GuðjónR skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Einnig verður áhugavert að sjá hvort Elko , TL og Tölvutek lifi allar af samkeppnina við Costco þegar kemur að því að selja Tölvuvörur.
Ég efast ekki um að þær lifi það af, þrátt fyrir mikinn verðmun á t.d. KitchenAid þá held ég á áhrif Costco á Íslenskan markað séu stórlega ofmetin.
Fer eflaust aðallega eftir því hvort fyrirtæki fari að versla við Costco, þetta afslátta fyrirkomulag hérlendis er auðvitað Djók og þekkist t.d ekki í mörgum löndum að verið sé að bjóða sumum aðilum 30-40-50 % afslátt en smyrja síðan álaginu á hinn almenna neytanda.
Reikna með að viðskiptahættir Cotco taki ekkert endilega mið af því hvað aðrir eru að gera hérlendis.
En finnst samt persónulega galið ef að Costco fer að spila þennan leik hérlendis . Þ.e ef þeir eru alþjóðleg keðja og eru að spá í orðsporinu sínu í víðara samhengi en á Íslandi.
