bluntman skrifaði:Hörde skrifaði:Pepsi skrifaði:En er einhver búinn að pæla í hvort það sé einhver t.d. örri til  sem verður ekki flöskuháls á þessi næstu kort??
Í tölvum er alltaf einhver flöskuháls.  Í nýjustu leikjunum er örgjörvinn sjaldnast flöskuháls, nema þú spilir í 1024x768 eða undir, eða hann sé undir 2ghz.
 
Bíddu, ertu að segja að því lægri upplausn, því meiri bottleneck verður örgjörvinn miðað við að skjákortið og restin sé top notch ?   

 
Akkúrat.  Þem mun lægri sem upplausnin er, þeim mun fleiri ramma á sekúndu getur skjákoritð prócessað.  Á hinn bóginn getur örgjörvinn alltaf prócessað x marga ramma á sekúndu, alveg óháð upplausn.
Tökum Battlefield 2 sem dæmi, og segjum að örgjörvinn geti prócessað 70 ramma á sekúndu, á meðan skjákortið geti prócessað 80 ramma á sekúndu í 1024x768, eða 60 ramma í 1280x1024.  Þar sem örgjörvinn getur alltaf prócessað 70 ramma á sekúndu (óháð upplausn), þá þarf skjákortið að bíða eftir honum í lægri upplausninni, á meðan örgjörvinn þarf að bíða eftir skjákortinu í þeirri hærri.
Og eins og staðan er í dag, þá eru flestir leikir mun háðari skjákortinu en örgjörvanum.  Svo dæmi sé nefnt, þá er 7800GTX flöskuhálsinn í FEAR alveg niður í 640x480 á örgjörvum yfir 2.2ghz.