Sallarólegur skrifaði:Ég er hjá Hringdu og fæ ekki SMS frá: Google, Amazon, Revolut

Maður þarf greinilega að fara að vera með tvö símanúmer.
Sælir!
Við finnum svo sannrlega fyrir aukningu í vandamálum með 2FA SMS og höfum verið í beinu sambandi við tæknimenn hjá Símanum. Sjálfur er ég t.d. ekki að fá SMS frá Facebook, Twitter og Mailchimp á meðan kærastan (sem er auðvitað líka hjá Hringdu) lendir ekki í neinum vandræðum. Höfum látið skoða þessi tilvik ítarlega (þar sem SMS berast ekki) og það er 100% staðfest að þau eru ekki að stoppa í SPAM síu. Þau hreinlega berast ekki.
Flest þessara fyrirtækja eru líklega að nota SMS broker til að koma skeytunum áfram og er talið að hann / þeir sé að klikka. Mögulega er þetta tengt einhverjum númeraseríum (bara ágiskun af minni hálfu). Síminn er búinn að vera í samskiptum við erlendan aðila til að finna lausn á þessu en það er að mér vitandi enn sama staða.
Þetta er hrikalega vont við viljum auðvitað bara fá þetta í lag sem allra allra fyrst. Við skráum niður öll tilvik (fyrirtæki, dagsetning og tímasetning) þeirra sem hafa samband við okkur og sendum það áfram á Símann. Hvet ykkur til að hafa samband ef þið eruð að lenda í þessu -- getið sent skilaboð á mig eða hringt í þjónustuverið.