Hafið þið einhverja reynslu á garðaþjónustufyrirtækjum, nánar tiltekið fyrir beðahreinsun? Var að slá í dag og sá að beðin verða líklega mjög erfið þetta árið, nenni alveg að slá en þoli ekki að vinna í þessum beðum
Ég hef svosem ekki keypt svona þjónustu sjálfur en ef ég væri að fara að gera það myndi ég örugglega fara til Hreinna Garða. Svosem bara byggt á því að nokkrir kunningjar eru ánægðir með þá.