Fyrirtækja jólagjafir

Allt utan efnis
Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 523
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf rostungurinn77 » Sun 14. Des 2025 08:05

J1nX skrifaði:15þús kr gjafabréf sem hægt er að nota í völdum búðum á Dalvík, rennur út 14jan.. með því lélegra sem ég veit um.


Ekki bara lélegt, líklegast ekki löglegt.

Gjafabréf

6. gr. Gjafabréf sem seljandi gefur út skulu dagsett og halda gildi sínu gagnvart seljendum í fjögur ár frá útgáfudegi, svo og gagnvart þeim er hann kann að framselja verslunarrekstur sinn til.



Um 6. gr.

Hér kveður á um að kaupi neytandi gjafabréf skuli það dagsett þannig að ótvírætt sé frá hvaða tíma slík peningaleg inneign hefur stofnast og er almennur fyrningarfrestur á slíkum kröfum fjögur ár, sbr. lög nr. 14/1905. Hér gildir einnig, sbr. 5. gr. að mikilvægt er að slíkar kröfur séu færðar í bókhaldi verslunar og að þær haldi gildi sínu gagnvart þeim sem útgefandi kann að framselja verslunarrekstur sinn til.


https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-o ... a47104df25




ColdIce
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1604
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 99
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf ColdIce » Sun 14. Des 2025 08:51

Kassi smekkfullur af kjöti úr efstu hillu. Finnst það flott.
Fékk í fyrri vinnu 50k í Bónus sem kom sér hrikalega vel.


Eplakarfan: Apple Watch Ultra 2 | iPad Pro M4 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 17 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | Nintendo Switch
Útiveran: Mazda CX-3 2017 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


T-bone
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 53
Staða: Ótengdur

Re: Fyrirtækja jólagjafir

Pósturaf T-bone » Sun 14. Des 2025 21:47

Hamborgarhrygg, hangilæri, nautalund, lambakórónur, tvennslags pylsur frá pylsumeistaranum, Nóa konfekt, rútu af kók, rútu af klaka, hatíðarsíld, 4kg af rækju, mjööög fancy steikarhnífa/gaffla/skeiðar, 2 tegundir af kandís, mjög gott rauðvín (4.2 stjörnur á vivino) olíur, sósur, krydd og allskonar sniðugt og sem nýtist vel, ilmstauta, handáburð og handsápu frá fischersund, sukkulaðiplötur og nammi, osta og eitthvað fleira sem ég man ekki...

Jú, og svo einn launaðan frídag sem má nýta á milli jóla og nýárs.

Þetta hefur verið svipað í 3 ár allavega en smá breytingar á milli ára, en alltaf veeerulega flott úrval af kjöti og svoleiðis.

Eitt árið var að auki húfa og vettlingar frá 66°N og 50.000 króna debetkort, en það er auðvitað búið að taka það af okkur.


Ég er allavega veeeerulega þakklátur fyrir þessa virkilega rausnarlegu gjöf!

Þar sem ég hef unnið áður hefur verið lenskan að gefa til dæmis:
odyra rauðvín og 10.000 króna gjafabréf
30.000 króna gjafabréf
Koníaksflösku

Auðvitað er maður alltaf þakklátur fyrir allt sem maður fær því að það er ekkert sjálfsagt að fá jólagjafir frá fyrirtækinu sem maður er að vinna hjá, en þar sem ég vinn núna ber gjöfin auðvitað af. Alveg rugluð jólagjöf!


Mynd