Vetrarskór :)

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
AndriíklAndri
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mán 13. Maí 2019 13:22
Reputation: 19
Staða: Tengdur

Vetrarskór :)

Pósturaf AndriíklAndri » Sun 17. Okt 2021 10:51

:knockedout daginn allir, ég er þessi gaur sem er alltaf bara í strigaskóm úti í snjónum.. en langar í einhverja skó fyrir veturinn.. vill helst að þeir séu vatnsheldir líka. vitiði um eitthverja góða skó til að skoða? eru ullarsokkar og gúmmítúttur bara málið?




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf ColdIce » Sun 17. Okt 2021 11:46

Góðir vetrarskór eru vanmetnir.
Keypti mér Ecco skó síðasta vetur, hrikalega gott grip, alveg vatnsheldir og gefa vel eftir á göngu(semsé ekki eins og að labba í tréklossum)


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf mikkimás » Sun 17. Okt 2021 11:58

Bara ekki koma nálægt Hagkaupsdraslinu.

Farðu í alvöru útivistarbúð, færð fína skó á 30-40þ kr.

Ég spreyja alltaf sílikoni á skóna. Veit ekki hvort ég þarf þess fyrir svona sérhæfða skó, en veit ekki hvort það sé verra heldur.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf audiophile » Sun 17. Okt 2021 12:07

Mæli með Ecco skóm.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7530
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1184
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf rapport » Sun 17. Okt 2021 12:20

Timberland boots eru klassísk lausn, en mér finnst þeir þungir og ef þú ferð í týpu sem er ekki leðruð að innan, þá eru þeir kaldir.

Ég nota eiginlega bara gönguskó ef ég þarf út í snjó, fer oftast bara á milli bílastæðahúsa og inn í einstaka verslun.




Póstkassi
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 00:13
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf Póstkassi » Sun 17. Okt 2021 16:54

þetta myndband fyrir nokkrum árum frá Tom Scott þar sem hann fer að skoða rannsóknarstöð sem gefur skóm stig fyrir hversu vel þeir grípa í hálku. Þessi rannsóknarstöð er í Kanada þannig það ætti að vera hægt að bera saman við íslenskar aðstæður.

Hérna er svo hlekkur á síðuna þar sem hægt er að skoða ýmsa skó



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7530
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1184
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf rapport » Sun 17. Okt 2021 17:34

Póstkassi skrifaði:þetta myndband fyrir nokkrum árum frá Tom Scott þar sem hann fer að skoða rannsóknarstöð sem gefur skóm stig fyrir hversu vel þeir grípa í hálku. Þessi rannsóknarstöð er í Kanada þannig það ætti að vera hægt að bera saman við íslenskar aðstæður.

Hérna er svo hlekkur á síðuna þar sem hægt er að skoða ýmsa skó


Spes að búa á Íslandi og kananst varla við þessar tegundir sf skóm, fyrir utan Sörel




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1082
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf netkaffi » Sun 17. Okt 2021 20:59

Mér var nú held ég aldrei kalt á tánum seinasta vetur, en var samt úti í hverri viku. Í fjallgöngum og öðru. Reyndar úti flesta daga. En kannski er ég bara búinn að gleyma því ef það var kalt á tánum. Auðvitað gott að eiga þá fyrir mestu frostdagana og slabbið sem bleitir mann ef maður er ekki í vatnsheldu.

rapport skrifaði:Spes að búa á Íslandi og kananst varla við þessar tegundir sf skóm, fyrir utan Sörel

Íslendingar klæða sig margir ekki eftir veðri held ég. Ég hef séð svipað hjá dönum.
Síðast breytt af netkaffi á Sun 17. Okt 2021 21:00, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf DaRKSTaR » Sun 17. Okt 2021 21:28

Fékk mér ecco skó, með Michelin sóla, þægilegir skór, vatnsheldur og gott grip


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf Klemmi » Sun 17. Okt 2021 22:37

Mæli alveg með því ef þú hefur tíma og nennu að kíkja í Toppskóinn við Smáratorg. Outlet fyrir S4S skóbúðirnar, og er því m.a. með Ecco skó á 30-70% afslætti.



Skjámynd

Höfundur
AndriíklAndri
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mán 13. Maí 2019 13:22
Reputation: 19
Staða: Tengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf AndriíklAndri » Sun 17. Okt 2021 23:35

Klemmi skrifaði:Mæli alveg með því ef þú hefur tíma og nennu að kíkja í Toppskóinn við Smáratorg. Outlet fyrir S4S skóbúðirnar, og er því m.a. með Ecco skó á 30-70% afslætti.


Hljómar vel :)



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Vetrarskór :)

Pósturaf Black » Mán 18. Okt 2021 04:36

Dr.martens chelsea boots, Elska mína þannig 4ára gamlir og eru eins og nýjir þrátt fyrir mikla notkun


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |