Nú hefur krónun styrkst töluvert gagnvart dollar, evru og pundi meðal annars og það væri áhugavert að sjá hvort að verðin hafi farið niður í samræmi við það.


emmi skrifaði:Góða kvöldið, langaði að athuga hvort einhver hér hafi haldið utanum verðlag á tölvum og íhlutum í íslenskum búðum undanfarna mánuði.
Nú hefur krónun styrkst töluvert gagnvart dollar, evru og pundi meðal annars og það væri áhugavert að sjá hvort að verðin hafi farið niður í samræmi við það.
 
 emmi skrifaði:Góða kvöldið, langaði að athuga hvort einhver hér hafi haldið utanum verðlag á tölvum og íhlutum í íslenskum búðum undanfarna mánuði.
Nú hefur krónun styrkst töluvert gagnvart dollar, evru og pundi meðal annars og það væri áhugavert að sjá hvort að verðin hafi farið niður í samræmi við það.
GuðjónR skrifaði:750 diskurinn ætti því kannki að vera nær 11.500.- en 15.900.- en það er auðvitað bara mín skoðun.


Vilhjálmur Birgisson skrifaði:Það var afar athyglisverð frétt í Ríkissjónvarpinu í gær um þá miklu styrkingu á krónunni sem því miður skilar sér ekki alls ekki í öllum tilfellum í lækkun á innflutum vörum.
Í fréttinni kom fram að gengisvísitalan hefur á síðustu 2 árum styrkst um 22,6% en þrátt fyrir það hafa verslunareigendur ekki skilað því til neytenda í samræmi við þessa styrkingu.
Það kemur fram í þessari frétt að sumar innfluttar vörur hafi hreinlega hækkað í verði eins og t.d:
° Húsgögn og heimilistæki um 2,8%
° Viðhald og efni um 1,5%
° Lítil heimilistæki um 0,3%
Þetta gerist þrátt fyrir að gengisvísitalan hafi styrkst um 22,6% á sama tíma og afnám tolla sem hefði eins og fram kemur í fréttinni átt að leiða til lækkunar á vöruverði um 7,8% til viðbótar 22,6% styrkingu á krónunni.
Það má líka vekja athygli á því eins og kom fram í þessari frétt þá hefur innflutt matvara einungis lækkað um 1,5% þrátt fyrir þessa miklu styrkingu á krónunni sem nemur eins og áður sagði 22,6%
Þetta er gjörsamlega óþolandi þegar verslun og þjónusta skila ekki þeirri gengisstyrkingu krónunnar til neytenda eins og þeim ber að gera því það stendur ekki á þeim að hækka vöruverð á núll einni ef þannig má að orði komast þegar krónan veikist.
Það var aumkunarvert að sjá Andrés Magnússon formann Verslunar og þjónustu reyna að verja þessa framkomu hjá versluninni í fréttum í gær en hann reyndi að kenna launahækkunum um að þetta hafi ekki skilað sér til neytenda.
Í því samhengi er rétt að upplýsa hver eru laun hjá verslunarfólki í dag samkvæmt launatöxtum VR. Jú þau eru eftirfarandi:
° 18 til 19 ára eru með 237 þúsund fyrir fulla dagvinnu
° Eftir 5 ára starf eru launin 270 þúsund fyrir fulla dagvinnu.
Ætlar einhver að halda því fram að þessi laun séu að drepa verslunareigendur, laun sem eru langt frá lágmarksframfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út og verslun og okkur í verkalýðshreyfingunni til skammar. Það er líka rétt að geta þess að Hagar sem reka Bónus og Hagkaup og fleiri verslanir skiluðu hagnaði í fyrra uppá 4,5 milljarða! Getur verið að eitthvað af þessum hagnaði sé vegna þess að verið sé að ræna neytendur með því að skila ekki styrkingunni á krónunni til neytenda?
Af hverju getur IKEA lækkað vöruverð hjá sér 4 ár í röð? En Þórarinn Ævarsson, fram-kvæmdastjóra IKEA á Íslandi hefur margoft skorað á verslunina í landinu að fylgja fordæmi IKEA þar sem efnahagslegar aðstæður hennar séu í flestum tilvikum þær sömu en rétt er að vekja athygli á því að starfsmannafjöldi IKEA er 225.
Það er gjörsamlega ólíðandi og óþolandi hvernig verslun og þjónusta hagar sér gagnvart neytendum í þessu landi og í guðanna bænum skilið þessari lækkun til neytenda að öðrum kosti verða íslenskir neytendur að snúa sér alfarið að því að versla í gegnum netþjónustu erlendis frá!