Pósturaf kiddi » Þri 07. Des 2004 17:26
Ég verð bara að nota tækifærið og segja ykkur frá því sem ég lenti í um daginn. Ég kom að tölvunni minni einn daginn þar sem hún neitaði að ræsa sig, ég heyrði bara "the click of death" í sífellu í disknum. Diskurinn var Samsung 120GB (innan við ársgamall) sem var splittaður í 2 partition, system og svo svona persónulegt stuff, þmt. 25GB af ljósmyndum sem ég hef tekið síðastliðið ár (og já, ég skammast mín fyrir að segja, ekkert backup) - Svo ég fékk vægt hjartaáfall.
Næstu 3 dagar voru vægast sagt erfiðir, ég fór í gegnum ÖLL húsráð sem ég hef nokkurntíman heyrt af, fletti m.a. í gegnum "200 ways of reviving a dead harddrive", undir lokin var ég búinn að berja diskinn, setja hann í frysti í 6klst, skrúfa stýriplötuna af og pota í hana og skrúfa aftur á, og að lokum var ég kominn með verðtilboð frá sérhæfðu fyrirtæki úti sem hljóðaði upp á 100.000 - 500.000 kr. fyrir björgun. Ég gafst ekki upp.
Þrátt fyrir "the click of death" - þá sást diskurinn í BIOS, en það var ekki hægt að boota á honum né hægt að accessa hann á neinn hátt, svo ég neitaði að gefast upp, ég setti vélina mína aftur upp á öðrum HDD, prófaði að ræsa upp inn í recovery console, og prófaði skipanirnar 'fixmbr' og 'fixboot', og í kjölfarið sást diskurinn og ég gat chkdsk'að hann, og því næst náð gögnunum yfir! Sectorarnir sem geymdu MBR (master boot record) og allt þetta klabb voru hreinlega ónýtir, og af einhverjum fáránlegum ástæðum orsakaði þetta þessi hræðilegu hljóð sem fylgja diskum sem taldir eru gjörsamlega ónýtir.
Vona að þessi frásögn verði einhverjum til hjálpar í framtíðinni, og vil líka minna á, TAKIÐ BACKUP! ! ! - Í kjölfarið fékk ég mér DVD skrifara og annan HDD, og ætla núna að eiga 2-3 copy af klabbinu mínu, alltaf.