https://www.visir.is/g/20252819891d/-vi ... a-endanum-
Þessi spurning er að verða meira og meira relevant...
- Grindavík
- Vík í Mýrdal
- Seyðisfjörður
og allir aðrir staðir þar sem líklegt er að snjó- eða aurflóð verði á komandi árum með tilkomu hlínandi og blautara veðurfars.
Ættu stjórnvöld að þora að taka ákvarðanir um að fólk byggi og búi á ákveðnum stöðum á eigin áhættu, að hið opinbera muni ekki bæta innviði með það að markmiði að bjarga húsnæði, að fólk fái það bara greitt úr viðlagatryggingum á brunabótamati og "thats it" ?
Hvenær á að bjarga byggð?
-
DJOli
- Vaktari
- Póstar: 2166
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 196
- Staðsetning: Heima
- Staða: Tengdur
Re: Hvenær á að bjarga byggð?
Ég held að þessar pælingar séu alveg algjörlega þess virði að taka fyrir.
Mér finnst að ætti að fara að skoða hvort vátryggingafélög ættu virkilega að taka þátt í að bæta tjón á svæðum sem eru í þetta mikilli hættu, því í kjölfar ætti að skoða hvort færa þurfi hreinlega byggðir inn á land/ofar til að stemma stigu við því.
Hinn möguleikinn er líklega að gera álíka og þeir gerðu í Hollandi, en það myndi fela í för með sér rándýrar aðgerðir til að 'þurrka landið', og setja upp dýr kerfi sem 'flytja vatnið' einhvert annað. Ég er í raun með takmarkaðan skilning á því í fullri hreinskilni, en mill skilningur er þó að þetta sé rándýrt og líklega erfitt að rökfæra innleiðingu fyrir íbúakjarna færri en 100þ íbúa, hvað þá innan 10þ íbúa.
Mér finnst að sama ætti að ríkja með Grindavík amk á meðan ástandið er eins og það er. Fólki ætti bara því miður að vera bannað að búa þarna á meðan staðan ætlar að vera eins óörugg og hún er, og ekki er hægt að treysta á að bráðaliðar komist á svæðið til að hjálpa eða bjarga komi eitthvað uppá.
Mér finnst að ætti að fara að skoða hvort vátryggingafélög ættu virkilega að taka þátt í að bæta tjón á svæðum sem eru í þetta mikilli hættu, því í kjölfar ætti að skoða hvort færa þurfi hreinlega byggðir inn á land/ofar til að stemma stigu við því.
Hinn möguleikinn er líklega að gera álíka og þeir gerðu í Hollandi, en það myndi fela í för með sér rándýrar aðgerðir til að 'þurrka landið', og setja upp dýr kerfi sem 'flytja vatnið' einhvert annað. Ég er í raun með takmarkaðan skilning á því í fullri hreinskilni, en mill skilningur er þó að þetta sé rándýrt og líklega erfitt að rökfæra innleiðingu fyrir íbúakjarna færri en 100þ íbúa, hvað þá innan 10þ íbúa.
Mér finnst að sama ætti að ríkja með Grindavík amk á meðan ástandið er eins og það er. Fólki ætti bara því miður að vera bannað að búa þarna á meðan staðan ætlar að vera eins óörugg og hún er, og ekki er hægt að treysta á að bráðaliðar komist á svæðið til að hjálpa eða bjarga komi eitthvað uppá.
Síðast breytt af DJOli á Fös 19. Des 2025 17:04, breytt samtals 1 sinni.
i7-11700KF|64gb(2x32gb) ddr4|RTX 4060Ti-16gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 990 Evo nvme m.2|Corsair HX1200
Re: Hvenær á að bjarga byggð?
Fyrir 2-3 árum las ég grein í stundinni eftir eldri mann sem hafði stúderað náttúruhamfarið eftir gosið í eyjum 1973, fór í nám og allt tengt þessu. Ef ég man rétt þá var hann með 12-13 flokka af mismunandi tegundum af hamförum sem ógna byggð. Og gerði bók sem var hálfgerð leiðbening hvar á og hvar á ekki að byggja á íslandi.
Veit eitthver hvað ég er að tala um og hver þessi maður er?
Veit eitthver hvað ég er að tala um og hver þessi maður er?
-
rapport
Höfundur - Kóngur
- Póstar: 8647
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1387
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Hvenær á að bjarga byggð?
Það er skiljanlega miklar tilfinningar tengdar þessum stöðum.
Eina rétta lausnin er í raun að banna frekari uppbyggingu og gefa út yfirlýsingum um að mannvirki sem ekki teljast "mikilvægir innviðir", verður ekki bjargað á kostnað ríkisins. Að þær eignir séu tryggðar og þegar þær hafi verið greiddar út þá séu þær eign viðlagasjóðs.
Verkefnið í Grindavík þar sem fólk getur fengið gamla húsið sitt leigt gegn því að sinna viðhaldi o.þ.h. er sanngjarnt fyrirkomulag svo lengi sem það býr ekki í húsinu.
Vík í Mýrdal virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér m.v. ágang sjávar.
Ég held að fólk í dag sé harðara í þessu, það veit að það er áhætta að festa fé í eignum á svona svæðum og vill því fá þær keyptar og leigðar ódýrar... og við slíkar aðstæður verður uppbygging af dýr og byggðin verður sjálfdauð (ímynda ég mér).
Eina rétta lausnin er í raun að banna frekari uppbyggingu og gefa út yfirlýsingum um að mannvirki sem ekki teljast "mikilvægir innviðir", verður ekki bjargað á kostnað ríkisins. Að þær eignir séu tryggðar og þegar þær hafi verið greiddar út þá séu þær eign viðlagasjóðs.
Verkefnið í Grindavík þar sem fólk getur fengið gamla húsið sitt leigt gegn því að sinna viðhaldi o.þ.h. er sanngjarnt fyrirkomulag svo lengi sem það býr ekki í húsinu.
Vík í Mýrdal virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér m.v. ágang sjávar.
Ég held að fólk í dag sé harðara í þessu, það veit að það er áhætta að festa fé í eignum á svona svæðum og vill því fá þær keyptar og leigðar ódýrar... og við slíkar aðstæður verður uppbygging af dýr og byggðin verður sjálfdauð (ímynda ég mér).
Re: Hvenær á að bjarga byggð?
Það þarf bara algjörlega fara yfir landið og sjá hvar er og hvar er ekki öruggt að byggja.
Núna ætlar t.d. hafnafjörður að byggja nýja byggð ennþá meira úta Reykjanes. Þrátt fyrir að það er búið að vara þau við hugsanleg hraunrennsli þarna í framtíðinni. Bæjarstjórinn sem var þá (þessi Rósa sem er núna fyrir sjalla á þingi) sagði að þetta væri ekkert mál, því í framtíðinni væri bara hægt að byggja varnaveggi. Slíkir veggir myndu kosta meira en öll byggðin.
Það þarf bara að gefa út núna að þessari byggð verður ekki bjargað. Þeir sem byggja og kaupa þarna eru on their own. Við getum ekki endalaust borgað milljarða eftir milljarða vegna hugsunaleysi, heimsku, græðgi og skipulagsleysi annara.
Núna ætlar t.d. hafnafjörður að byggja nýja byggð ennþá meira úta Reykjanes. Þrátt fyrir að það er búið að vara þau við hugsanleg hraunrennsli þarna í framtíðinni. Bæjarstjórinn sem var þá (þessi Rósa sem er núna fyrir sjalla á þingi) sagði að þetta væri ekkert mál, því í framtíðinni væri bara hægt að byggja varnaveggi. Slíkir veggir myndu kosta meira en öll byggðin.
Það þarf bara að gefa út núna að þessari byggð verður ekki bjargað. Þeir sem byggja og kaupa þarna eru on their own. Við getum ekki endalaust borgað milljarða eftir milljarða vegna hugsunaleysi, heimsku, græðgi og skipulagsleysi annara.
Síðast breytt af Henjo á Lau 20. Des 2025 17:20, breytt samtals 1 sinni.