Ég er að fara að uppfæra í tölvunni núna á þriðjudaginn, en þá mun ég ma. kaupa tvíkjarna örgjörva á LanParty móðurborðið mitt, en svo vantar mig meira og þá er ég að spá í að kaupa 4 minniskubba (samtals 4 gb), 1gb skjákort og svo aflgjafa sem höndlar það. Er búinn að skoða allt DDR minni sem búðirnar eru að selja og sýnist besta minnið (með CL 2.5 í stað 3 sem er á flestum hinum stöðunum, er það ekki annars betra?) vera hjá
Tölvuvirkni svo ég setti saman smá lista yfir það sem ég gæti keypt til að koma tölvunni minni aðeins betur inní nútíman

en það er eftirfarandi:
Skjákort: Var að spá í
HD4890 en skoðaði svo
HD5770 og líst aðeins betur á það þar sem það styður DirectX 11 á meðan hitt styður bara 10.1, skiptir það kannski ekki miklu máli?

Vil helst að tölvan endist nokkuð vel næstu árin og ég geti amk. spilað einhverja nýja þrusuleiki

Eitthvað annað skjákort sem þið mælið eitthvað meira með?
Aflgjafi:
700W - Tagan BZ 700 Modular, ætti að vera nóg fyrir kortið er það ekki?
Minni:
CSX Twinpacks 2048MB PC3200 CL2,5Þetta er samtals um 87.500kr en ég set hámarkið við 100.000, gæti átt eftir að fá mér auka disk eða eitthvað svo þetta ætti að vera nokkuð gott

Hvað segið þið um þetta?
Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]