Missir maður mikil gæði ef maður hefur ekki HDMI snúru ?

Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Missir maður mikil gæði ef maður hefur ekki HDMI snúru ?

Pósturaf Glazier » Þri 26. Jan 2010 23:06

Er hugsanlega að fara að kaupa mér full HD tölvuskjá.. mun nota hann í daglega notkun og nokkuð oft til að horfa á bíómyndir.
En það vill svo óskemtilega til að það er ekki HDMI tengi á skjákortinu mínu (Nvidia GeForce 260GTX) þannig ég var að spá, ef ég nota bara tengin sem eru á skjákortinu til að tengja við 25" full HD skjá er þá mikill munur á gæðum eins og ef ég mundi nota HDMI snúru ?
Er þetta munur sem ég mundi sjá þegar ég sit og horfi á bíómynd eða er þetta bara munur sem maður sér ef maður fer allveg upp við skjáinn ?

Svo var ég að spá, ef ég er með HDMI snúru og tengi í skjáinn og síðan breytistykki á hinum endanum til að tengja í skjákortið þá missi ég gæði ekki satt um leið og þetta breyti stykki kemur er það ekki ?


Tölvan mín er ekki lengur töff.


SteiniP
Bara að hanga
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Missir maður mikil gæði ef maður hefur ekki HDMI snúru ?

Pósturaf SteiniP » Þri 26. Jan 2010 23:09

Þú færð nákvæmlega sömu gæði með DVI-D og HDMI. Eini munurinn er að HDMI flytur líka hljóðmerki.




vesley
Kóngur
Póstar: 4266
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 196
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Missir maður mikil gæði ef maður hefur ekki HDMI snúru ?

Pósturaf vesley » Þri 26. Jan 2010 23:19

full HD er í rauninni bara merking um að skjárinn hefur upplausn 1920*1080 eða hærra . munt ekki tapa neinum gæðum með að nota DVI



Skjámynd

Höfundur
Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Missir maður mikil gæði ef maður hefur ekki HDMI snúru ?

Pósturaf Glazier » Þri 26. Jan 2010 23:19

SteiniP skrifaði:Þú færð nákvæmlega sömu gæði með DVI-D og HDMI. Eini munurinn er að HDMI flytur líka hljóðmerki.

Djöfullinn, nú hef ég enga ástæðu til að suða um nýtt skjákort :/


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Missir maður mikil gæði ef maður hefur ekki HDMI snúru ?

Pósturaf gardar » Mið 27. Jan 2010 21:08

Glazier skrifaði:
SteiniP skrifaði:Þú færð nákvæmlega sömu gæði með DVI-D og HDMI. Eini munurinn er að HDMI flytur líka hljóðmerki.

Djöfullinn, nú hef ég enga ástæðu til að suða um nýtt skjákort :/



Júú þú ætlar að selja Garðari gamla skjákortið, er það ekki nógu góð ástæða? :lol: