upg8 skrifaði:Ertu ekki með neinar sérstakar þarfir um tengi eða eiginleika?
Nei svo sem ekki. Veit að bestu líkurnar á svona skjá er td DELL eða HP tegundir sem venjulega voru/eru notaðar í skrifstofu umhverfi. SVGA er reyndar möst en flott ef það væri DVI. Ekkert stress á refresh rate eða svoleiðis.
Það sem ég er að velta mér uppúr er að smíða Arcade vél eða svokallaðað MAME verkefni. Þetta er bara að malla í mér og ég er á því stigi að vera að rissa og teikna upp útlitið og er því að leita mér að skjá sem ég gæti notað í þetta og ef einhver ætti skjá eða gæti útvegað td frá fyrirtæki sem væri að losa sig við svona skjái. Flestir eru búinir eða eru að skifta yfir í 16:9 í dag en einhverjir gætu lumað á svona skjá í geymslum
