RAID pæling

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

RAID pæling

Pósturaf hagur » Mið 15. Jún 2011 22:06

Sælir,

Langar rosalega að setja upp RAID 5 á servernum heima. Til þess þyrfti ég að versla mér Raid controller, því móðurborðið er ekki með innbyggðan controller.

Getið þið mælt með einhverjum Raid spjöldum? Er t.d eitthvað varið í þetta hér: http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23540 ?

Annað, hversu mikið mál er að setja upp Raid array á svona controller? Öll gögn sem eru nú þegar á diskunum sem ég hyggst nota í þetta hreinsast væntanlega út þegar array-ið er sett upp, eða hvað? Þurfa diskarnir 4 að vera nákvæmlega eins, eða er nóg að þeir séu jafn stórir?

Algjör raid-núbbi .... :oops:




fedora1
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Reputation: 8
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf fedora1 » Mið 15. Jún 2011 22:16

Ég reikna með að þú sért að tala um winblows ? Ef þú ert með linux, þá ekki þörf á sérstöku raid korti.

Diskanir þurfa að vera jafn stórir, og betra að þeir séu með sama hraða (rpm), annrars ættu þeir að geta farið niður í lægsta samnefnara.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf biturk » Mið 15. Jún 2011 22:34

http://www.computer.is/vorur/6166/

ég hef verið dáldið að spá í þessum í mínum raid pælingum, hann allaveganna spekkast dáldið vel

(væri kannski ráð að láta vaktina lagfæra þennan ömurlega lélega winblows húmor sjálfkrafa yfir í windows) :face


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Mið 15. Jún 2011 22:43

Já, takk fyrir þetta drengir.

Kannski að AntiTrust geti komið með einhverja punkta, ef ég man rétt er hann að keyra Raid í sínum server.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf biturk » Mið 15. Jún 2011 22:46

http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_106&products_id=1702

skoðaðu þennan líka, hann lookar nokkuð vel en andtraust gerði þráð eða talaði um fyrir dálitlu síðann og mælti með einhverju, ég bara nenni ekki að leita að því núna en leitarvélin er þarna uppi :megasmile


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1545
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf andribolla » Mið 15. Jún 2011 23:11

biturk skrifaði:http://www.computer.is/vorur/6166/

ég hef verið dáldið að spá í þessum í mínum raid pælingum, hann allaveganna spekkast dáldið vel

(væri kannski ráð að láta vaktina lagfæra þennan ömurlega lélega winblows húmor sjálfkrafa yfir í windows) :face


RAID 0/1/10 og JBOD
Ekkert talað um Raid 5 þarna

Annas ætla eg lítið að tjá mig um Raid þar sem ég er ný byrjaður í þessu líka ;)
ég keipti notað kort hérna á vaktini og tók svo 4x2tb diska fyrir það kort.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf AntiTrust » Mið 15. Jún 2011 23:53

hagur skrifaði:Sælir,

Langar rosalega að setja upp RAID 5 á servernum heima. Til þess þyrfti ég að versla mér Raid controller, því móðurborðið er ekki með innbyggðan controller.

Getið þið mælt með einhverjum Raid spjöldum? Er t.d eitthvað varið í þetta hér: http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=23540 ?

Annað, hversu mikið mál er að setja upp Raid array á svona controller? Öll gögn sem eru nú þegar á diskunum sem ég hyggst nota í þetta hreinsast væntanlega út þegar array-ið er sett upp, eða hvað? Þurfa diskarnir 4 að vera nákvæmlega eins, eða er nóg að þeir séu jafn stórir?

Algjör raid-nýliði .... :oops:


Ég ætla nú að fara varlega í RAID fullyrðingar þar sem ég er á global leveli lítið meira en amatör :)

Ég gæti vel mælt með nokkrum spjöldum en þau eru líklega 2-3x dýrari en þetta kort sem þú vísar á. Ef 4ja diska stæða dugar þér til framtíðar þá er svosem ekkert til fyrirstöðu að versla þetta kort. Þú ert að horfa á nýtanlegt pláss upp á 6TB með 4x2TB setupi. Ef þú vilt fara í futureproof kort sem styður expandera eða backplanes myndi ég kíkja á newegg, ég get bent á nokkur kort þar í kringum 2-400USD markið ef þú hefur áhuga á að stækka aðeins upp. Hinsvegar eru helstu fítusar þarna til staðar, OCE (online capacity expansion = Þarft ekki að taka kortið offline á meðan þú bætir við disk/rebuildar/initialisation), ert með 64bit LBA svo 3TB diskar væru option. Í rauninni bara ágætis kort, eina downside-ið er portafjöldinn.

Það er yfirleitt mjög auðvelt að búa til raid stæðu á kortum, hvort sem það er consumer eða enterprise. Velur diska í lista, og create - yfirleitt ekki flóknara en það, við bætist kannski val á stripe size, fín lesning um hvað það er og afhverju það getur verið mikilvægt hér : http://jonstechbits.com/2008/03/24/raid ... tripe-size

Jú, öll gögn eyðast þegar nýtt array er stofnað þar sem þú ert að búa til nýtt volume - ég hef í það minnsta ekki ennþá rekist á ctrler sem getur haldið núverandi gögnum. Það er líka yfirleitt þumalputtaregla að því líkari sem diskarnir eru því betra, ég er voðalega nojaður þegar kemur að þessu og er með mína alla eins identical og er hægt að fá þá út úr búð, allir með sama firmware og af sömu framleiðslulínu. Það getur verið afskaplega slæmt að blanda saman framleiðendum.

Diskarnir verða líka að vera jafnstórir ætliru að nýta þá alveg í RAID5/RAID6. Ef þú ert með 3x1500GB disk + 1x2TB disk þá myndi ctrlerinn bara nýta 1500GB af 2TB disknum, þeas - volume-in verða alltaf að vera jafn stór og eru bara eins stór og minnsta volume-ið.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 00:30

Takk fyrir þetta :-)

Mátt alveg posta linkum á eitthvað hjá Newegg ef þú nennir, þó ég geri nú ráð fyrir að versla þetta hérna heima.

Annað, þetta gerir ekkert kröfu um að OS-ið sé á stæðunni, þ.e ég get smellt svona korti í serverinn og sett upp stæðuna og gert hana klára án þess að eiga nokkuð við stýrikerfisdiskinn, er það ekki örugglega? Hann verður semsagt ekki hluti af raid array-inu.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6379
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf AntiTrust » Fim 16. Jún 2011 00:35

hagur skrifaði:Takk fyrir þetta :-)

Mátt alveg posta linkum á eitthvað hjá Newegg ef þú nennir, þó ég geri nú ráð fyrir að versla þetta hérna heima.

Annað, þetta gerir ekkert kröfu um að OS-ið sé á stæðunni, þ.e ég get smellt svona korti í serverinn og sett upp stæðuna og gert hana klára án þess að eiga nokkuð við stýrikerfisdiskinn, er það ekki örugglega? Hann verður semsagt ekki hluti af raid array-inu.


Nei þú hefur bara OS diskinn tengdan við MBið, langbest að halda því aðskildu ef e-ð kemur upp á. Skal henda inn e-rjum linkum í nótt/á morgun - á víst að vera að pakka fyrir bíladaga.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf gardar » Fim 16. Jún 2011 09:28

hardware raid er overkill overkill overkill overkill fyrir heimilisnotkun



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 10:02

Já mig grunaði það svosem.

Miðað við það sem ég var að lesa þá eru þessi ódýru kort (eins og þetta sem ég linkaði á hjá Tölvutek) í raun ekki hardware raid kort (eins og ég skil það), þar sem það offlódar ekki vinnslunni af CPU-inum.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf gardar » Fim 16. Jún 2011 10:12

Rétt er það, sem er í sjálfu sér allt í fínu lagi... Þar sem diskarnir þínir verða líklegast idle 90% af líftíma sínum.
En það sem er hinsvegar ekki í lagi er hugbúnaðurinn sem fylgir með þessu korti, hann er algerlega laus við alla fídusa og bara yfir höfuð hrikalega leiðinlegur.

Lang skynsamast væri að finna eitthvað flott stýrispjald (ekki raid kort) eða nota sata tengin á móðurborðinu og setja svo upp gott software raid inni í stýrikerfinu þínu.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf mind » Fim 16. Jún 2011 10:17

hagur skrifaði:Já mig grunaði það svosem.

Miðað við það sem ég var að lesa þá eru þessi ódýru kort (eins og þetta sem ég linkaði á hjá Tölvutek) í raun ekki hardware raid kort (eins og ég skil það), þar sem það offlódar ekki vinnslunni af CPU-inum.


Stemmir. Reyndar er það líka ókostur við hardware raid kort að þau sparka með ánægju ódýrum consumer gagnadiskum úr stæðum sökum þess hversu háan svartíma þeir geta haft. Hvort sem um raunverulegt vandamál var að ræða eða bara stakan bad sector t.d.

Svo er reyndar annar ókostur við að nota hardware raid kort og það er að ef raid kortið fer á einhverjum tíma geturðu þurft að útvega þér nákvæmlega eins kort til að komast aftur í gögnin (software raid er svotil alveg sama um svona hluti).

Þegar þú lætur að þessu verða þá endilega mundu eftir því að keyra full disk check á tólinu frá framleiðanda á alla hörðu diskana sem þú kaupir áður en þú setur raid stæðuna upp.(nema viðkomandi RAID uppsetning geri það sjálfkrafa)
Hefðbundin vandamál eða bilanir á diskum eru nokkuð líkleg til að koma upp við það, sem urðu líklegri eftir að farið var yfir 1.5TB stærðina.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 10:24

Interesting ....

Getið þið mælt með einhverju software raid-i fyrir Windows, ef það er yfir höfuð til ... ?

Er að keyra Win 2003 server.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf gardar » Fim 16. Jún 2011 10:34

Ég er að nota mdadm, sem er án efa besta raid tól sem ég hef nokkrusinni komist í tæri við bæði betra en öll önnur software og hardware tól sem ég hef notað :-"

En það virkar hinsvegar ekki á windows.

Samkvæmt http://en.wikipedia.org/wiki/RAID#Software-based_RAID eru server útgáfurnar af windows með einhverju innbyggðu software raid.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 10:48

Fann þessa grein: http://support.microsoft.com/kb/323434 sem lýsir þessu frá A-Ö í Win2k3. Kannski að maður prófi þetta við tækifæri.

Takk fyrir að benda á þetta .... ég hugsaði ekki útí að svona software based lausn væri til staðar í Windows.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf gardar » Fim 16. Jún 2011 10:52

Myndi skoða hvort að innbyggða windows lausnin styðji ekki örugglega að stækka raid arrayið. Það er að mínu mati mjög mikilvægur fídus að geta bætt við diskum í raid 5 stæðu, án þess að þurfa að búa til stæðuna frá grunni.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf mind » Fim 16. Jún 2011 10:52

Jamm windows server kemur með Software Raid tóli. Veit hinsvegar ekki hversu vel það virkar á milli mismunandi stýrikerfa ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Myndi rannsaka það aðeins áður en þú ferð úti það bara öryggis vegna. Að sögn er það heldur ekki svo hratt ef það skiptir einhverju máli.

Eins og garðar bendir á er mdadm og linux fínt ef þú getur fórnað vél í þetta.
En aftur á móti ef þú ert að fara fórna heilli vél í NAS þá eru líklega Freenas og Openfiler öflugri lausnir , bjóða uppá marga mjög hentuga möguleika og aðgang að hugsanlega betri RAID lausnum eins og ZFS.



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf ponzer » Fim 16. Jún 2011 11:50

Ég er að nota unRaid, þú þarft ekki að kaupa neina hardware raid controllera og þú getur mixað stærðum á diskum og mismunandi hröðum og þetta svínvirkar! Þú þarf reyndar að kaupa leyfi en það kostar ekki svo mikið. Ég var bæði búinn að notast við Freenas og Openfiler og ég endaði í þessu og þetta keyrir af USB lykli svo þú getur sparað eitt sata port á borðinu þínu.

http://www.lime-technology.com/


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3152
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 463
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf hagur » Fim 16. Jún 2011 12:23

Já, ég hafði heyrt um unRaid, hljómar mjög vel, en ég er þegar með server uppsettan með allskonar dóti sem ég er að nota. Ef ég væri með auka vél í þetta þá myndi ég alvarlega skoða unRaid og boota henni af USB lykli.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf mind » Fim 16. Jún 2011 13:17

Þá ertu eiginlega bara best settur með að nota innbyggða Windows dótið. Vilt bara kynna þér aðeins hversu uppfæranlegt það er(fyrir fleiri diska) og svo hverjar takmarkanirnar eru á því að komast aftur í gögnin ef stýrikerfi/vélbúnaður hrynur.

Skil reyndar ekki afhverju einhver myndi borga $69/119 fyrir unRAID sem telst töluvert slakari lausn þegar kemur að gagnaöryggi en t.d. ZFS sem er bókstaflega hannað fyrir það og ókeypis í þokkabót. Ekki nema maður þurfi sérstaklega hraðann, einfaldleikann eða megi ekki sjá af auka plássinum sem fer undir gagnaafritunina.
Annars er hægt að boota þessu flest öllu af USB.



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf ponzer » Fim 16. Jún 2011 13:49

mind skrifaði:Þá ertu eiginlega bara best settur með að nota innbyggða Windows dótið. Vilt bara kynna þér aðeins hversu uppfæranlegt það er(fyrir fleiri diska) og svo hverjar takmarkanirnar eru á því að komast aftur í gögnin ef stýrikerfi/vélbúnaður hrynur.

Skil reyndar ekki afhverju einhver myndi borga $69/119 fyrir unRAID sem telst töluvert slakari lausn þegar kemur að gagnaöryggi en t.d. ZFS sem er bókstaflega hannað fyrir það og ókeypis í þokkabót. Ekki nema maður þurfi sérstaklega hraðann, einfaldleikann eða megi ekki sjá af auka plássinum sem fer undir gagnaafritunina.
Annars er hægt að boota þessu flest öllu af USB.


Gagnaöryggi ? Ertu búinn að kynna þér þetta vel ? Ef þú missi fleirri en 2 diska í raid5 t.d þá er arrayið ónýtt og þú getur í flestum tilfellum EKKI recoverað neinu af hinum diskunum sem eru í lagi en ef þú missir 2 eða fleirri í unraidinu þá geturu basicly tengt hina diskana í aðra vél og lesið allt af þeim (þ.e.a.s þú missir bara gögning sem voru á diskunum sem þú missir). OG svo er annað við þetta er að þú þarft ekki að kaupa neina top specc raid controlera svo þú getur smíðað þér flottan server fyrir lítið, getur líka haft hot-spare disk og verið með cache disk til að gera þetta enn hraðara.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf gardar » Fim 16. Jún 2011 13:56

ponzer skrifaði:
mind skrifaði:Þá ertu eiginlega bara best settur með að nota innbyggða Windows dótið. Vilt bara kynna þér aðeins hversu uppfæranlegt það er(fyrir fleiri diska) og svo hverjar takmarkanirnar eru á því að komast aftur í gögnin ef stýrikerfi/vélbúnaður hrynur.

Skil reyndar ekki afhverju einhver myndi borga $69/119 fyrir unRAID sem telst töluvert slakari lausn þegar kemur að gagnaöryggi en t.d. ZFS sem er bókstaflega hannað fyrir það og ókeypis í þokkabót. Ekki nema maður þurfi sérstaklega hraðann, einfaldleikann eða megi ekki sjá af auka plássinum sem fer undir gagnaafritunina.
Annars er hægt að boota þessu flest öllu af USB.


Gagnaöryggi ? Ertu búinn að kynna þér þetta vel ? Ef þú missi fleirri en 2 diska í raid5 t.d þá er arrayið ónýtt og þú getur í flestum tilfellum EKKI recoverað neinu af hinum diskunum sem eru í lagi en ef þú missir 2 eða fleirri í unraidinu þá geturu basicly tengt hina diskana í aðra vél og lesið allt af þeim (þ.e.a.s þú missir bara gögning sem voru á diskunum sem þú missir). OG svo er annað við þetta er að þú þarft ekki að kaupa neina top specc raid controlera svo þú getur smíðað þér flottan server fyrir lítið, getur líka haft hot-spare disk og verið með cache disk til að gera þetta enn hraðara.



Uuu, þú getur plöggað diskunum í vél og lesið gögnin af þeim með ZFS og líka mdadm. Og þú þarft ekki sér controller fyrir það.
Og það er frítt.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1123
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 31
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf mind » Fim 16. Jún 2011 15:21

ponzer skrifaði:
Gagnaöryggi ? Ertu búinn að kynna þér þetta vel ? Ef þú missi fleirri en 2 diska í raid5 t.d þá er arrayið ónýtt og þú getur í flestum tilfellum EKKI recoverað neinu af hinum diskunum sem eru í lagi en ef þú missir 2 eða fleirri í unraidinu þá geturu basicly tengt hina diskana í aðra vél og lesið allt af þeim (þ.e.a.s þú missir bara gögning sem voru á diskunum sem þú missir). OG svo er annað við þetta er að þú þarft ekki að kaupa neina top specc raid controlera svo þú getur smíðað þér flottan server fyrir lítið, getur líka haft hot-spare disk og verið með cache disk til að gera þetta enn hraðara.


Já gagnaöryggi.
Já ég hef kynnt mér þetta mjög vel og prufað margar lausnir.
Sennilega bara skrifvilla hjá þér en ef þú missir fleiri en einn disk í raid5 þá er array ónýtt en ekki tveir.

Ég sé ekki rökin í því að takmörkun á gagnatapi jafngildi gagnaöryggi, þú getur sett upp ZFS stæður sem þola að þrír diska deyji samstundis án þess að verða fyrir gagnatapi sem væri mikið meira öryggi en það sem þú ert að telja upp.
Parity diskar > Hot spare
Cache diskar = ekkert nýtt í server heiminum


@gardar
Ég veit ekki til þess að þú getir það með ZFS. Mátt endilega smella hlekk því ég skil ómögulega hvernig.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: RAID pæling

Pósturaf gardar » Fim 16. Jún 2011 15:53

mind skrifaði:
@gardar
Ég veit ekki til þess að þú getir það með ZFS. Mátt endilega smella hlekk því ég skil ómögulega hvernig.


Getur vel verið að það sé þvæla, mig minnir bara endilega að ég hafði lesið um það þegar ég skoðaði zfs á sínum tíma.

en ef það er ekki rétt hjá mér, þá hef ég enn frekari ástæðu til að elska mdadm 8-[