Nova "ótakmarkað" gagnamagn


Höfundur
Viggi
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf Viggi » Fim 31. Ágú 2023 03:33

Er að nota 5g router og netið dó eftir miðnætti. Sem betur fer er ég með auka sim kort :catgotmyballs

Ef notkun nær 10TB innan mánaðar, sem er meira en 4000 klst af stanslausu hámhorfi á öllum snjalltækjum heimilisins í bestu gæðum, þá hægist á hraðanum en áfram er ótakmarkað gagnamagn.
Heimilistengingar sem þurfa meira en 10TB á mánuði þarf að skoða í hverju og einu tilfelli til að trygga gæði og upplifun annarra viðskiptavina ásamt öryggi. Heppilegast er að heyra í okkur og við fáum okkar bestu sérfræðinga til að skoða málin í slíkum tilfellum og finna bestu lausnir miðað við þær þarfir sem eru til staðar í hverju slíku tilfelli fyrir sig.
Við bjóðum uppá margskonar fyrirtækjatengingar og sérlausnir fyrir þá sem hafa meiri og sérsniðnari þarfir.



Ótakmarkaðar 4G/5G þjónustur (Farsími og netkort) eru með 5 TB þak.

Aukakort af farsímanúmerum eru með 1 TB þak.

Í 4G þjónustum er lokað á notkun þegar farið er umfram 5TB og netið virkar ekki.



Nova áskilur sér rétt til að takmarka eða loka þjónustu ef notkun viðskiptavinar felur í sér óeðlilegt álag, sem hefur neikvæð áhrif á upplifun annarra viðskiptavina af þjónustunni


https://support.nova.is/hc/is/articles/ ... A1-netinu-

fynst það ætti ekki að vera löglegt að kalla þetta ótakmarkað svo er þak á tengingum. Svo er notendum mismunað í þokkabót ljós/cellular frekar skítt þykir mér
Viðhengi
Screenshot_2023-08-31-03-19-51-842_com.vivaldi.browser.jpg
Screenshot_2023-08-31-03-19-51-842_com.vivaldi.browser.jpg (296.72 KiB) Skoðað 8103 sinnum


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf dadik » Fim 31. Ágú 2023 09:14

Kunningi minn skráði sig í Tölvunarfræði í HÍ í kringum 1991. Þetta var á árunum þegar internetið var að verða til. Hlutir eins og irc og usenet voru nýjir og gríðarlega spennandi. Í stuttu máli missti þessi kunningi minn stjórn á sér. Sinnti náminu ekkert en eyddi deginum fyrir framan 19" sjá með 6 opna terminalglugga opna.

Mánuði seinna kom svo reikningur. Á þessum tíma fóru allar tengingar gegnum batterí sem hét Reiknistofnun Háskólans og þar var rukkað fyrir allt - tengitíma, cpu-tíma, geymslupláss, etc. Eins og gefur að skilja var því reikningurinn fyrir þessa stanslausu notkun nokkuð hár, vel á þriðja hundruð þúsund að núvirði fyrir mánaðarnotkun.

Kunninginn fékk því póst frá tölvurnarfræðiskor þar sem þessi óheyrilegri kostnaður var listaður upp og hann endaði á þessum frægu orðum - "Vinsamlegast reynið að hafa hemil á tölvunotkun yðar"


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 54
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf Climbatiz » Fim 31. Ágú 2023 10:03

10TB á mánuði er samt alveg slatti, kannski ekki "svo" mikið af þú ert að streama alla daga alvöru 4K efni á mörgum devices

er ekki að streama eiginlega neitt, uploada samt soldið mikið samt kannski ekki alveg 10TB á mánuði en ég er ekki var við neinar takmarkanir með Hringdu tengingu minni


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf slapi » Fim 31. Ágú 2023 10:22

Ég er fyrst að sjá þetta núna

Hef verið í 11-14TB síðustu mánuði miðaðvið síðuna og ekki fundið fyrir hraðamun á ljósleiðara.
Síðast breytt af slapi á Fim 31. Ágú 2023 10:22, breytt samtals 1 sinni.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2990
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf gunni91 » Fim 31. Ágú 2023 10:43

Þetta er ótakmarkað gagnamagn sama hvað og svona er bara smáa letrið hjá þeim. Ef aðrar netveitur eru ekki með svona skorður, myndi ég skoða að færa mig bara annað.

10TB eru um 13-14GB á klst allan sólarhringinn í heilan mánuð.

Tel afrek að slátra þessum 10TB :megasmile
Síðast breytt af gunni91 á Fim 31. Ágú 2023 10:45, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7530
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1184
Staða: Tengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf rapport » Fim 31. Ágú 2023 11:02

Hvað er svona theoratical hámarks mögulegt download ef 1GB ljsóleiðaratenging væri fullnýtt í heilan mánuð (30 daga) ?

Er það ekki 60*60*24*30 = 2.532.000Gb eða 2.532Tb...

Að segja ótakmarkað og meina 0,39% af capacity finnst mér svolítið rangt... (10/2.592 = 0,0039)

Ætla að vera sammála því að þó að 10Tb sé hellingur þá er það mjöööög langt frá því að vera "ótakmarkað".

-----
EDIT: mv. að vera 125 MB/s þá eru hámarksafköst 1GBs á einum mánuði 324TB (60*60*24*30*0,125)

10TB er því 3% nýting á hámarks afkastagetu
Síðast breytt af rapport á Fim 31. Ágú 2023 13:50, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Fim 31. Ágú 2023 11:22

Sammála OP.
Ótakmarkað er ótakmarkað, ef það er þak sama hvort mönnum finnst þakið hátt eða lágt þá er það takmörkun.

Þessi pakki ætti að heita 5TB pakkinn, ekki ótakmarkað.
Svo getiði haft skoðun á því hvort 5TB er mikið eða lítið en það er efni í annan þráð.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2853
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf CendenZ » Fim 31. Ágú 2023 11:59

Sko... Strákurinn minn fékk smáveigis youtube æði á PS5 og byrjaði að horfa svolítið "mikið" á allskonar rusl. Það sem ps5 gerði var að setja default 4k til að matcha við skjáinn. Eitt kvöldið tók ég smáveigis Fortnite/Quake með gömlum félögum og netið laggaði alveg svakalega, endalaust packetloss og pingið uppúr öllu. Eitthvað sem maður á ekkert að upplifa á ljósleiðara. Þannig ég kíkti inn á UDMpró græjuna og tók eftir því að þessi klukkutími sem strákurinn hafði browsað á 4k youtube var komið upp í tæp 20GB.

edit: og vikan var kominn upp í 180GB hjá honum. Þannig ef það eru margar vélar á heimilinu, leikjavélar og streymisveitur. Þá verður maður að hafa sjálfur cap á þessu drasli því krakkarnir eru ekkert endilega sjálfir eitthvað að fara í settings og setja á highest, eða stoppa 30GB updeit á einhverja leiki sem þeir e.t.v. spila ekkert :lol:
Síðast breytt af CendenZ á Fim 31. Ágú 2023 12:01, breytt samtals 1 sinni.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2990
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf gunni91 » Fim 31. Ágú 2023 12:04

Hver er raunverulega takmörkunin í tölum?

Þetta er 1GB tenging sem er 125 mb/s max við bestu aðstæður.

Ferðu niðri 500 mb tengingu? 100 mb?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf GuðjónR » Fim 31. Ágú 2023 12:35

Kíkti á notkunina mína hjá NOVA á ljósleiðara sex mánuði aftur í tímann og mánaðarnotkun heimilisins rokkar frá 1750GB til 2050GB á mánuði.
Farsímarnir eru með frá 2-50GB hver á mánuði. Og það er ekkert verið að spara notkun, Netflix og annað í 4K þegar það er hægt, og við erum 5 í heimili.




Höfundur
Viggi
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf Viggi » Fim 31. Ágú 2023 12:55

Er búinn að vera nokkuð duglegur í torrentunum upp á síðkastið. Reyni að ná í flest allt í 4k, horfi gríðalega mikið á youtube og er búinn að vera downloda/streama á playstation+. þarft ekki að ná í marga leiki í dag til að það hakki í sig TB. Fynst mest fáránlegt að ljósleiðaraliðið fái 10 TB en hinir 5 fyrir sama verð
Síðast breytt af Viggi á Fim 31. Ágú 2023 13:10, breytt samtals 1 sinni.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf Mossi__ » Fim 31. Ágú 2023 14:02

Ég hef ekki tímann í sólarhringnum til að ná terabætinu í netnotkun :O




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf JReykdal » Fim 31. Ágú 2023 14:06

Ég vinn við að downloada efni í Broadcast upplausn (50Mb/s) og er ekkert að fara í 10TB á mánuði nema með algjörum undantekningum :)


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


Mossi__
vélbúnaðarpervert
Póstar: 922
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Reputation: 404
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf Mossi__ » Fim 31. Ágú 2023 14:12

JReykdal skrifaði:Ég vinn við að downloada efni í Broadcast upplausn (50Mb/s) og er ekkert að fara í 10TB á mánuði nema með algjörum undantekningum :)


Ég einmitt vona að Vaktarar passi upp á að hydrate-a sig nóg.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3170
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 31. Ágú 2023 20:26

Þetta "ótakmarkaða" {vara sem er verið að selja} er mjög óheiðarlegt ef það er þak á notkun. Ég persónulega er hættur að taka mark á þessu því þetta virðist lenskan í markaðsetningu. T.d eru Google Drive og Dropbox byrjaðir að setja þak á notkun á því sem þeir kölluðu Unlimited Storage.
Þegar verið er að segja að það eru takmörk á ótakmörkuðu gagnamagni þá hljómar það ansi kjánalega.


Just do IT
  √


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf jonfr1900 » Fim 31. Ágú 2023 21:59

rapport skrifaði:Hvað er svona theoratical hámarks mögulegt download ef 1GB ljsóleiðaratenging væri fullnýtt í heilan mánuð (30 daga) ?

Er það ekki 60*60*24*30 = 2.532.000Gb eða 2.532Tb...

Að segja ótakmarkað og meina 0,39% af capacity finnst mér svolítið rangt... (10/2.592 = 0,0039)

Ætla að vera sammála því að þó að 10Tb sé hellingur þá er það mjöööög langt frá því að vera "ótakmarkað".

-----
EDIT: mv. að vera 125 MB/s þá eru hámarksafköst 1GBs á einum mánuði 324TB (60*60*24*30*0,125)

10TB er því 3% nýting á hámarks afkastagetu


Það eru um 32MB/sec í niður og upphal miðað við reynsluna hjá mér hérna í Danmörku á 1Gbps tengingu. Ég hef aldrei náð að fullnýta það.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2990
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 216
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf gunni91 » Fös 01. Sep 2023 08:49

jonfr1900 skrifaði:
rapport skrifaði:Hvað er svona theoratical hámarks mögulegt download ef 1GB ljsóleiðaratenging væri fullnýtt í heilan mánuð (30 daga) ?

Er það ekki 60*60*24*30 = 2.532.000Gb eða 2.532Tb...

Að segja ótakmarkað og meina 0,39% af capacity finnst mér svolítið rangt... (10/2.592 = 0,0039)

Ætla að vera sammála því að þó að 10Tb sé hellingur þá er það mjöööög langt frá því að vera "ótakmarkað".

-----
EDIT: mv. að vera 125 MB/s þá eru hámarksafköst 1GBs á einum mánuði 324TB (60*60*24*30*0,125)

10TB er því 3% nýting á hámarks afkastagetu


Það eru um 32MB/sec í niður og upphal miðað við reynsluna hjá mér hérna í Danmörku á 1Gbps tengingu. Ég hef aldrei náð að fullnýta það.


Er með 1Gbps og oft náð 40-50 MB/s yfir wifi, mest séð 85 MB/s með snúru en það eru margir þættir sem spila inní eins og við vitum hvernig performance menn eru að fá frá þessum leiðurum.



Skjámynd

GullMoli
Vaktari
Póstar: 2485
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 235
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf GullMoli » Fös 01. Sep 2023 15:26

gunni91 skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
rapport skrifaði:Hvað er svona theoratical hámarks mögulegt download ef 1GB ljsóleiðaratenging væri fullnýtt í heilan mánuð (30 daga) ?

Er það ekki 60*60*24*30 = 2.532.000Gb eða 2.532Tb...

Að segja ótakmarkað og meina 0,39% af capacity finnst mér svolítið rangt... (10/2.592 = 0,0039)

Ætla að vera sammála því að þó að 10Tb sé hellingur þá er það mjöööög langt frá því að vera "ótakmarkað".

-----
EDIT: mv. að vera 125 MB/s þá eru hámarksafköst 1GBs á einum mánuði 324TB (60*60*24*30*0,125)

10TB er því 3% nýting á hámarks afkastagetu


Það eru um 32MB/sec í niður og upphal miðað við reynsluna hjá mér hérna í Danmörku á 1Gbps tengingu. Ég hef aldrei náð að fullnýta það.


Er með 1Gbps og oft náð 40-50 MB/s yfir wifi, mest séð 85 MB/s með snúru en það eru margir þættir sem spila inní eins og við vitum hvernig performance menn eru að fá frá þessum leiðurum.


Ég toppa í um 115MB/s á beintengdri vél með 1Gb ljós @ Hringdu.


Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||

NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1902
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf emmi » Lau 02. Sep 2023 21:17

Ég er hjá Nova og er yfirleitt með í kringum 1.5TB - 1.6TB á mánuði. Einungis vafra, email og streymisnotkun, ekkert torrent.
Síðast breytt af emmi á Lau 02. Sep 2023 21:18, breytt samtals 2 sinnum.




orn
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf orn » Þri 26. Sep 2023 12:30

Til upplýsingar, þá eru uppfærðir skilmálar hjá Nova:
https://support.nova.is/hc/is/articles/360014958838-Hva%C3%B0-telst-vera-%C3%B3e%C3%B0lilegt-%C3%A1lag-%C3%A1-netinu-
Breytingarar eru s.s. að ljósleiðari fer úr 10 TB í 50 TB og farnet úr 5 TB í 10 TB.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf gRIMwORLD » Þri 26. Sep 2023 13:46

haha þetta er ekkert nýtt, Síminn stundaði það fyrir mörgum árum að vera að vera með Weekly cap upp á 25GB í "ótakmörkuðu" tenginunni sinni.
Hvergi tilkynnt, ekki einu sinni í smáa letrinu.
Það er mjög teigjanlegt ef þau fela sig á bakvið "...áskilja sér rétt til að takmarka notkun ef hún hefur neikvæð áhrif á aðra viðskiptavini..." en ef þau setja hard cap þá finnst mér það ætti að vera í smáa letrinu.
Þú ert mögulega outlier en notkun er bara að fara upp á við.
Mér fannst btw afrek að sækja 390GB í einum mánðu á 12mbit adsl tengingu í den \:D/


IBM PS/2 8086


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nova "ótakmarkað" gagnamagn

Pósturaf jonfr1900 » Lau 07. Okt 2023 03:20

Síminn er með ótakmarkað í 95,43TB. Þetta er mikið gagnamagn en ekki eitthvað sem er óyfirstíganlegt að geta notað ef viljinn og búnaðurinn er fyrir hendi. Ég mun aldrei ná þessu en þetta er ekki ótakmarkað.