arons4 skrifaði:HalistaX skrifaði:Pælið í því hve langt við erum komin á síðustu örfáu árum. Hver hefði búist við því að við værum komin útí geim með stöðvar á borð við ISS
Má nátla ekki gleyma því að ISS er laangdýrasta mannvirki sem smíðað hefur verið.
Já auðvitað, það má alls ekki gleyma því. Hver hefði haldið fyrir 100 árum að árið 2016 væri einhver geimkamar með nokkrum gluggum sem byggður/tekinn var í notkun 1998 væri dýrasta mannvirki sem nokkurn tímann hafi verið byggt.
Nei ég segi svona, það eru náttúrulega crucial gögn sem þessi geimstöð hefur fram að færa, uppá framtíðina, framtíðar geimferðir, langtíma geimferðir, langtíma dvöl í þyngdarleysinu og allur pakkinn.
Það sem ég myndi gera fyrir ferð útí geiminn. Að fá að upplifa þyngdarleysið, þurfa að kyngja tannkreminu mínu og að spenna belti til þess að kúka, svona eins og í South Park.
Ég vildi óska þess að allir, ISIS, USA, UK, RUS, FR, JP, CN, NK, SK, Boko Haram og allir þessir stórkallar myndu leggja niður vopnin og fókusa á vísindin. Ef allar þjóðir ynnu að vísindum og þróunar tækni, það væri bara main export hjá þessum löndum, þá spái ég því að við gætum farið til Mars and beyond innan örfáa ára. Kannski værum við komin með sárþráða græju í líkingu við FTL drif í dag. Kannski værum við búin að Terraform'a öðrum plánetum og fengjum nýtt land til þess að drepa hvorn annan yfir.
A boy can dream.

Ég vil bara ekki vera búinn að vera dauður í 200 ár þegar þeir loksins geta farið að fara út fyrir sólkerfið okkar, heimsótt framandi staði og mögulega hitt einhverja með smá vit í kollinum.
(Ég sé núna að þetta sem NASA á víst að vera að vinna að kallast Warp Drive, en ekki ætla ég að leiðrétta þessa pósta mína).
Hvaaa, ekki er ég eini skemmtilegi gaurinn hérna inná??? Heyrðu, nei! Ég fann annan! Meikiði að tala um eh tölvudrasl frekar? Mig langar meira að spá í því akkúrat núna.
Edrú síðan 4. Apríl 2021 - Still a Joker, even tho I'm sober...