Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Lau 02. Apr 2011 18:48

Sælir. Er að vera orðinn ansi þreyttur á Acer 5920G fartölvunni minni, en hún nær ekki alltaf sambandi við hleðslutækið/rafmagnssnúruna. Það logar alltaf blátt ljós sem segir manni að hún sé tengd við rafmagn en það dettur stundum út, og maður tekur ekkert alltaf eftir því, og fyrr en varir er tölvan orðin rafmagnslaus. Þetta virðist vera tengt innstungunni fyrir rafmagnið í tölvunni sjálfri, því þegar maður snýr tenginu á hleðslutækinu þegar það er tengt við tölvuna þá dettur bláa ljósið aftur inn og dettur út eftir því sem maður snýr því fram og aftur. Menn með einhverja reynslu af þessu? Get ég opnað hana að aftan og reynt að fixa þetta eða þarf ég bara að henda henni í viðgerð? Það er nánast orðið ómögulegt að ná að koma nokkru rafmagni í samband við hana,



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf tdog » Lau 02. Apr 2011 18:53

Hefuru prufað annað hleðslutæki? Snúrurnar eiga það til að gefa sig við endann þar sem maður stingur í samband ef það er mikið álag á þeim enda, svo sem tog eða snúran beygð alveg í keng. Síðan þegar maður hagræðir snúrinni til á hún það til að detta inn þegar vírarnir ná sambandi.

Ef að hleðslutækið er innan við tveggja ára er þetta hlutur sem ábyrgðin tekur yfir, allavega er það mín reynsla (Reyndar reynsla var þetta MagSafe hleðslutæki fyrir MacBook Pro keypta hjá skakkaturninum sem þá rak appleumboðið)



Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Lau 02. Apr 2011 19:13

Keypti einmitt nýtt hleðslutæki í síðustu viku, hitt var orðið alveg handónýtt, sást í vírana sjálfa og læti. Núna er vandamálið greynilega tengt innstunginni í tölvunni sjálfri. Þetta problem sýnist mér; http://www.fixya.com/support/t2433205-d ... cept_power

Samkvæmt einum gaur þarna eru langflest DC Power jack tengi tengd beint við móðurborðin en í þessari Acer seríu er tengið í gegnum eitthvað wire harness, s.s. þetta held ég;

Mynd
http://www.notebooksolutions.ca/zc/inde ... ts_id=2977

"...HOWEVER, for this Acer model it's a different installation, than the
normal one. This DC Power Jack uses a small wire harness. You just
unplug the old one, and install the new one..."

Ætli maður geti keypt svona dót hér á landi?



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf BjarniTS » Lau 02. Apr 2011 19:49

Þú færð þetta ekki hér en ég hef pantað svona stykki að utan, komið með heim og látið í hendurnar á góðum manni sem ég þekki og hann hefur lóðað svona fyrir mig.

Þar var það móðurborð upp úr skelinni , móðurborð plús nýtt plug sent til hans, hann gerði sitt , sendi mér til baka borðið og ég gekk frá því ofaní vél og sú viðgerð gekk 100%

Man að ég leitaði út um allt hérna heima af svona varahlut , (Dell vél sem ég var með) , en ég þurfti að panta þetta að utan því að enginn var að selja svona.


Nörd

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Lau 02. Apr 2011 19:57

Já, en skil ég þetta ekki rétt að það ætti ekki að þurfa lóða neitt í mínu tilfelli? Bara kippa tenginu úr sambandi og setja nýja í.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf tdog » Lau 02. Apr 2011 20:02

Þú getur farið með þetta á næsta rafmagnsverkstæði og beðið um að kíkt sé á þetta, athuga hvort að það sé sambandsleysi í tenginu og ef það er lóða það saman. Það er ekki meira en hálftíma vinna, ég gæti gert þetta á tíu mínútum og það er ábyggilega ódýrara og fljótlegra en að panta nýtt að utan.



Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Lau 02. Apr 2011 20:37

tdog skrifaði:Þú getur farið með þetta á næsta rafmagnsverkstæði og beðið um að kíkt sé á þetta, athuga hvort að það sé sambandsleysi í tenginu og ef það er lóða það saman. Það er ekki meira en hálftíma vinna, ég gæti gert þetta á tíu mínútum og það er ábyggilega ódýrara og fljótlegra en að panta nýtt að utan.

Eitthvað sem þú mælir með?

Er þetta eitthvað sem maður getur treyst?: http://www.tolvunet.net/

aldrei heyrt um þetta áður




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf biturk » Lau 02. Apr 2011 20:56

ég myndi ekki treista þessum kauðum, lágmark af prófarkalesa síðuna, sýnist þetta vera útlendingar miðað við hvernig sumt er orðað þarna #-o


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf Hargo » Lau 02. Apr 2011 22:52




Skjámynd

ljoskar
Nörd
Póstar: 100
Skráði sig: Fös 06. Feb 2009 11:57
Reputation: 0
Staðsetning: Fásk
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf ljoskar » Lau 02. Apr 2011 22:54

Hef séð þetta gerast í þónokkrum ferðatölvum og í öll skiptin hefur lóðningin verið að losna. Hef alltaf getað reddað þessu með lóðboltanum.

Þannig ég býst við að þú þurfir bara eitthvern sem getur tekið hana í sundur og kunni að nota lóðbolta.



Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Lau 02. Apr 2011 23:38

Hargo skrifaði:eBay er málið....

500 kéll, sakar varla að prófa þetta. Hef samt aldrei keypt frá þessum útlensku síðum eins og Amazon og eBay, er best að stofna paypal account bara eða hvernig er það?



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf Hargo » Sun 03. Apr 2011 00:09

Já einfaldast og öruggast að vera með Paypal aðgang. Ég stunda eBay mikið og hef ekki enn lent í veseni.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf axyne » Sun 03. Apr 2011 07:01

þar sem flestar Acer vélar eru með útskiptanlegu powertengi, samanber mynd sem þú settir inn þá mæli ég mikið frekar að þú kaupir nýtt harness í staðinn fyrir að reyna að láta laga þetta.
Mig grunar að vandamálið þitt sé að eh sambandsleysi inní tenginu sjálfu ekki að tengið sé að losna á lóðningu.

byrjaði þetta eftir að þú keyptir nýtt hleðslutæki ? keyptirðu alveg eins ?


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Sun 03. Apr 2011 10:20

axyne skrifaði:þar sem flestar Acer vélar eru með útskiptanlegu powertengi, samanber mynd sem þú settir inn þá mæli ég mikið frekar að þú kaupir nýtt harness í staðinn fyrir að reyna að láta laga þetta.
Mig grunar að vandamálið þitt sé að eh sambandsleysi inní tenginu sjálfu ekki að tengið sé að losna á lóðningu.

byrjaði þetta eftir að þú keyptir nýtt hleðslutæki ? keyptirðu alveg eins ?

Já þetta fór bara að byrja eftir að ég notaði nýja hleðslutækið, sem er alveg eins og það gamla. En áður en ég keypti þetta nýja þá var ég í rauninni að eiga í sama vandamáli, en þá var það bara í gegnum hleðslutækið sjálft. Ég var farinn að sjá í vírana á snúrunni sem tengdist straumbreytinum og stundum náði rafmagnið ekki til tölvunnar, rétt eins og núna. Ég var alltaf að hreyfa við snúrunni til að fá rafmagns kæmist inn á tölvuna og það kom og fór, þetta wire harness er kannski eitthvað viðkvæmt fyrir svona stöðugum rafmagnsbreytinum ég veit það ekki, en allavegana þá fór þetta vandamál að koma eftir að gamla hleðslutækið lét nákvæmlega eins má segja.




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf axyne » Sun 03. Apr 2011 14:36

REX skrifaði:Já þetta fór bara að byrja eftir að ég notaði nýja hleðslutækið, sem er alveg eins og það gamla. En áður en ég keypti þetta nýja þá var ég í rauninni að eiga í sama vandamáli, en þá var það bara í gegnum hleðslutækið sjálft. Ég var farinn að sjá í vírana á snúrunni sem tengdist straumbreytinum og stundum náði rafmagnið ekki til tölvunnar, rétt eins og núna. Ég var alltaf að hreyfa við snúrunni til að fá rafmagns kæmist inn á tölvuna og það kom og fór, þetta wire harness er kannski eitthvað viðkvæmt fyrir svona stöðugum rafmagnsbreytinum ég veit það ekki, en allavegana þá fór þetta vandamál að koma eftir að gamla hleðslutækið lét nákvæmlega eins má segja.


ok, ástæðan fyrir ég spurði er að ég keypti nýtt hleðslutæki fyrir Acer tölvuna hjá konunni og þá byrjaði þetta sama vandamál.
Keypti reyndar universal hleðslutæki og grunar að pluggið á því sé ekki að fitta alveg við tölvuna þó það sé gefið upp að það eigi að passa við Acer.

Er samt að pæla í að kaupa nýtt harness til að prufa.


Electronic and Computer Engineer


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf axyne » Sun 03. Apr 2011 17:07

](*,)

ákvað að skoða tengið hjá mér áður en ég færi að kaupa á ebay.
Kom í ljós að það var farin lóðning, lagaði hana og allt í gúddí núna.

var svo sannfærður þetta væri eh tengd nýja hleðslutækinu þar sem þetta gerðist á sama tíma :-"
Mynd


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Sun 03. Apr 2011 17:14

Úff var að kaupa nýja fyrir 20 mín síðan... ojæja.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf beatmaster » Sun 03. Apr 2011 17:53

Hargo skrifaði:eBay er málið....
Shipping: Not Available to Iceland.


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3617
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf dori » Sun 03. Apr 2011 18:29

Það er samt sjúklega böggandi að ef þú ert að kaupa eitthvað svona... Tengi sem kostar 500 kall. Þá er sendingarkostnaður kannski 250-500 kall, vsk ~200 kall og svo tollafgreiðslugjald 500 kall (eða eitthvað í þá áttina).

Ég keypti einmitt eitthvað svona tengi sem kostaði < $ 10 og tók svo saman hvað þetta kostaði allt í allt og það endaði í ~3000 kall. déskotans ömur að búa á eyju þegar maður er að kaupa dót...



Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Sun 03. Apr 2011 20:38

Var að skrúfa tölvuna sundur í hengla og náði loksins að koma wire harnessinu úr henni og við betri grennslan þá var einn vírinn slitnaður í sundur. Það er s.s. vírinn sem liggur inn í einhverskonar þétti sem er rétt fyrir utan AC jackinn sjálfann;

Mynd

Á maður að reyna lóðbolta þennan vír saman aftur eða bíða bara rólegur í 2-4 vikur eftir nýja wire harnessinu frá Hong Kong? :uhh1




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Tengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf axyne » Sun 03. Apr 2011 20:53

Ef þú átt bolta þá go nuts.

þetta er samt trúlega choke spóla, rífðu hitaádragið af og tjekkaðu hvort þú getur lóðað í eh, kannski er þetta brotið á leiðinlegum stað.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Fim 21. Apr 2011 19:04

Nú var ég að fá nýja wire harness-ið í hendurnar frá Hong Kong, tók gamla úr, pluggaði nýja í tölvuna og prófaði að tengja en þetta lætur eins og það lét áður, rafmagnið dettur inn þegar hleðslupluginu er snúið inni í wire harness jackinu. Hlýtur þetta þá ekki að vera nýja hleðslutækið eftir allt saman? Finnst þetta samt svo ótrúlegt þar sem nýja hleðslutækið lætur alveg eins og það gamla sem var að detta í sundur úr elli.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf Hargo » Fös 22. Apr 2011 01:11

Hver er með umboðið fyrir Acer í dag? Geturðu ekki skotist til þeirra með vélina og fengið að prófa að plugga öðru hleðslutæki við tölvuna á staðnum og sjá hvað gerist? Þá geturðu allavega útilokað hleðslutækið...



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf tdog » Fös 22. Apr 2011 01:40

REX skrifaði:Var að skrúfa tölvuna sundur í hengla og náði loksins að koma wire harnessinu úr henni og við betri grennslan þá var einn vírinn slitnaður í sundur. Það er s.s. vírinn sem liggur inn í einhverskonar þétti sem er rétt fyrir utan AC jackinn sjálfann;

Mynd

Á maður að reyna lóðbolta þennan vír saman aftur eða bíða bara rólegur í 2-4 vikur eftir nýja wire harnessinu frá Hong Kong? :uhh1


Þetta er að öllum líkindum spóla til að sía burt hátíðnisuðið frá Switchmode powersupplyinu. En já láttu vaða með lóðboltann; Þú hefur engu að tapa. Mundu bara að fá þér svona herpieinangrun og shrinkaðu hana svo með hitabyssu.



Skjámynd

Höfundur
REX
Nörd
Póstar: 119
Skráði sig: Fös 18. Feb 2011 18:12
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnssambandsleysi í fartölvunni

Pósturaf REX » Fös 22. Apr 2011 10:12

Hargo skrifaði:Hver er með umboðið fyrir Acer í dag? Geturðu ekki skotist til þeirra með vélina og fengið að prófa að plugga öðru hleðslutæki við tölvuna á staðnum og sjá hvað gerist? Þá geturðu allavega útilokað hleðslutækið...

Já, systir mín á svipaða tölvu (eins hleðslutæki) ætla reyna ná í hana á eftir. Þá er maður farinn að fikra sig upp eftir keðjunni, því ef þetta er ekki hleðslutækið og ekki wire harness-ið sem kemur næst (sem er nýtt - getur varla verið það) þá er komið að tenginu við móðurborðið og móðurborðið sjálft býst ég við?