TITAN - skrýtið hljóð


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Pósturaf Klemmi » Mán 25. Mar 2013 14:44

playman skrifaði:Ertu viss? þó svo ef að það er gert á löglegu verkstæði, rétt eins og að hluturin sé bilaður?


Almennt séð að þá eru framleiðendur ekki til í að láta aðra en sín eigin viðurkenndu verkstæði eiga við íhlutina sína, hvað þá með jafn mikla aðgerð og það er að skipta um þétta.

EF framleiðandi væri til í að halda ábyrgðinni í gildi eftir svona æfingar og ef kortið myndi byrja að láta illa seinna meir, þá þyrfti hann að finna út hvort það væru nýju þéttarnir eða eitthvað annað á kortinu sem væri að valda vandræðum áður en hann gæti íhugað að senda kortið í RMA. Þess ber að geta að það sést ekki alltaf utan á þéttum ef þeir eru orðnir lélegir/farnir að bila.


Starfsmaður Tölvutækni.is


playman
Vaktari
Póstar: 2046
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 82
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Pósturaf playman » Mán 25. Mar 2013 14:51

Já það er kanski rétt hjá þér.
Þegar að maður er með svona dýra vöru þá er maður ekkert að leika sér með þetta.


CPU: Intel Core i7-14700KF Icosa Core @ 3.4GHz RAM:32GB DDR5 6000MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
SSD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z790 Eagle AX GPU: NVIDIA RTX 3070Ti 8Gb
[Main screen:]LG UltraGear 32GP850-B 32" QHD nano-IPS [Secondary screen:] BenQ GW2455 - 24" 16:9 [Tertiary Screen:] BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9

Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Reputation: 15
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Pósturaf Saber » Mán 25. Mar 2013 18:24

Ég lennti í svona coil whine á GTX 285 korti sem ég átti þegar ég keyrði það á aflgjafa sem þurfti að hafa mikið fyrir því að keyra það. Ég myndi prófa kortið á öðrum aflgjafa áður en þú ferð í að láta gera eitthvað róttækt.



Skjámynd

Maniax
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Þri 24. Júl 2012 14:59
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Pósturaf Maniax » Mán 25. Mar 2013 20:18

janus skrifaði:Ég lennti í svona coil whine á GTX 285 korti sem ég átti þegar ég keyrði það á aflgjafa sem þurfti að hafa mikið fyrir því að keyra það. Ég myndi prófa kortið á öðrum aflgjafa áður en þú ferð í að láta gera eitthvað róttækt.

Ekkert að aflgjafanum hjá honum.



Skjámynd

Höfundur
Templar
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1607
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 472
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Pósturaf Templar » Mán 01. Apr 2013 15:22

Ekkert orðið var við þetta núna í smá tíma eftir að ég setti nýja móðurborðið í svo að full skýring á þessu er enn með öllu óljós, mig grunar að ef þetta var PSUinn að ekki var mögulega ein snúran alveg nógu vel í, þegar ég var að rífa allt í sundur var amk. ein snúran í skjákortið ekki alveg föst í PSU megin. Takk fyrir góð svör herramenn, tonn af kunnáttu hérna að finna eins og vanalega.


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||