk