Pósturaf oskar9 » Fös 16. Des 2016 23:20 
			
			
			
			Sendi póst á innkaupastjórann, ég set afrit af honum hér:
Góðan daginn, langað aðeins að forvitnast með þetta Logitech G29 leikjastýri hjá ykkur, Stýrið kostar 2.500kr sænskar (30.000 ISK) í Verslun ykkar í Svíþjóð og 290 dollara á Amazon (einnig 30 þúsund) en kostar 60 þúsund hjá ykkur á Íslandi. Er einhver sérstök ástæða fyrir því ?
Langar mikið í þetta stýri en get alls ekki réttlætt þennan gríðarlega verðmun, þetta kemur mér frekar á óvart þar sem elko er undantekningarlaust með mjög flott verð á öllu sem ég hef keypt hjá ykkur en þetta stingur mig svolítið.
takk fyrir
MBK og von um jákvæð svör
Óskar Þór
SVAR:
Sæll Óskar,
 
Takk fyrir ábendinguna
Það er ekki nema von þú sjáir verðmun. Þetta stýri kom á lægra innkaupsverði núna fyrir nokkrum dögum þar sem þetta er eldri týpa. Stýrið var fyrr í lækkun úti um miðjan nóvember. Svona lækkanir eru 3-4 vikum lengur að skila sér hér vegna flutningstíma.  
Stýrið var í yfirferð hjá innkaupamanni en var ekki komið lengra en á skrifborðið hjá honum. Ég tók þetta fram fyrir hjá honum og nú er komið nýtt verð á stýrinu.
 
Takk kærlega fyrir ábendinguna og greinilegt að þú fylgist vel með.
LTG29 LOGITECH-G29 LEIKJA STÝRI              621            37.995
 
Kær kveðja
Óttar
			
									
									
		
		
				"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"