Samsung TV - ARC tenging við soundbar hætt að virka

Sjónvörp, plasma, LCD, heimabíó, media-center, IPTV, hljóðkerfi, DVD, Blu-Ray, sjónvarpsflakkarar, leikjatölvur

Höfundur
elvarthor
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 12. Jan 2019 17:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Samsung TV - ARC tenging við soundbar hætt að virka

Pósturaf elvarthor » Lau 12. Jan 2019 17:57

Hæ,

Ég er með Samsung sjónvarp (model UE46ES6305) og Phillips soundbar (Model: htl3160b/12)

Það hefur verið að virka fínt saman síðustu 2-3 ár og aldrei verið neitt vesen. Þetta hefur verið tengt með HDMI snúru í ARC tengið.

Alltíeinu hættir þetta að virka, og ARC ljósið á soundbarinu blikkar (skv. leiðbeiningum þýðir það að ekkert ARC signal er að koma frá sjónvarpinu).

Ég er búinn að reyna allt sem mér dettur í hug, allar stillingar í sjónvarpinu, uppfæra hugbúnaðinn í sjónvarpinu, skipta um HDMI kapal o.fl.

Einhverjar reynslusögur / hugmyndir hvað getur verið að?

Takk kærlega,

Elvar ÞórSkjámynd

Alfa
FanBoy
Póstar: 721
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Reputation: 83
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Samsung TV - ARC tenging við soundbar hætt að virka

Pósturaf Alfa » Sun 13. Jan 2019 14:26

Ég er ekki með neina lausn en ég er með LG sjónvarp og Sony Bar og ég gafst upp á HDMI ARC. Það er svo óstöðugur standard að það virðist allavega í mínu dæmi að ég byrjaði bara að nota Optical aftur.


TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RM 750W MB : Gigabyte Z370 Gaming Ultra CPU : Intel i7 8700K + NZXT Kraken 52 H2O
Mem : 16GB 3200Mhz Corsair RGB GPU : MSI 2080 RTX Duke 8GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : Asus ROG Strix XG32V + BenQ GW2480 KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2027
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 149
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Samsung TV - ARC tenging við soundbar hætt að virka

Pósturaf DJOli » Mán 14. Jan 2019 02:01

Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu, en átt ekki auka TV til að prófa með Soundbarinu, myndi ég bara að prófa að hringja í Rafland, og spyrja hvort þú megir prófa soundbarið þitt með tæki þar, til að gá hvort soundbarið sé farið að klikka.
Pros og cons:
Ef þeir kunna að vera góðir við kúnnana sína, þá færðu ráðlagningu á því sem þú átt að gera í framhaldinu (Halda gamla og skipta úr ARC í Optical) eða mögulega versla nýtt, og forðast þá tegundina sem þú keyptir síðast.

Fæ nettan hroll þegar ég heyri orðið Philips.


"eg er með tölvu með gtx 1070 sem runnar alla leiki helviti vel en svo for eg með hana i viðgerð og nuna fæ eg engin fps." - Notandi á vaktinni.


Höfundur
elvarthor
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 12. Jan 2019 17:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Samsung TV - ARC tenging við soundbar hætt að virka

Pósturaf elvarthor » Fös 18. Jan 2019 16:27

Takk fyrir þetta - endaði á að skipta yfir í Optical og sleppa bara HDMI ARCinu. Það virkar fínt núna. En mjög furðulegt að þetta hafi dottið svona út.

ThanksSkjámynd

roadwarrior
spjallið.is
Póstar: 488
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Samsung TV - ARC tenging við soundbar hætt að virka

Pósturaf roadwarrior » Fös 18. Jan 2019 21:19

elvarthor skrifaði:Takk fyrir þetta - endaði á að skipta yfir í Optical og sleppa bara HDMI ARCinu. Það virkar fínt núna. En mjög furðulegt að þetta hafi dottið svona út.

Thanks


Væri ekki hissa ef það hefur komið uppfærsla trúlega á sjónvarpinu sem hefur gert ARC mögulega óvirkann. Gæti verið að þú þyrftir að fara inní valmyndirnar og leita hvort þetta hafi verið gert óvirkt
kjartanbj
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 355
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Samsung TV - ARC tenging við soundbar hætt að virka

Pósturaf kjartanbj » Lau 19. Jan 2019 12:04

Munurinn að nota ARC amsk ef maður kemst upp með það framyfir optical er að maður getur stýrt flestu með einni fjarstýringu, Apple tv fjarstýringin hjá mér hækkar í heimabíóinu þegar ég er með ARC tengt en annars þyrfti ég að vera nota fjarstýringuna fyrir heimabíóið , Apple tv kveikir líka á heimabíóinu með ARC en ekki ef maður er bara nota optical