varðandi ST routerinn sem lokar bara á HTTP traffík, þá gæti það verið útaf max concurrent connection limitinu á routernum.
Allir routerar, (hvort sem það er speedtouch eða zyxel) hafa bara ákveðinn fjölda af tengingum sem geta verið í gangi á sama tíma og ef Torrent clientinn er vanstilltur eða margir á local netinu eru með torrent í gangi þá geta þeir literally kæft routerinn í tengingum, þá nær routerinn ekki að búa til nýja tengingu t.d. til að opna vefsíðu, heldur þarf hann að bíða eftir að þær tengingar sem eru í gangi fyrir losni, t.d. að torrent klári að downloadast eða að peer disconnecti. Þá virkar líka oft að refresha síðuna nokkrum sinnum til að tenging náist.
Góð leið til að hreinsa til í tengingum á speedtouch router er að notast við command line interfaceið og tengjast routernum og notast við "connection clean" skipunina sem killar allar tengingar sem eru ekki í notkun atm (t.d. tengingar við hosts sem eru ekki virkar og eru bara að bíða eftir timeout) ekki er lokað á tengingar sem eru í notkun og eru að færa gögn. eða einfaldlega endurræsa routerinn
Það er hægt að stilla mjög mikið í gegnum command lineið, miklu meira en í gegnum vefviðmótið, ef þið viljið læra meira um það þá getið þið googleað "Speedtouch 585 CLI".
Speedtouch 585 er ekki ideal torrent router, en svo fremur sem þú ert ekki með Sjónvarp um ADSL þá er ST585 ekki bindandi router, þú getur notað hvaða router sem er svofremur sem hann sé ADSL2+ samhæfður. en ef þú færð þér sjónvarp um ADSL þá verðuru að nota Router sem þú færð frá Símanum því hann er sér stilltur til að taka á móti sjónvarpsstraumnum og senda hann á myndlykilinn.