Minni með móðurborði eða örgjörva ..


Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Minni með móðurborði eða örgjörva ..

Pósturaf Gestir » Mið 17. Nóv 2004 14:49

Sælar stúlkur... og drengir...

Var að pæla.
Ég er með móðurborð sem að supportar minni upp í 400DDR2 eða þannig. Abit Kv7 heitir það. En ég er bara með 333DDr minni í því eins og er.

Skiptir máli hvað örrinn hefur um þetta að segja eða breytir það engu. Er það einungis móðurborðið sem að les hraðan á minninnu eða þarf þetta allt saman að tala saman. ???

ég er semsé með xp2500 Barton // KV7 móðurborð

Því einhver sagði mér það .. að örrinn þyrfti að supporta DDr400 líka eða álíka... EF það er tilfellið... Græði ég þá EKKert á því að fá mér þannig minni ??

PLZ help ;)




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mið 17. Nóv 2004 14:54

AMD er ekki komið með DDR2 stuðning :)
En þetta með DDR400 þá held ég að það myndi bara vinna sem DDR333, þar sem barton 2500+ er með 333 í bus




einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Reputation: 0
Staðsetning: 113 rvk
Staða: Ótengdur

Pósturaf einarsig » Mið 17. Nóv 2004 14:59

Þekki ekki mikið inná AMD en ég hugsa að minnið myndi keyra á 333 mhz útaf örranum.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6574
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 356
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 17. Nóv 2004 15:11

það er mjög líklga hægt að setja 5/6 divider á minnið til að ná því í DDR400.

PS. DDR2 byrjar í 533


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Mið 17. Nóv 2004 15:57

Getur næstum alltaf keyrt minnið óháð hraða CPU, gætir þannig séð verið með 100fsb cpu og DDR400 ef þú fyndir móðurborð sem gæti það.

Er með sama móðurborð og þú og keyri minnið á 200mhz ásamt CPU, en get alveg keyrt CPU-inn á 166 en minnið á 200



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3769
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 132
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 17. Nóv 2004 16:33

Hvernig í fjandanum geturu verið með ddr333 ddr1 í ddr2 rauf?



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Mið 17. Nóv 2004 16:37

Pandemic skrifaði:Hvernig í fjandanum geturu verið með ddr333 ddr1 í ddr2 rauf?



Held að hann hafi nú aðeins mismælts....eða misskrifað :?




Höfundur
Gestir
Staða: Ótengdur

Pósturaf Gestir » Mið 17. Nóv 2004 16:44

ég er bara með venulegt gamalt Princeton DDR 333 minni í þessari venjulegu DDR Rauf :D


Og hugsa að ég græði bara mest á því að fá mér annað eins minni.. og vera þá með 1.gb af 333 minni...

Þar sem að örrinn er bara á 333mhz Bus


Sjáum til í næstu Uppfærslu bara.. þetta virkar mjöög vel í dag..