Var á þessu líka ágæta lani í nótt með félögum mínum og allt gekk eins og í sögu, þangað til ég vakna núna fyrir stuttu og ákveð að plögga tölvunni upp. Fyrst byrjar hún að vera með leiðindi og ég fæ ekkert upp á skjáinn (ljósið blikkar bara). Ég hef lent í þessu áður og röð ljósa á móðurborðinu gefur til kynna einhverskonar malfunction með minnin.
Orðrétt úr manual skrifaði:Memory Detection Test
Testing onboard memory size. The
D-LED will hang if the memory module
is damaged or not installed
properly.
Ég prufa að keyra minnin í single channel, eitt og sér og svona prufa mig áfram. Þegar ég keyrði minnin stök þá ræsti hún sig á öðru þeirra, og einmitt failaði hún að starta bara á hinu minninu. Þannig að nú keyri ég bara með 2GB og verð að sætta mig við það þangað til á morgun (nenni ekki að standa í þessu núna).
Er samt einhver leið til að keyra eitthvað memtest á þessu? Ég get ekkert gert með hinn kubbinn í vélinni. Er hann kannski bara kabútskí?
Annars er planið að fara bara með ramið niður í Tölvuvirkni á morgun.