Vitlaus skrifari?


Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vitlaus skrifari?

Pósturaf Birkir » Fös 05. Nóv 2004 23:44

Jæja þá er það þriðji þráðurinn sem ég sendi hingað á stuttum tíma :twisted:
Málið er að ég keypti mér DVD skrifara í dag. Ég fékk mér eitt stykki ódýran Panasonic skrifara sem kostaði ekki nema 2990kr í Tölvulistanum.
Þetta byrjaði þannig að ég hringdi í þá og bað þá að taka hann frá til þess að foreldrar mínir gætu sótt hann (á heima á Akranesi). Þegar ég svo setti hann í þá tók ég eftir einu skrítnu; í my computer stóð "DVD-RAM" ég hélt að þetta væri kannski bara eðlilegt og reyndi að skrifa disk. Það virkaði ekki betur en það að myndin hættir alltaf eftir 10 mínútur. Ég skrifaði þá bara aftur en það kom bara það sama og á dvd spilaranum stóð "disk error". Ég alveg að pannica og fór og talaði við félaga minn, hann sagði mér að þetta "DVD-RAM" hafi aldrei þótt gott til að skrifa myndir á og þess vegna hefði ég ekki átt að kaupa þannig skrifara. Ég var alveg viss um að ég hafi ekki gert það og kíkti aftur á síðuna. Þá sé ég að þar eru tvær tegundir af Panasonic skrifurum á sama verði (2990kr), einn heitir "DVD-RW/RAM" og hinn "DVD-RW". Ég er alveg viss um að þegar ég talaði við hann þá sagði ég "DVD-RW" en ekki hinn þannig að mér finnst að ég eigi rétt á nýjum.
Hvað finnst ykkur um þetta mál og getur einhver útskýrt þetta "DVD-RAM" mál? Fyrirfram þakkir, Birkir :8)

Btw hérna eru skrifararnir: ég bað um þennan en hef líklega fengið þennan




BlitZ3r
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Sun 06. Jún 2004 04:47
Reputation: 0
Staðsetning: Westmannaeyjar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf BlitZ3r » Fös 05. Nóv 2004 23:49

það eru nú svo miklir hálvitar í tolvulistanum að þeir hafa ekki þekkt muninn.


BlitZ3r > ByzanT-
-
Intel p4 2.6 @ 3.06 MSI 848p-Neo 2x256mb kingston 400mhz 120gb S-ATA WD diskur PowerColor RADEON 9800 PRO 256mb

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Lau 06. Nóv 2004 00:07

Hmm, nú ef þú sagðir pottþétt DVD-RW en þeir létu þig fá vitlausan, þá áttu rétt á hinum. En fyrst að það er ekki hægt að sanna það held ég að það borgi sig bara að vera kurteis og biðja um að skipta.
Ertu að skrifa á 2x eða 1x? Ef að þú ert að skrifa á 2x ertu með drifið sem að þú baðst um. Ef þú ert að skrifa á 1x ertu með DVD-RW/RAM drifið (11.08Mbps = 1x DVD).

Ertu viss um að þú sést ekki að reyna að skrifa á DVD+R(W), eða að bufferinn sé ekki að klárast?

DVD-RAM, er nokkurveginn það: DVD-RAM. Hægt að skrifa og eyða ,,jafnóðum", þ.e. svipað og RAM. DVD-RAM koma held ég flest í sérstökum hylkjum, en hugsa að það sé ekki þannig á þínu drifi.(ef að þú ert með vitlaust drif þ.e.)




Höfundur
Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Lau 06. Nóv 2004 00:11

[Bréf 1]
Ég var að skrifa á 2x og með DVD-R disk og buffer-inn var á 100% :? Hefur einhver hugmynd um hvað þetta gæti þá verið?

[Bréf 2]
Ég var að nota "Fantom CD" til að skrifa þetta. Þetta er ".img" fæll sem forritið á ekki að styðja samt les það þennan fæl og getur skrifað hann alveg (þ.e.a.s. kemst í 100% en myndin virkar ekki). Gæti það verið það og er eitthvað annað forrit sem þið mælið með til að skrifa ".img" fæla?

[Bréf 3]
Held að þetta hafi bara verið forritið að klikka.. Ég setti inn Nero 5.5.10.28 og það virkaði og ekkert vesen :8)
Btw. Takk fyrir öll svörin :)

P.S. Man þetta með breyta takkann næst.
Síðast breytt af Birkir á Sun 07. Nóv 2004 03:45, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Sun 07. Nóv 2004 03:09

Hmm, er ekki breyta takkinn hjá öllum eða vita menn bara ekki hvað hann gerir? :-/