
Málið er að ég keypti mér DVD skrifara í dag. Ég fékk mér eitt stykki ódýran Panasonic skrifara sem kostaði ekki nema 2990kr í Tölvulistanum.
Þetta byrjaði þannig að ég hringdi í þá og bað þá að taka hann frá til þess að foreldrar mínir gætu sótt hann (á heima á Akranesi). Þegar ég svo setti hann í þá tók ég eftir einu skrítnu; í my computer stóð "DVD-RAM" ég hélt að þetta væri kannski bara eðlilegt og reyndi að skrifa disk. Það virkaði ekki betur en það að myndin hættir alltaf eftir 10 mínútur. Ég skrifaði þá bara aftur en það kom bara það sama og á dvd spilaranum stóð "disk error". Ég alveg að pannica og fór og talaði við félaga minn, hann sagði mér að þetta "DVD-RAM" hafi aldrei þótt gott til að skrifa myndir á og þess vegna hefði ég ekki átt að kaupa þannig skrifara. Ég var alveg viss um að ég hafi ekki gert það og kíkti aftur á síðuna. Þá sé ég að þar eru tvær tegundir af Panasonic skrifurum á sama verði (2990kr), einn heitir "DVD-RW/RAM" og hinn "DVD-RW". Ég er alveg viss um að þegar ég talaði við hann þá sagði ég "DVD-RW" en ekki hinn þannig að mér finnst að ég eigi rétt á nýjum.
Hvað finnst ykkur um þetta mál og getur einhver útskýrt þetta "DVD-RAM" mál? Fyrirfram þakkir, Birkir

Btw hérna eru skrifararnir: ég bað um þennan en hef líklega fengið þennan