Hvaða banki?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2170
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Reputation: 99
Staðsetning: NGC 3314.
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hvaða banki?

Pósturaf GullMoli » Mið 04. Apr 2018 12:01

Daginn,

Ég ætlaði að fara sækja um Kreditkort (er hjá Íslandsbanka) .. nema hvað, mig grunar að t.d. Ariobanki hafi bara svo mikið meira uppá að bjóða. Þeir með margfalt feiri tilboð í verslunum og appið þeirra einnig töluvert betra (Fríðu dæmið hjá Íslandsbanka er algjört djók).

Í hvaða banka eruð þið? Hvað er það helsta sem fær ykkur til að halda áfram viðskiptum við þann banka?


|| i7 920 || GA-X58A-UD3R || 12GB DDR3 || GTX 1070 || Intel X25-M 80GB || 1000W || P280 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"


Dúlli
Of mikill frítími
Póstar: 1936
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 146
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Dúlli » Mið 04. Apr 2018 12:52

Er sjálfur hjá Arionbanka og þjónustan hjá þeim veltur allt of mikið upp á það í hvergi skapi einstaklingurinn er í og hef lent oft í því að starfsmenn reyna að bulla svör um umræðu efni sem þau þekkja ekki.

Svo eru þessi friðindi ekkert spes, færð betri afslætti hjá nova.Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3529
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 574
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Klemmi » Mið 04. Apr 2018 13:29

Mjög sáttur hjá Landsbankanum, fór til þeirra þegar ég tók fyrsta fasteignalánið þar sem að þeir felldu niður lántökugjöld en ekki Íslandsbanki nema ef þú varst búinn að vera í a.m.k. 3 ár í sérstökum fasteignasparnaði hjá þeim. Þeir vildu ekkert fyrir mig gera þegar ég spurði hvort það væri einhver sveigjanleiki frá þeirri reglu, var búin að vera í bankaviðskiptum hjá þeim frá því ég var barn.

Tók strax eftir því hjá Landsbankanum hvað netbankinn var mikið, mikið betri en hjá Íslandsbanka. Hafði í mörg ár spurt hvenær það ætti að lagast hjá Íslandsbanka að maður gæti séð stöðuna á kreditkortum nokkurn vegin í rauntíma, en upplýsingarnar úr heimabanka gátu verið 7+ daga gamlar hjá Íslandsbanka, en þeir sögðust alltaf vera að vinna í því að laga þetta (s.s. sama svarið í mörg ár).
Þetta er nokkuð pottþétt hjá Landsbankanum, hef ekki rekið mig á misræmi milli stöðunar í heimabanka og raunverulegrar stöðu á kortinu.

Hef ekki enn nýtt aukakrónurnar hjá Landsbankanum, en það er samt gaman að sjá þær safnast upp í heimabankanum, smá varasjóður :)

Landsbankinn er svo alltaf snöggur að svara tölvupóstum frá mér, og fær bara mín fínustu meðmæli.


www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5894
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 491
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Sallarólegur » Mið 04. Apr 2018 13:36

Um hvaða afslætti ertu að tala um?

Þú getur sótt einkaklúbbsapp Arion í App store og notað alla afslætti án þess að skrá þig inn.

Kortin hjá Landsbankanum bjóða upp á að fá alvöru peninga til bara sem kallast "Aukakrónur".

Rennir svo bara aukakrónukortinu eins og gömlu debitkorti í verslun og kaupir þér það sem sýnist, til dæmis í Krónunni, Dominos ofl. Virka eins og venjulegar íslenskar krónur í posum hjá þeim sem eru
á þessum samstarfsaðilalista. Færð í raun borgað fyrir að nota kortið.

https://www.landsbankinn.is/einstakling ... dilar/#0|0


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2350
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 307
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Hjaltiatla » Mið 04. Apr 2018 13:46

Í dag er ég með Almennt fyrirframgreitt kreditkort hjá "Kreditkort" , var búinn að prófa að vera með fyrirframgreitt kreditkort hjá Arion og þá uppfærðist staðan á kortinu aldrei fyrr en seint og síðarmeir (ekkert vandamál hjá Kreditkort).

Annars er þetta ágætis yfirlit yfir kort sem eru í boði: https://aurbjorg.is/#/kreditkort


Just do IT
  √

Skjámynd

Haukursv
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Haukursv » Mið 04. Apr 2018 14:47

Arion er fínn að mínu mati, hafa verið að bæta við þjónustuna undanfarið. Appið frábært og er að fýla þessa auknu fítusa eins og reglubundinn sparnað og að getað stundað verðbréfaviðskipti í heimabankanum. Held samt reyndar að flestir bankarnir séu að bjóða uppá þetta. Sakna þess samt að hafa aukakrónurnar í Landsbankanum, nota lítið þessi fríðindi í Arion banka, enda kannski ekki mikill afslátta kall. En Aukakrónur voru bara svona surprise free money fannst mér.


i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450


einarbjorn
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf einarbjorn » Mið 04. Apr 2018 15:39

Ég er hjá arion og það er eitt sem ég er sáttur við varðandi appið það er þegar kemur reikningur til mín eða gamall reikningur sem er á eindaga þá fæ ég tilkynningu í símann, veit ekki hvort þetta sé hjá hinum bönkunum.


Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 5859
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 301
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf worghal » Mið 04. Apr 2018 16:06

einarbjorn skrifaði:Ég er hjá arion og það er eitt sem ég er sáttur við varðandi appið það er þegar kemur reikningur til mín eða gamall reikningur sem er á eindaga þá fæ ég tilkynningu í símann, veit ekki hvort þetta sé hjá hinum bönkunum.

appið hjá arion er solid :happy


CPU: Intel Core i5 4690K @ 4.6Ghz MB: Asus ROG Gene VII GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance Pro 4x4gb 2400Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5584
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 408
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf rapport » Mið 04. Apr 2018 20:59

Íslandsbanki er svolítið meira gamaldags en hinir bankarnir og mér finnst það allt í lagi.

Arion (þá KB sveið mig illilega með því að svíkja mig um 2004-2005, mun aldrei versla við þá aftur ef ég kemst hjá því) átti að fá reiking í Grafarvogi en fékk í Garðabæ og þeim fannst nú óþarfi að breyta því strax, sögðu að hægt væri að afgreiða hvern sem er hvar sem er þangað til að ég þurfti að fara sækja kort og skrifa undir einhverja pappíra, þá þurfti égað keyra út í Garðabæ.

Þurfti að tönglast í þeim í næstum 10 ár að loka og eyða kreditkorti sem þeir gáfu mér óvart, vildi VISA en fékk MasterCard og var rukkaður um árgjald í næstum 10 ár og þurfti alltaf að hirngja og böggast. Svo þegar þetta kort rann út þá fékk ég það alltaf sent í pósti bara til þess að ég gæti hringt enn eina ferðina.

Landsbankinn reyndi að fá aðila í fjölskyldunni til að fjárfesta næstum tugu milljóna í sjóðum þegar ættinginn hætti hjá SPRON (vildi ekki fara í BYR), ég var á þessum fundi og mælti eindregið með því, yfirmaður var kallaður á svæðið og hamraði á okkur að fara í sjóð en ekki vera með peningana á bók. Það var bara fyrir mig og þrjóskuna í mér að viðkomandi ættingi gerði bara ekki eins og henni var sagt = treysti ekki Landsbankanum fyrir fimmaura.

Íslandsbanki aftur á móti hefur sinnt mér 100% jafnvel eftir að ég fór aftur til þeirra með skottið milli lappana eftir ævintýrið með Arion 2004/5 og ef það hefði ekki verið fyrir þessa þjónustu ség ég fékk þá, þá hefði ég ekki getað klárað skólann minn og væri á allt öðrum stað í lífinu í dag.

Mun aldrei versla við aðra banka eða mæla með öðrum.Skjámynd

kusi
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf kusi » Þri 05. Jún 2018 11:36

Það er sagt að það sé líklegra að þú skiljir við makann en að þú skiptir um banka. Almennt séð heldur fólk svo mikilli hollustu við sinn viðskiptabanka.

Eftirfarandi er mín upplifun af þessum þremur bönkum:

Íslandsbanki: Netbankinn mjög gamaldags og óþjáll fyrir einhvern sem hefur vanist netbanka Landsbankans. Þjónusta í útibúum ágæt og nokkuð hefðbundin.
Arion Banki: "Spaðalegur" banki sem er að reyna að vera töff. Þjónustufulltrúar í útibúum vel klæddir og með frasa á takteinum en reynslu- og þekkingarlitlir þegar upp er staðið. Fín þjónusta hjá ráðgjöfum sem núna eru því miður allir komnir í útibú upp á höfða (skrifstofurnar eru bakvið lyftuna í húsgagnahöllinni). Þekki ekki netbankann.
Landsbankinn: Mjög góður netbanki. Þjónusta í útibúum ágæt og hefðbundin.

Ég ætlaði að skipta yfir í Arion banka en fannst þjónustan og viðmótið í útibúunum svo hallærisleg og tilgerðarleg að ég gat það ekki. Gæti hugsað mér að vera hjá Íslandsbanka ef netbankinn þeirra væri boðlegur. Niðurstaðan hjá mér er því Landsbankinn sem er bara venjulegur banki með góðan netbanka sem ég notað auðvitað lang mest og skiptir mig því mestu.

Ég kann að meta Aukakrónukerfið hjá Landsbankanum en þessi vildarkerfi breyta mig annars ekki svo miklu, þetta eru ekki þannig upphæðir. Þetta eru nokkur þúsund aukakrónur sem ég og konan fáum í mánuði. Ekkert sem tekur því að tala um. Notum þetta aðallega í Dominos pizzur eða annan skyndibita, stundum útiföt á krakkana í Ellingsen.Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1121
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 76
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Minuz1 » Þri 05. Jún 2018 19:30

Er hjá Arion, aðallega útaf google authenticator


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það


steini_magg
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf steini_magg » Þri 05. Jún 2018 21:50

Ég er líka að spá í að skipta um banka og samkvæmt smá rannsókn þá held ég að Íslandsbanki sé góður fyrir mig. Þeir eru t.d með 2.2% vexti a kjörbók en hinir 2 ná ekki 1% samanlagt. Það sem maður er ekki með margar kúlur á reikningi þá er kjörbókin hjá Íslandsbanka með betri þar sem þú ert með undir kúlu og getur hreyft við honum. Síðan eru þeir með VÍB sem er bara sér síða/fyrirtæki um verðbréf og svoleiðis. En þar sem ég er reiðufé maður þá er maður ekki mikið að skoða kort (hef reyndar verið að skoða þessi dýrustu þá í BNA á Youtube og þessi svaka friðindi sem maður fær) að þá skiptir sá hluti mig litlu máli. Með netbankan hjá Íslandsbanka er einhver snillingur til í að sýna hvernig þetta lítur út og allt það svona áður enn maður fer yfir.
Þess skal tekið fram að ég er mjög ánægður með Landsbankan þó að appið fær fall einkunn en á móti kemur er l.is frábær. Ég fer t.d. mun oftar í netbankan í símanum enn ég geri í tölvunni. Það er svona einn og einn hlutur þar sem ég nota tölvuna.Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3351
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 281
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf urban » Þri 05. Jún 2018 23:40

steini_magg skrifaði:Þess skal tekið fram að ég er mjög ánægður með Landsbankan þó að appið fær fall einkunn en á móti kemur er l.is frábær. Ég fer t.d. mun oftar í netbankan í símanum enn ég geri í tölvunni. Það er svona einn og einn hlutur þar sem ég nota tölvuna.


Hvað er það við appið sem að fer svona í þig ?
Þar sem að mér finnst þetta eiginlega vera bara l.is í appi :)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1204
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 157
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf nidur » Mið 06. Jún 2018 08:09

Ég er í viðskiptum við alla bankana, og mér finnst það sem ég nota mest, vefsíðan og appið best hjá Arion.

Ég skil ekki kaffihúsastemninguna sem er í bönkum í dag, þeir fækkuðu starfsfólki í afgreiðslu rosalega mikið. Þannig að það er 200% nýting á tíma starfsfólks á meðan þú eyðir 30 mínutum í biðröð.

Þegar ég er að ákveða með kreditkort þá horfi ég á tryggingarnar vegna ferðalaga og að það sé hægt að nota það allstaðar. Pæli ekkert í afsláttum, aukakrónum eða vildarpunktum. Maður þarf að rúlla öllum greiðslum í gegnum svona kort til að vera fá eitthvað af viti úr þessu.Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 5894
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 491
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Sallarólegur » Mið 06. Jún 2018 08:17

nidur skrifaði:Ég skil ekki kaffihúsastemninguna sem er í bönkum í dag, þeir fækkuðu starfsfólki í afgreiðslu rosalega mikið.


I wonder why :roll:


AMD Ryzen5 3600 • GTX1080 founders edition • ASRock Fatal1ty B450 Gaming-ITX/ac • Corsair Ven 2x8GB 3200Mhz • Samsung 970 Evo Plus 250GB • Corsair SF600 • G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Corsair Virtuoso SE

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz •

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller


Viggi
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 66
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Viggi » Mið 06. Jún 2018 09:46

Hef ekki farið í banka í einhver ár, allt gert í appinu núorðið. Fór síðast í landsbankan til þess að taka út af rykfallini bók því að ég gleymdi kortinu einhverstaðar :P


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf Hauxon » Mið 06. Jún 2018 10:02

Ég er fyrrverandi starfsmaður Arionbanka (Kaupþing) og var neyddur í viðskipti við þá við ráðningu. Almennt ágætt að vera þar og heimabankinn er betri en hjá Íslandsbanka (sem ég er hjá núna). Aftur á móti hætti ég í viðskiptum við þá eftir verulega óánægju.

Ég byggði hús 2007-8 og lenti eins og flestir sem fæddust ekki með silfurskeið í endanum í smá vandræðum í hruninu og fór í svokallaða "Sértæka skuldaaðlögun" Við vorum ekki í vanskilum með neitt en við vorum að nálgast núðlustigið. Áður en við fórum inn í þetta þráspurði ég þjónustufulltrúann hvort þetta myndi gera okkur "brennimerkt" í kerfinu og valda því að við fengum verri kjör seinna meir. Þjónustufulltrúinn fullvissaði okkur um að engin hætta væri í því og að það væri í raun bannað að nota þetta gegn okkur og geyma uppl um þetta.

Nokkrum árum síðar vorum við búin að rétta úr kútnum, ég og konan mín með fínar tekjur og ágætis afgang eftir lánagreiðslur og ákváðum að kaupa bíl. Við vorum með milljón í peningum og þurftum að fá milljón að láni. Ég talaði við bankann og var lengi að fá svör og á endanum var bíllinn seldur undan okkur því að bankinn var að draga lappirnar. Ég hringdi upp í banka og spurði hvers vegna þetta gengi svona hægt. Svörin voru að þetta tæki alltaf tíma og við þyrftum að fara í greiðslumat og það tæki amk viku og svo hefðum við auðvitað farið í Sértæka skuldaaðlögun!!! Ég færði öll mín viðskipti yfir í Íslandsbanka næsta dag og tók þessa 1 mkr að láni hjá Lykli sem afgreiddu lánið samdægurs.

Þ.a. ég mæli ekki með Arion Banka þar sem honum er ekki treystandi og ég lít á þetta sem kom upp hjá mér sem hrein svik.
steini_magg
Græningi
Póstar: 44
Skráði sig: Fös 09. Jún 2017 19:13
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvaða banki?

Pósturaf steini_magg » Mið 06. Jún 2018 11:33

urban skrifaði:
steini_magg skrifaði:Þess skal tekið fram að ég er mjög ánægður með Landsbankan þó að appið fær fall einkunn en á móti kemur er l.is frábær. Ég fer t.d. mun oftar í netbankan í símanum enn ég geri í tölvunni. Það er svona einn og einn hlutur þar sem ég nota tölvuna.


Hvað er það við appið sem að fer svona í þig ?
Þar sem að mér finnst þetta eiginlega vera bara l.is í appi :)


Ég man það ekki. Ég samt man að manni fannst það lítið spess að maður eyddi því strax. Pabbi segir það sama um appið. Síðan getur það líka verið að maður er svo vanafastur að þessi munur pirrar mig svo.