Vantar ráð: Versla móðurborð + örgjörva á black friday

Ertu í vandræðum með tölvuna þína? Þarftu ráðleggingar með vélbúnaðinn?

Höfundur
Raudbjorn
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Fim 02. Des 2004 20:45
Reputation: 1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vantar ráð: Versla móðurborð + örgjörva á black friday

Pósturaf Raudbjorn » Mið 21. Nóv 2018 14:43

Sæl(l) öllsömul

Ég er búinn að vera að nota I7-5820K síðan 2015 og er nokkuð sáttur við hann en er búinn að vera að bæta við mig nokkrum virtual vélum, er farinn að langa í aðeins fleiri hestöfl og er að leita mér að besta "bang for the buck", einkum hvað varðar kjarnafjölda.

Þar sem ég verð með fjölskyldu í Kanada yfir jólin þá datt mér í hug að ná að versla mér nýjan örgjöva á black friday og gefa sjálfum mér hann í jólagjöf.

Hvað er best í þessum efnum? Ég hef verið að velta fyrir mér Threadripper, og hef tekið eftir að kubbarnir sem komu út í fyrra(19*0X) hafa verið settir á verulegan afslátt eiginlega allstaðar; er stór munur á þeim og 20*0X-línunni? Hvar ætti ég að fylgjast með dílum?

Ég á nú þegar móðurborð með LG2011-v3 socket, ætti ég kannski að sleppa því að skipta yfir AMD og eyða öllum peningnum sem ég spara við að þurfa ekki að kaupa nýtt í Xenon-kubb sem passar í hana?
addon
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Reputation: 22
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð: Versla móðurborð + örgjörva á black friday

Pósturaf addon » Mið 21. Nóv 2018 17:35

hér er nýtt myndband sem fer yfir akkurat þessi mál
https://www.youtube.com/watch?v=1vi1dIuSsa4Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4220
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 313
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð: Versla móðurborð + örgjörva á black friday

Pósturaf chaplin » Mið 21. Nóv 2018 18:01

Mér sýnist það eina í stöðunni vera að stökkva á Threadripper X1950. Ef þú vilt fara í Xeon kubb sem er með +10 kjarna að þá er úrvalið frekar dapurt, dýrt og aflköstin mv. X1950 ekki sambærileg.


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


pepsico
Tölvutryllir
Póstar: 616
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Vantar ráð: Versla móðurborð + örgjörva á black friday

Pósturaf pepsico » Fim 22. Nóv 2018 03:45

Valið stendur í rauninni milli 1920X og 1950X ef þú vilt gott bang for the buck á nýjum íhlutum. Kostar um $700 með móðurborði fyrir 1920X og um $830 fyrir 1950X og móðurborð (án kælinga). 6950X er bara tveggja kjarna uppfærsla svo ég myndi frekar selja allt heila klabbið og uppfæra í 1950X ef þig vantar kjarna f. virtual vélar í framtíðinni. Þeir kosta líka kjánalega mikið ennþá, meira en $700 notaðir.