Nú er má með vexti að maður er fimmtugur, en hausinn kannski ennþá nær tvítugu og þetta er alltaf gaman. En augun, helv augun. Ég hef alltaf verið með gleraugu en séð þokkalega án þeirra en nú er maður með tölvugleraugu og gleraugu fyrir allt annað. Ég sé mjög vel nálægt mér, eða það hélt ég. Núna var ég að setja saman tölvu úr einhverjum varahlutum sem ég átti hérna liggjandi og ég get ekki lesið stafina á móðurborðinu. Ekki séns, þetta gæti verið á Babýlónsku. Ekki með gleraugum, ekki án þeirra, þegar móðurborðið er skýrt í sjón eru stafirnir hreinlega of litlir til að sjá eitthvað.
Mín lausn er hreinlega að taka mynd af svæðinu með símanum og zooma svo. Kannski myndi mun betri lýsing skila einhverju.
Einhverjir aðrir að reka sig aðeins á aldurinn? Er tíminn til að setja saman tölvur bara liðinn undir lok? Eða eins og Baldur sagði við Flosa (Draugar fortíðar) að sjónin í Flosa væri orðin þannig að hann þyrfti selfie stick til að geta notið símann. Ég man vel eftir því að hafa hlegið að félögum og spurt þá hvort hendin væri ekki nægilega löng og fannst ég fyndinn. Mér finnst þetta bara ekkert fyndið í dag


