SvamLi skrifaði:Hvor örgjörvinn er betri? p4 prescott 2.8~3.3 eða AMD64 3000+ ? AMDINN er ekkert overclockaður..ég á intelinn en vinur minn sem veit alveg 0 um þetta segir að sinn sé 100x betri. Hann er að veðja við mig

hehe frekar kjánalegt

En nú vil ég fá svar frá ykkur gúrúunum

Ég er sammála Gnarr, þetta er svakalega afstætt. Þú getur eiginlega ekki borið örgjörva saman við örgjörva þegar annar er yfirklukkaður en hinn ekki. Þú ert með Presc
hott sem kemur frá verksmiðju klukkaður á 200x14=2800Mhz og klukkar hann upp í 3300Mhz, það gerir að verkum að þú ert að keyra á ~235Mhz fsb. Við það færðu meiri bandvídd frá örgjörva til minnis (ef minnið er 1:1 þ.e.a.s.). Það er margt meira inni í myndinni en bara örgjörvarnir, einnig eru örgjörvarnir misgóðir á ákveðnum sviðum af reikningi, annar er betri í þjöppun á hljóði, hinn er betri í leikjum.
Þetta er eins og að bera saman tvo mismunandi mótora í tveimur mismunandi bílum og segja að annar mótorinn sé betri en hinn á þessari kappakstursbraut, þegar hann skiptir mikið minna máli en bíllinn sjálfur...
Vonandi skilduð þið þetta greyin mín...