Þá þurfa neytendur að vita að þegar skipt er um hlut vegna viðgerðar má ekki stytta ábyrgðartímann á hlutnum. Friðgeir Björnsson, formaður kærunefndarinar, segir að þegar til dæmis nýr tölvuskjár hefur verið settur í fartölvu byrji nýr ábyrðartími á skjánum. Nýr tveggja eða eftir atvikum fimm ára kvörtunarfrestur.
Getur einhver bent mér á það hvar í lögunum þetta stendur. Er þetta alveg pottþétt rétt? Ég er nefnilega með skjákort sem ég fékk eftir að annað skjákort dó og það nýja dó svo í síðasta mánuði. Ég fékk seinna kortið viku áður en ábyrgðin á fyrra rann út og hélt að ég hefði þess vegna bara 1 viku af ábyrgð á því nýja.
Btw. kvörtunarfrestur = ábyrgð
