Val á hátölurum ?

Skjámynd

Höfundur
aggibeip
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Sun 23. Maí 2010 23:10
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Val á hátölurum ?

Pósturaf aggibeip » Lau 09. Mar 2013 18:36

Hæbb.

Ég er með einhverja vivanco hátalara sem ég gróf upp úr einhverjum kassanum í geymslunni minni. Þeir eru hræðilegir. Það má ekki koma GSM sími nálækt þeim án þess að þeir fari að öskra einhverjum óhljóðum á mig.

Mig langar í nýja hátalara sem gera þetta ekki.

Mig langaði bara að spyrja:
Heyrast þessi gsm óhljóð yfirleitt í nýjum hátölurum í dag eða þarf ég að velja mér einhverja spes týpu með dúndurgjémmsaóhlóðavörn ? :sleezyjoe



Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 15
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Val á hátölurum ?

Pósturaf Saber » Lau 09. Mar 2013 18:48

Þessar GSM truflanir verða til í magnaranum í þeim. Sumir magnarar pikka þetta ekki upp, svo þú ættir að geta fundið eitthvað sem er ónæmt þessu. Það er samt enginn staðall yfir þetta, svo að ég viti. Sölumenn gætu mögulega vitað þetta.