Tunglskin.com legit?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
kizi86
Vaktari
Póstar: 2284
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 182
Staða: Ótengdur

Tunglskin.com legit?

Pósturaf kizi86 » Þri 04. Nóv 2025 20:06

Sá póst þar sem verið var að tala um ubuy.is, og langar mig því að spyrja hvort tunglskin.com sé legit, og þorandi að kaupa af þeim, síðan lítur alveg eins út og sú sem var á tunglskin.is nema núna er fyrirtækið skráð á Spáni, alveg gigantískur munur á verði á sumum símum þarna og mibudin.is svo maður er alveg til í að spara aurana


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Gemini
Ofur-Nörd
Póstar: 203
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 43
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf Gemini » Þri 04. Nóv 2025 20:55

Þetta virðist vera nýtt fyrirtæki í dag og það hefur ekki gefið upp neina veltu ennþá og er með heimilisfesti á Spáni. Eins ef þú ætlar að skila vöru áttu að senda hana til Spánar.

Þeir lofa nú samt að verðin séu með vask í skilmálum en líklega flokkast þetta samt sem erlend vefverslun innan EES.
Þeir virðast nú samt vera að tala eins og þetta sé íslenskt fyrirtæki í skilmálum. Mögulega copy/paste frá gamla fyrirtækinu?
"Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Ný tunglskin ehf. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum."

https://keldan.is/Fyrirtaeki/Yfirlit/6803230460

En já ég er ekki hissa að þú sért ekki viss hvort þetta sé "legit" en er því miður ekki með svar fyrir þig.



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2423
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 157
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf Black » Mið 05. Nóv 2025 23:59

Keypti lampa frá tunglskin.is fyrir nokkrum árum og það var alveg legit, en það var ekki tunglskin.com :hmm
Viðhengi
Screenshot_20251105_235339_Gmail.jpg
Screenshot_20251105_235339_Gmail.jpg (392.91 KiB) Skoðað 1278 sinnum


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Reputation: 54
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf Emarki » Fim 06. Nóv 2025 15:30

Pantaði slöngu og pumpu fyrir hlaupahjól fyrir 3-4 árum

Fékk aldrei neitt, fékk enginn svör frá emailum og fékk ekki peninginn til baka



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2815
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 532
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf Moldvarpan » Fim 06. Nóv 2025 16:06

Ég á erfitt með að skilja hvatann við að spara nokkrar krónur, þegar það eru töluverðar líkur á að þú sparir ekkert, og tapi öllu.

Afhverju er ekki betra að borga bara uppsett verð? Finnst ykkur allar búðir vera að ræna ykkur?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1605
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 264
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf depill » Fim 06. Nóv 2025 16:44

Moldvarpan skrifaði:Ég á erfitt með að skilja hvatann við að spara nokkrar krónur, þegar það eru töluverðar líkur á að þú sparir ekkert, og tapi öllu.

Afhverju er ekki betra að borga bara uppsett verð? Finnst ykkur allar búðir vera að ræna ykkur?


Ég skil ekki? Er ekki betra að hafa samkeppni heldur enn að borga bara eithvað uppsett verð sem er með ímyndaðri álagningu eins hvers aðila ?

Ég versla ágætlega mikið af coolshop.is vegna þess að það er ódýrara í flestu t.d.



Skjámynd

peer2peer
</Snillingur>
Póstar: 1081
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 81
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf peer2peer » Fim 06. Nóv 2025 16:47

Moldvarpan skrifaði:Ég á erfitt með að skilja hvatann við að spara nokkrar krónur, þegar það eru töluverðar líkur á að þú sparir ekkert, og tapi öllu.

Afhverju er ekki betra að borga bara uppsett verð? Finnst ykkur allar búðir vera að ræna ykkur?


Borga uppsett verð?
Á maður semsagt alltaf að sætta sig við verðið í verslunum og ekki skoða í kringum sig?
Mii.is er flott búð, en álagningin er nokkur.

Tunglskin... Ég myndi ekki stökkva á þann bát. Ætli þetta sé ekki kennitala nr.3 eða svo hjá þeim.


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 38TB | LG B1 OLED | PS5 PRO | Switch 2 | Klipsch 5.0 | Yamaha |

Skjámynd

Höfundur
kizi86
Vaktari
Póstar: 2284
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 182
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf kizi86 » Fös 07. Nóv 2025 22:22

Moldvarpan skrifaði:Ég á erfitt með að skilja hvatann við að spara nokkrar krónur, þegar það eru töluverðar líkur á að þú sparir ekkert, og tapi öllu.

Afhverju er ekki betra að borga bara uppsett verð? Finnst ykkur allar búðir vera að ræna ykkur?


https://www.tunglskin.com/product/xiaomi-14t-pro.htm
https://mibudin.is/vara/xiaomi-14t-pro- ... njallsimi/

sami sími, munar þarna 36þ krónum á sama tækinu, þess vegna er ég að spyrja hérna, algjör óþarfi að vera með leiðindi, getur haldið þeim útaf fyrir þig næst takk.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2815
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 532
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf Moldvarpan » Fös 07. Nóv 2025 23:22

Var ekki að reyna vera með leiðindi, bara var að spá.

Þetta er klárlega shade as hell, netverslun á spáni, reyna að auglýsa netgíró til að gera þetta legit, en svo er ekkert boðið upp á það,þeir eru bara reyna hafa kreditkortarnúmer af þér.

Ég held að þú myndir tapa öllum þessum pening með viðskiptum við þá.

coolshop er soldið annað, þeir eru með útibú og sinna ábyrgð. Þó hef ég aldrei verslað við coolshop.

14T Pro virðist kosta um 610 dollara á amazon. Það er án allra gjalda.




Viggi
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 136
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf Viggi » Fös 07. Nóv 2025 23:28

Getur líka skoðað aliexpress. Þessi búð er með gott rating. Borgar svo nokkra þúsara þegar hann kemur

I just found this on AliExpress:
ISK87,319 | Global Version Xiaomi 14T Pro 5G 144Hz AI Display NFC Mobile Phone MTK Dimensity 9300+ 120W HyperCharge 50MP Leica Camera IP68
https://a.aliexpress.com/_EJUxIXI
Síðast breytt af Viggi á Lau 08. Nóv 2025 01:17, breytt samtals 1 sinni.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 181
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 08. Nóv 2025 03:01

Tunglskin.is var í fyrstu netbúð, svo netbúð og raunbúð.

Ég verslaði nokkrum sinnum vandræðalaust við tunglskin.is.

Tunglskin.is seldi mest megnis framleiðslu Xiaomi á verði talsvert undir og stundum verulega lægra en mii búðin.

Fyrir nokkrum mánuðum tók ég eftir að tunglskin.is var horfið (á þeim tíma hafði ég ekki flett tunglskin upp lengi).

Nú er komið tunglskin.com sem virðist staðsett á Spáni en hljómar eins og tunglskin.is.

Vefsíðan er að nota (kóða og) útlit íslenska tunglskins.

Hvað er í gangi? Hvað þýðir þetta?

Hef ekki hugmynd.

Sé samt á fyrirtækjaskrá rsk.is að Tunglskin ehf sem stofnað var 2018 var úrskurðað gjaldþrota í sept. 2023.

Raunverulegur eigandi félagsins var Victor Manuel Carreira Lagoa, sem eftir "hljómnum" gæti verið spænskur.

Þó tunglskin á Íslandi hafi orðið gjaldþrota þýðir það ekki endilega kaupendur þeirra hafi setið eftir með sárt ennið.

Það er ekki einu sinni víst að aðrir mögulegir kröfuhafar hafi tapað stórum fjárhæðum.

Þeir sem vita eitthvað mega gjarna fræða okkur. Sum gjaldþrot enda í skrilljóna tapi fyrir ótal aðila en flest enda á að giska með mun minni skaða.

Ók bæ!




sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf sigurdur » Mán 10. Nóv 2025 13:16

Sinnumtveir skrifaði:Tunglskin.is var í fyrstu netbúð, svo netbúð og raunbúð.

Ég verslaði nokkrum sinnum vandræðalaust við tunglskin.is.

Tunglskin.is seldi mest megnis framleiðslu Xiaomi á verði talsvert undir og stundum verulega lægra en mii búðin.

Fyrir nokkrum mánuðum tók ég eftir að tunglskin.is var horfið (á þeim tíma hafði ég ekki flett tunglskin upp lengi).

Nú er komið tunglskin.com sem virðist staðsett á Spáni en hljómar eins og tunglskin.is.

Vefsíðan er að nota (kóða og) útlit íslenska tunglskins.

Hvað er í gangi? Hvað þýðir þetta?

Hef ekki hugmynd.

Sé samt á fyrirtækjaskrá rsk.is að Tunglskin ehf sem stofnað var 2018 var úrskurðað gjaldþrota í sept. 2023.

Raunverulegur eigandi félagsins var Victor Manuel Carreira Lagoa, sem eftir "hljómnum" gæti verið spænskur.

Þó tunglskin á Íslandi hafi orðið gjaldþrota þýðir það ekki endilega kaupendur þeirra hafi setið eftir með sárt ennið.

Það er ekki einu sinni víst að aðrir mögulegir kröfuhafar hafi tapað stórum fjárhæðum.

Þeir sem vita eitthvað mega gjarna fræða okkur. Sum gjaldþrot enda í skrilljóna tapi fyrir ótal aðila en flest enda á að giska með mun minni skaða.

Ók bæ!


Ég keypti Mii hlaupahjól í Tunglskin meðan þau voru með verslun í Skútuvoginum. Það gekk fínt. Ef ég man rétt ætluðu þau svo í samkeppni við Hopp og hin fyrirtækin um leigu á rafhlaupahjólum. Ég held að það hafi gengið frá þeim. Undir það síðasta voru þau enn að selja Mii vörur í póstverslun en einhverjir lentu í að fá ekki vörurnar og engin svör. Þau eru væntanlega komin af stað aftur með netverslun á nýrri kennitölu. Veit ekkert meira um núverandi starfsemi.



Skjámynd

rostungurinn77
Gúrú
Póstar: 507
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 164
Staða: Ótengdur

Re: Tunglskin.com legit?

Pósturaf rostungurinn77 » Mán 10. Nóv 2025 13:36

Skráður eigandi tunglskins (.is) sem hét áður Padel Ísland er áðurnefndur Victor Me Gusta Loco.

Á hvaða tímapunkti hann verður eigandi fyrirtækisins er eitthvað sem má sjá á ársreikningum.

Hef bara ekki tíma til að skoða þá. Er að skrifa þetta á sama tíma og ég stökk inn í kústaskáp með samstarfskonu minni að kíkja á pípulagnirnar.

Ok bæ.