hagur skrifaði:Sælir,
Langar rosalega að setja upp RAID 5 á servernum heima. Til þess þyrfti ég að versla mér Raid controller, því móðurborðið er ekki með innbyggðan controller.
Getið þið mælt með einhverjum Raid spjöldum? Er t.d eitthvað varið í þetta hér:
http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23540 ?
Annað, hversu mikið mál er að setja upp Raid array á svona controller? Öll gögn sem eru nú þegar á diskunum sem ég hyggst nota í þetta hreinsast væntanlega út þegar array-ið er sett upp, eða hvað? Þurfa diskarnir 4 að vera nákvæmlega eins, eða er nóg að þeir séu jafn stórir?
Algjör raid-nýliði ....

Ég ætla nú að fara varlega í RAID fullyrðingar þar sem ég er á global leveli lítið meira en amatör

Ég gæti vel mælt með nokkrum spjöldum en þau eru líklega 2-3x dýrari en þetta kort sem þú vísar á. Ef 4ja diska stæða dugar þér til framtíðar þá er svosem ekkert til fyrirstöðu að versla þetta kort. Þú ert að horfa á nýtanlegt pláss upp á 6TB með 4x2TB setupi. Ef þú vilt fara í futureproof kort sem styður expandera eða backplanes myndi ég kíkja á newegg, ég get bent á nokkur kort þar í kringum 2-400USD markið ef þú hefur áhuga á að stækka aðeins upp. Hinsvegar eru helstu fítusar þarna til staðar, OCE (online capacity expansion = Þarft ekki að taka kortið offline á meðan þú bætir við disk/rebuildar/initialisation), ert með 64bit LBA svo 3TB diskar væru option. Í rauninni bara ágætis kort, eina downside-ið er portafjöldinn.
Það er yfirleitt mjög auðvelt að búa til raid stæðu á kortum, hvort sem það er consumer eða enterprise. Velur diska í lista, og create - yfirleitt ekki flóknara en það, við bætist kannski val á stripe size, fín lesning um hvað það er og afhverju það getur verið mikilvægt hér :
http://jonstechbits.com/2008/03/24/raid ... tripe-sizeJú, öll gögn eyðast þegar nýtt array er stofnað þar sem þú ert að búa til nýtt volume - ég hef í það minnsta ekki ennþá rekist á ctrler sem getur haldið núverandi gögnum. Það er líka yfirleitt þumalputtaregla að því líkari sem diskarnir eru því betra, ég er voðalega nojaður þegar kemur að þessu og er með mína alla eins identical og er hægt að fá þá út úr búð, allir með sama firmware og af sömu framleiðslulínu. Það getur verið afskaplega slæmt að blanda saman framleiðendum.
Diskarnir verða líka að vera jafnstórir ætliru að nýta þá alveg í RAID5/RAID6. Ef þú ert með 3x1500GB disk + 1x2TB disk þá myndi ctrlerinn bara nýta 1500GB af 2TB disknum, þeas - volume-in verða alltaf að vera jafn stór og eru bara eins stór og minnsta volume-ið.