Opinn tölvukassi

Allt utan efnis

Höfundur
Semboy
Kerfisstjóri
Póstar: 1203
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Opinn tölvukassi

Pósturaf Semboy » Lau 28. Jún 2025 08:48

Mig langar að bóbbíast að setja svona upp.
Ég er að fara setja upp hillur og það á vegg og hann verður í hillu.
Minar mestar áhyggjur eru kaplarnir sem fara í skjá,lyklaborð og mús. Er heavy tölvuleikjaspilari og langar sem minnsta tafir.
Og svo lika verður þetta ekki fint fyrir kælingu að hafa þetta svona opið?
Mynd
Síðast breytt af Viktor á Sun 29. Jún 2025 16:04, breytt samtals 2 sinnum.


hef ekkert að segja LOL!


Gemini
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 00:56
Reputation: 41
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf Gemini » Lau 28. Jún 2025 09:14

Það eru alveg kostir við að hafa þetta svona. Líklega betri kæling og eins gæti mörgum fundist þetta flott.

Maður hugsar auðvitað samt strax um hugsanlega ókosti :
1. Þetta er óvarið. Svo ef það eru börn/gæludýr/fólk frussandi/ryk and so on þá mun reyna meira á að þessir hlutir þoli áreitið en vaninn er.
2. Þú missir hljóðdempunina sem tölvukassar almennt gefa þér. Þú heyrir meira þegar viftur/pumpur breyta um hraða, ef einhver vélbúnaðurinn er með coil whine muntu heyra það skýrar og þannig hlutir.
3. Það verður meira maus að flytja tölvuna á milli staða.

En þetta fer auðvitað bara allt eftir aðstæðum hjá hverjum og einum hversu stór áhrif plúsarnir og mínusarnir hafa. Mjög margir velja t.d. litla kassa til að spara pláss á kostnað þess að það verði meiri hitamyndun og líklega hávaði t.d.



Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 694
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Reputation: 47
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf flottur » Lau 28. Jún 2025 09:17

Þú ferð í byko eða þannig búð og kaupir þér kabal stokk fyrir snúrunar og hefur þær í honum. Ég býst við því að þetta verðu upp á vegg fyrir ofan skjáinn þinn?




drengurola
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf drengurola » Lau 28. Jún 2025 13:28

Ég hef stundum verið að spá í að gera þetta bara upp á grínið, og á eflaust eftir að gera þetta einhverntíman þegar ég nenni. Gemini segir allt sem segja þarf í rauninni, en mig mig langar að benda betur á punkt 1 hjá honum, þ.e. börn (og fyndnu frændurnir sem eru búnir að fá sér einum of mikið) gætu t.d. fundið prjón og fundist það alveg frábær hugmynd að stinga honum inn í power supplyið. Þá er talsverð hætta á ferðinni þar sem þéttarnir geyma talsverða lífshættulega hleðslu þó að öryggið slái kannski út. Ég myndi hafa meiri áhyggjur af því en að eitthvað myndi skemmast.

Annar punktur er að passa að hafa pínulitla loftun undir íhlutunum (eða einhverskonar forsendur fyrir basic "flytja hita í burtu" - hvaða efni þú notar etc. hefur áhrif) - a.m.k. hvað varðar sum skjákort.




zurien
Nörd
Póstar: 128
Skráði sig: Lau 17. Apr 2010 08:39
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf zurien » Lau 28. Jún 2025 23:05

Er með mína upp á vegg.
Þvílíkur munur á hávaða, heyrist varla í henni og mun minna en þegar vélin var í kassa.
Með 2 noctua viftur á gamalli 240mm vatnskælingu, heyri varla í þeim. Skjákort mjög hljóðlátt(9070xt).

Ljótt og hrátt á gömlum spýtum úr skúrnum, skrúfað saman og bennslað. Fer ekki aftur með þetta í kassa.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2754
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 522
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf Moldvarpan » Sun 29. Jún 2025 11:00

Persónulega þá finnst mér þetta forljótt.

Akkurat 0 fallegt við þetta. Sjálfur myndi ég ekki nenna að þrífa þetta.

Er með gamlann corsair carbide 330r kassa sem er með góðar ryk síur og hljóðdempun.
Hef ekki séð ástæðu til að uppfæra hann, 4090kortið komst inn í hann.




Höfundur
Semboy
Kerfisstjóri
Póstar: 1203
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf Semboy » Sun 29. Jún 2025 13:13

Mynd


Er að fila þennan kassa, er samt enþá opin fyrir það sem ég sendi inn fyrst.
Spurning hvar maður keypt svona hér á landi? Ég sé tölvuvöruverslun er ekkert að auglýsa slíkt.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2754
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 522
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf Moldvarpan » Sun 29. Jún 2025 13:15

Semboy skrifaði:Mynd


Er að fila þennan kassa, er samt enþá opin fyrir það sem ég sendi inn fyrst.
Spurning hvar maður keypt svona hér á landi? Ég sé tölvuvöruverslun er ekkert að auglýsa slíkt.


100x betra en fyrsta póstur. Gerir þetta strax meira elegant.




Höfundur
Semboy
Kerfisstjóri
Póstar: 1203
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf Semboy » Sun 29. Jún 2025 13:44

zurien skrifaði:Er með mína upp á vegg.
Þvílíkur munur á hávaða, heyrist varla í henni og mun minna en þegar vélin var í kassa.
Með 2 noctua viftur á gamalli 240mm vatnskælingu, heyri varla í þeim. Skjákort mjög hljóðlátt(9070xt).

Ljótt og hrátt á gömlum spýtum úr skúrnum, skrúfað saman og bennslað. Fer ekki aftur með þetta í kassa.



Hvað með þessar usb snúruru ? var þetta nógu langt.
Ég er í vesen með það, vinur. Ég vil hafa þetta 2m frá golfi.


hef ekkert að segja LOL!

Skjámynd

Henjo
Geek
Póstar: 864
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 331
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er ykkar skoðun á þessu?

Pósturaf Henjo » Sun 29. Jún 2025 16:43

Semboy skrifaði:
zurien skrifaði:Er með mína upp á vegg.
Þvílíkur munur á hávaða, heyrist varla í henni og mun minna en þegar vélin var í kassa.
Með 2 noctua viftur á gamalli 240mm vatnskælingu, heyri varla í þeim. Skjákort mjög hljóðlátt(9070xt).

Ljótt og hrátt á gömlum spýtum úr skúrnum, skrúfað saman og bennslað. Fer ekki aftur með þetta í kassa.



Hvað með þessar usb snúruru ? var þetta nógu langt.
Ég er í vesen með það, vinur. Ég vil hafa þetta 2m frá golfi.


Er ekki hægt að kaupa meters framlengingu og hafa splitter á borðinu?




TheAdder
Geek
Póstar: 897
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 249
Staða: Ótengdur

Re: Opinn tölvukassi

Pósturaf TheAdder » Sun 29. Jún 2025 18:02

Það væri líklegast einna snyrtilegast að vera með Thunderbolt tengingu í hug á skrifborði, væri hægt að taka skjái og önnur peripherals í gegnum það held ég.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2894
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 225
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Opinn tölvukassi

Pósturaf CendenZ » Sun 29. Jún 2025 21:36

Sá þetta á forumi, neowin eða toms, whatever - man það ekki. hann keypti opna kassann á temu

Þá veistu það, fyrir undir 10 þús kall ertu kominn með svona heim að dyrum :happy
Ef þetta er ómögulegt fyrir þig, hávaðasamt og allt í ryki og drullu, þá veistu það, það eru kannski 6 þús krónur fóru í vaskinn :lol:



Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1621
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Opinn tölvukassi

Pósturaf jojoharalds » Mán 30. Jún 2025 22:08

511298796_723301690653492_2865423938647526175_n.jpg
511298796_723301690653492_2865423938647526175_n.jpg (111.49 KiB) Skoðað 53 sinnum


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S


falcon1
vélbúnaðarpervert
Póstar: 916
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 110
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Opinn tölvukassi

Pósturaf falcon1 » Mán 30. Jún 2025 23:47

Gengi allavega ekki á mínu hundaheimili. :D