Að tunnela wifi yfir 4g

Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Að tunnela wifi yfir 4g

Pósturaf izelord » Lau 12. Nóv 2016 21:56

Sæl öllsömul.

Ég er að reyna að leysa smávegis vandamál. Þannig er að ég er með device A sem er með sitt eigið Wifi net. Þessu neti þarf ég að tengjast með device B. Vandamálið er að drægnin er ekki nægjanleg, einhverjir 10 metrar kannski. Ég er að horfa á að þurfa að tengjast í 2km fjarlægð.

Mér datt í hug hvort einhver vissi af lausn eða gæti bent mér í rétta átt með vandamálið. Talsverður tími farinn í Googl sem bendir mér yfirleitt á eitthvað allt annað.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 982
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 133
Staða: Ótengdur

Re: Að tunnela wifi yfir 4g

Pósturaf arons4 » Lau 12. Nóv 2016 22:02

Getur örugglega ekki sett upp þinn eigin 4g sendir án þess að lenda í reglugerðarveseni með póst og fjar.

Þú getur hinsvegar sett upp stefnuvirka wifi punkta á móti hvor öðrum. Hef sett svona upp og náð mjög góðum árangri á ca 300 metrum.
https://www.netverslun.is/Mi%C3%B0l%C3% ... 194.action




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 282
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Að tunnela wifi yfir 4g

Pósturaf asgeirbjarnason » Lau 12. Nóv 2016 23:23

Af hverju þarftu að tengjast þessu wifi neti með device b? Ekki hægt að til dæmis tengja router við þetta wifi net og hafa VPN frá þeim router að device b?

Einhver séns að fá að vita eitthvað meira um tækin og hvaða tilgangi nettengingin þjóna?



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1545
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Að tunnela wifi yfir 4g

Pósturaf andribolla » Sun 13. Nóv 2016 01:02




Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að tunnela wifi yfir 4g

Pósturaf jonsig » Sun 13. Nóv 2016 14:54

Það eru seldir long range wifi sendar í fyrirtækinu sem ég vinn hjá, þeir efla móttökuna uppí 11km, eins lengi og það er ekki fjall á milli. En þeir kosta sitt og þurfa öflugt 12/24V psu. Og kannski mesta extreme´ið sem þú kemst áður en þú ferð á einhver GSM bönd,



Skjámynd

russi
Geek
Póstar: 813
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 203
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Að tunnela wifi yfir 4g

Pósturaf russi » Sun 13. Nóv 2016 15:25

Ef það er sjónlína þá færðu þér bara sérstaka senda í þetta.

Fyrirtækið sem ég vinn hjá er líka að selja senda og eru þeir til í alls kyns útgáfum, þú gætir sloppið með 50k kostnað við þetta.

Kosturinn er t.d. Ef staður A kaupir internet, þá gæti staður B samnýtt tengingu með þessu



Skjámynd

Höfundur
izelord
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 17:29
Reputation: 16
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að tunnela wifi yfir 4g

Pósturaf izelord » Sun 13. Nóv 2016 20:13

Fullt af skemmtilegum tillögum og allt flott með það. Flestar snúast um long-range wifi sem ég er ekki allt of hrifinn af.

A) Vegna þess að það er nú þegar 2.4Ghz samband milli A og B (sem er því miður ekki hægt að komast inn á) og því mögulega hætta á truflunum ef ég set upp aðra öfluga 2.4Ghz senda.

B) Kostnaður við sérhæfðan tækjabúnað.

C) Þyngd. Hlutur A er á dróna.

Svo ég útskýri nánar þá er myndavél á dróna sem mig vantar tengingu við. Myndavélinni er hægt að stýra í gegnum wifi en þegar fjarlægðin er orðin töluverð þá auðvitað rofnar það samband. Það er ekkert mál að henda 4G router á drónann (er ma. með einn með openwrt) og þá er bara spurning hvort það sé hægt að nýta það til að tengjast þessu blessaða wifi. Það var komin VPN hugmynd og ég er að skoða eitthvað í þeim gír.




asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 282
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Að tunnela wifi yfir 4g

Pósturaf asgeirbjarnason » Sun 13. Nóv 2016 20:59

Að öllum líkindum er ekki nauðsynlegt að vera á wifiinu sjálfu til að geta stýrt drónanum eða myndavélinni heldur nægir örugglega að vera á sama broadcast domaini. Fyrst þú getur verið með OpenWRT router hjá tæki A þá gætirðu sett layer 2 OpenVPN hlekk á milli OpenWRT routersins og tækis B, það myndi gera það að verkum að bæði tækin séu á sama broadcast domaini.