Best að fara létt yfir það sem ég gerði til að þagga niður í minni tölvu (það heyrist ekki múkk í henni núna). Þetta er nokkurnveginn í tímaröð og ég skipti alltaf út þeim hlut sem mestur hávaði var í á hverjum tímapunkti.
1. Keypti Zalman blóm, 120mm Enermax viftu og Compucase 6A kassa (sami og Antec 3700SLK - besti kassinn til að þagga niður í tölvunni). Kassinn var með HEC aflgjafa og móðurborðið án viftu. Setti allar vifturnar á 5V. Var með XP2500 örgjörva og Ti4200 skjákort.
2. Fannst of mikill hávaði í Ti4200 skjákortinu. Setti Zalman kælisökkul. Mjög mikill munur!
3. Nú var of mikill hávaði í gamla WD disknum - skipti honum út fyrir 160GB Samsung. Mikill munur!
4. Fann út að nýji diskurinn titraði á tíðni kassans svo kassinn magnaði upp titringinn frá disknum. Setti diskinn í teygjur til að losna við titringinn.
5. Prófaði að líma einhverskonar hljóðeinangrandi efni innan í tölvuna. Tölvan er miklu þyngri núna en ég fann ekkert voðalega mikinn mun á hávaðanum - eitthvað minni þó, sérstaklega í hátíðninni. Sjá efnið á
http://www.silentpcreview.com/article87-page1.html
6. Klippti grillin úr tölvunni að aftan og framan. Minnkaði hitastigið í tölvunni og aflgjafaviftan snérist nú talsvert hægar (er hitastýrð).
7. Skipti viftunni í aflgjafanum út fyrir Panoflo L1A viftu sem ég festi utan á tölvuna (með ghetto-tape-mod). Minnkaði hávaðann talsvert. Mæli alls ekki með þessu. En Panoflo vifturnar eru frábærar fyrir hitasökkla og aftan á tölvuna fyrir þá sem eru með kassa sem þurfa 8cm viftur - Panoflo eru langsamlega hljóðlátustu 8cm vifturnar!
8. Skipti aflgjafanum út fyrir 350W silenX aflgjafann sem ég minntist á að framan. Mikil framför.
9. Nú var Zalman-örgjörvaviftan farin að angra mig. Skoðaði hvort ég gæti skipt um viftu á kælisökklinum en niðurstaðan varð sú að setja púða undir viftuna. Mikil breyting.
10. Keypti annan Samsung disk. Skoðaði að breyta teygjunum fyrir tvo diska en niðurstaðan varð sú að ég setti í staðinn gúmmípúða undir diskana.
Og þannig þaggaði ég niður í minni tölvu.