playman skrifaði:Ertu viss? þó svo ef að það er gert á löglegu verkstæði, rétt eins og að hluturin sé bilaður?
Almennt séð að þá eru framleiðendur ekki til í að láta aðra en sín eigin viðurkenndu verkstæði eiga við íhlutina sína, hvað þá með jafn mikla aðgerð og það er að skipta um þétta.
EF framleiðandi væri til í að halda ábyrgðinni í gildi eftir svona æfingar og ef kortið myndi byrja að láta illa seinna meir, þá þyrfti hann að finna út hvort það væru nýju þéttarnir eða eitthvað annað á kortinu sem væri að valda vandræðum áður en hann gæti íhugað að senda kortið í RMA. Þess ber að geta að það sést ekki alltaf utan á þéttum ef þeir eru orðnir lélegir/farnir að bila.