pattzi skrifaði:rapport skrifaði:Þetta er skelfilegur tími til að skulda mikið og örugglega frábær tími til að fjárfesta.
Ef einhver hefur verið að taka óþarfa lán, þá mun það svíða á komandi mánuðum.
Er mjög feginn að hafa staðist freistinguna að fara í dýran bíl eftir að minn litli gamli var keyrður í köku í febrúar.
Líka feginn að hafa ekki endurfjármagnað til að fara í cosmetic breytingar á heimilinu.
Nú er hugsanlega að fara koma rétti tíminn til að hamast við að greiða niður lánin og leggja fyrir, þá í góðan hlutabréfasjóð.
Greinilega frábær tími til að skulda 10m í skammtímaskuldir og 20m í langtíma
Upphæð skuldar er í raun aukaatriði, aðalatriðið er að þú hafið verið að fjármagna eitthvað sem skapaði þér aukið virði eða lífsgæði umfram það sem þú ert að fara greiða til baka.
t.d. 10 milljón kr. bíll = ef þú ert háður bíl og keyrir mikið, gæði, öryggi og þægindi spila stórann þátt og þú ert að fara eiga bílinn og sinna lágmarks viðhaldi næstu 5-6 árin = hugsanlega vel þess virði.
Íbúð = næstum alltaf þess virði nema Remax hafi svikið þig í að kaupa gallaða eign (eins og ég lenti í og er að glíma við).
Neyslulán = nánast aldrei þess virði, en er mjög persónulegt. Sumir elska að ferðast og ef það er hamingja sem fólk er tilbúið að greiða fyrir með vöxtum, þá maybe.
Endurbætur á fasteign = oft þess virði, en margir tapa sér í þessu og veit um hjón sem fóru of langt og töpuðu eigninni í kjölfarið (2008).