SmartThings lagg?

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
blitz
Bara að hanga
Póstar: 1520
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

SmartThings lagg?

Pósturaf blitz » Fim 31. Jan 2019 21:27

Er að velja snjalllausn og þar kemur SmartThings helst til greina ásamt fleirum. Vildi fá að vita hjá ykkur sem nota ST hversu slæmt "lag" er frá því að skipun er gefin (t.d. í gegnum Alexa eða annan trigger) þangað til að aðgerð klárast?

Er ljós 2-3 sec að kvikna eftir að þrýst er á 'snjallhnapp' eða er þetta instant (< 1 sec)?

Menn hafa verið að kvarta yfir þessu þar sem öll keyrsla er í gegnum cloud hjá Samsung en ég sé að v2/v3 hubbinn virðist gera eitthvað locally.


PS4


kjartanbj
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 380
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 47
Staða: Ótengdur

Re: SmartThings lagg?

Pósturaf kjartanbj » Fös 01. Feb 2019 08:25

Ég tek ekki eftir neinu laggi, einstaka sinnum er hreyfiskynjarinn inná baði eina og hálfa sek ca að kveikja ljósin en það eru einhver undantekningar tilvik, en ljós kveikna leið og ég ýti á takka eða bið Alexa um að kveikja , og hurðaskynjarar breyta um status í appinu um leið og ég opna hurð eða glugga gerist samstundis
joker
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: SmartThings lagg?

Pósturaf joker » Fös 01. Feb 2019 12:25

Segi það sama og Kjartanbj, allt í góðu lagi hér á heimilinu. Er með hreyfi og hurðaskynjara.