Er einhver eftirspurn eftir að leigja út budget gaming vélar?
T.d.þessi nema með RTX 3070M 8GB, fín esports vél í 1080p.
viewtopic.php?f=11&t=100126
Hvað væri eðlilegt að rukka? 1.500 kr dagurinn?
Ef tekin er vika fer hver umfram dagur i 1.000 kr
Ef teknar eru meira en 2 vikur fer hver umfram dagur í 500 kr
1 vika væri 10.500 kr
2 vikur væri 17.500 kr
3 vikur væri 21.000 kr
Það mætti alveg skoða að setja öflugari vélar í þetta.. Bara velta steinum.
Hvað finnst ykkur? Væri ekki eðlilegt að taka t.d. 20.000 kr tryggingu per leigu?
Eru einhver fyrirtæki í þessu eða er enginn sem hefur áhuga á svona?
Leigja út leikjatölvur
-
- FanBoy
- Póstar: 749
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Reputation: 50
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Leigja út leikjatölvur
Ekki hugmynd hvernig markaðurinn er hérna en það þyrfti að vera eitthvað return á þessu fyrir þann sem er að leigja þetta út.
Væntanlega eitthvað umstang við að image'a vélar þegar þær koma inn etc.
Mögulega hugsjónabusiness
Væntanlega eitthvað umstang við að image'a vélar þegar þær koma inn etc.
Mögulega hugsjónabusiness

IBM PS/2 8086
-
- spjallið.is
- Póstar: 458
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 156
- Staða: Ótengdur
Re: Leigja út leikjatölvur
Að mörgu að huga
Segjum t.d. að ég leigði af þér vél í einn dag. Þú þyrftir að mæla þér mót við mig tvisvar sinnum. Þessi 1500 kall væri tæpast tímans virði.
Síðan er málið. Hvernig ætlarðu að afhenda vélarnar hugbúnaðarlega? Nýtt windows í hverri afhendingu?
Hvernig værirðu viss um að ég hefði ekki laumað inn óværum?
Segjum t.d. að ég leigði af þér vél í einn dag. Þú þyrftir að mæla þér mót við mig tvisvar sinnum. Þessi 1500 kall væri tæpast tímans virði.
Síðan er málið. Hvernig ætlarðu að afhenda vélarnar hugbúnaðarlega? Nýtt windows í hverri afhendingu?
Hvernig værirðu viss um að ég hefði ekki laumað inn óværum?
Re: Leigja út leikjatölvur
rostungurinn77 skrifaði:Að mörgu að huga
...
Síðan er málið. Hvernig ætlarðu að afhenda vélarnar hugbúnaðarlega? Nýtt windows í hverri afhendingu?
Hvernig værirðu viss um að ég hefði ekki laumað inn óværum?
Það er spurning hvernig licensing horfir við fyrir Windows, má t.d. vera með Win11 Home á vél sem er í svona útleigu?
Eina leiðin með óværu sem ég sæi örugga væri að gera wipe á eftir hverri leigu, sem þýðir bara enn þá meira vesen í rauninni.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3279
- Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
- Reputation: 240
- Staða: Ótengdur
Re: Leigja út leikjatölvur
Veit ekki, windows straujun er 30-45 min mission
Annars eru þetta bara hugmyndir af verðum, eflaust eru þetta alltof lág verð.
Annars eru þetta bara hugmyndir af verðum, eflaust eru þetta alltof lág verð.
Síðast breytt af gunni91 á Mán 28. Júl 2025 10:37, breytt samtals 1 sinni.
-
- Kóngur
- Póstar: 6575
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 539
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Leigja út leikjatölvur
gunni91 skrifaði:Veit ekki, windows straujun er 30-45 min mission
Annars eru þetta bara hugmyndir af verðum, eflaust eru þetta alltof lág verð.
í þessu tilviki þá væri jafnvel styttra að strauja ef þú ert með tilbúið image með uppsettum clientum, getur svo bara haldið við image til að vera uppfærður í hvert skipti.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Leigja út leikjatölvur
Tvennt í stöðunni, annars vegar að reyna að átta þig á því hvort að það sé markaður fyrir þetta, sem ég er ekki viss um.
Hins vegar, er að ráðast bara á þetta, taka til hliðar 1-2 tölvur og byrja að auglýsa á einhverjum verðum sem þú getur sætt þig við.
Ef þér finnst þetta spennandi og ert tilbúinn til að leggja vinnu og tíma í þetta fyrir lélegt tímakaup til að byrja með, þá held ég að þú verðir fljótur á því að átta þig á hvernig þú vilt hafa þetta þegar þú ert byrjaður.
En ég myndi segja að þú þyrftir alltaf að strauja vélarnar, og þá er þægilegast að hafa þetta "eins" tölvur upp á image að gera, en spurning hvort það sé þess virði til að byrja með. Myndi sjálfur líklega bara byrja og sjá hvort það væri einhver gangur í þessu, og þá fara að engineera til að lágmarka vinnu fyrir hverja leigu. Ekki overengineera í upphafi.
Hins vegar, er að ráðast bara á þetta, taka til hliðar 1-2 tölvur og byrja að auglýsa á einhverjum verðum sem þú getur sætt þig við.
Ef þér finnst þetta spennandi og ert tilbúinn til að leggja vinnu og tíma í þetta fyrir lélegt tímakaup til að byrja með, þá held ég að þú verðir fljótur á því að átta þig á hvernig þú vilt hafa þetta þegar þú ert byrjaður.
En ég myndi segja að þú þyrftir alltaf að strauja vélarnar, og þá er þægilegast að hafa þetta "eins" tölvur upp á image að gera, en spurning hvort það sé þess virði til að byrja með. Myndi sjálfur líklega bara byrja og sjá hvort það væri einhver gangur í þessu, og þá fara að engineera til að lágmarka vinnu fyrir hverja leigu. Ekki overengineera í upphafi.
Starfsmaður Tölvutækni.is
Re: Leigja út leikjatölvur
Ef þú ætlar að fara alla leið í þessu þá myndi ég bara hafa user sem hefur ekki admin réttindi, alltaf loggaður inn, auto-logon með script sem keyrir bara refresh á steam og fleiri platforms og þá þarf nýr notandi alltaf að logga sig inn og engin heldur sig innskráður.
Ef þú vilt meiri aðstoð í þessu geturðu hent á mig línu.
Ef þú ætlar í alvöruinni að spá í þessu þá myndi ég skoða einhver 3rd party forrit eins og t.d ggleap (sem er reyndar ætlað cafe húsum eða leikjasölum). EN allavega skoða hvað er í boði þar.
Þetta gæti verið bara mjög fínn rekstur til hliðar, gera svo bara einfalda heimasíðu með bókunarkerfi authentication og greiðslusíðu.
Svo bara stilla af leiguskilmála t.d ekki leigja út einn dag í einu (of mikið overhead).
Ef þú vilt meiri aðstoð í þessu geturðu hent á mig línu.
Ef þú ætlar í alvöruinni að spá í þessu þá myndi ég skoða einhver 3rd party forrit eins og t.d ggleap (sem er reyndar ætlað cafe húsum eða leikjasölum). EN allavega skoða hvað er í boði þar.
Þetta gæti verið bara mjög fínn rekstur til hliðar, gera svo bara einfalda heimasíðu með bókunarkerfi authentication og greiðslusíðu.
Svo bara stilla af leiguskilmála t.d ekki leigja út einn dag í einu (of mikið overhead).
Leikjavélin: AMD Ryzen 9 7900X3D | Nvidia 4070 SUPER | 3TB NVME Geymsla | Arctic Freezer 240MM | 32GB DDR5
Plex/Server: i7 10700 | 32GB DDR4 | 8TB Geymsla
Plex/Server: i7 10700 | 32GB DDR4 | 8TB Geymsla
-
- Kóngur
- Póstar: 8393
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Reputation: 1344
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Leigja út leikjatölvur
Ef ég væri að gera þetta þá væri þetta leigt eins og sumarhús = helgarleiga eða vikuleiga.
Svo væri ég búinn að græja image af uppfærðri og clean uppsetningu af Windows PRO með ölllum helstu leikja clientum.
Þegar tölvan kæmi í hús þá ætti ég ready 2-3 stk harða diska með clean uppsetningu til að smella í hana svo hún gæti farið strax aftur í útleigu, mundi svo taka diskinn sem ég tók úr henni og fara með hann í gegnum almennilegt wipe til að tryggja gagnaöryggi.
Ég mundi leyfa viðkomandi að hafa fullt admin á vélina EN bjóða auka service að mæta á svæðið með ferskan M2 disk fyrir 15þ. (25 um kvöld) EF viðkomandi fokkar upp stýrikerfinu og nennir ekki að laga það sjálfur.
Sækja/skutla = spurning um að bjóða þetta ekki, getur verið erfitt að vera á mörgum stöðum á sama tíma...
Helgi (fös til sun) væri á 20þ. en vikan á 50þ. og það ætti alltaf að skila vélum á hádegi en afhendast kl.14 (sekt 1þ. pr 15 min ef skilað er of seint).
En þú þarft líka einhverskonar Pfand system sem tryggir að ef einhver stútar tölvunni eða skilar henni ekki þá sértu með smá trygging gegn tapi.
Svo væri ég búinn að græja image af uppfærðri og clean uppsetningu af Windows PRO með ölllum helstu leikja clientum.
Þegar tölvan kæmi í hús þá ætti ég ready 2-3 stk harða diska með clean uppsetningu til að smella í hana svo hún gæti farið strax aftur í útleigu, mundi svo taka diskinn sem ég tók úr henni og fara með hann í gegnum almennilegt wipe til að tryggja gagnaöryggi.
Ég mundi leyfa viðkomandi að hafa fullt admin á vélina EN bjóða auka service að mæta á svæðið með ferskan M2 disk fyrir 15þ. (25 um kvöld) EF viðkomandi fokkar upp stýrikerfinu og nennir ekki að laga það sjálfur.
Sækja/skutla = spurning um að bjóða þetta ekki, getur verið erfitt að vera á mörgum stöðum á sama tíma...
Helgi (fös til sun) væri á 20þ. en vikan á 50þ. og það ætti alltaf að skila vélum á hádegi en afhendast kl.14 (sekt 1þ. pr 15 min ef skilað er of seint).
En þú þarft líka einhverskonar Pfand system sem tryggir að ef einhver stútar tölvunni eða skilar henni ekki þá sértu með smá trygging gegn tapi.
-
- has spoken...
- Póstar: 199
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 00:13
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Leigja út leikjatölvur
Ef ég væri að fara útí svona þá myndi ég nýta mér PXE, vera með allar vélarnar þannig að pxe er fyrsta option og vera svo bara með sér net fyrir þetta. Þannig þú myndir bara stinga vélinni í samband og beint við net og þá fær hún nýtt image.
En ég held að þetta sé alveg góð hugmynd en verðið skiptir miklu máli.
Væri maður bara að leigja vélina eða væri líka aðgangur að einhverjum leikjum á steam?
En ég held að þetta sé alveg góð hugmynd en verðið skiptir miklu máli.
Væri maður bara að leigja vélina eða væri líka aðgangur að einhverjum leikjum á steam?
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1288
- Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
- Reputation: 103
- Staða: Ótengdur
Re: Leigja út leikjatölvur
eina sem ég sé við þetta er að kostnaður gæti verið fljótur að fara uppí sæmilega tölvu sem maður ætti þá bara, ef þetta gæti verið ódýrt þá gæti þetta virkar en myndi sennilega aldrei svarað kostnaði að halda þessu uppi..
CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 5090 Palit
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: 2x360 custom loop
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32ucdm
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 5090 Palit
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: 2x360 custom loop
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32ucdm
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos
Re: Leigja út leikjatölvur
Búið að reyna þetta á nokkrum stöðum úti, þetta hefur aldrei virkað, til þess að þetta borgi sig þarf leigan að vera svo dýr að það marg borgar sig að kaupa þetta bara.