Siðferðisspurning varðandi sölur.

Allt utan efnis

Hvorum á að selja?

Selja þeim sem yfirbauð
48
89%
Bíða eftir að hinn ákveði sig
6
11%
 
Samtals atkvæði: 54

Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 879
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 163
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf Hrotti » Fim 22. Okt 2015 20:37

1. Ég ætla að selja hlut og fæ tilboð sem að ég samþykki.
2. Stuttu seinna fæ ég betra tilboð, en ég var búinn að samþykkja fyrra tilboðið og ég ætla að standa við gerða samninga.
3. Þá kemur í ljós að kaupandinn er ekki alveg viss, vill fá að prufa eitthvað til að sjá hvort að hluturinn nýtist honum.

Spurningin er þá hvort það sé ekki eðlilegt að selja þeim sem að yfirbauð fyrst að hinn er ekki ákveðnari en þetta?


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2156
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 196
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf Dúlli » Fim 22. Okt 2015 20:39

Þú ert að reyna að losna við hlut, ef fyrir kaupandi er með vesen þá bara leiðinlegt fyrir hann, fyrstur kemur fyrstur fær. Þíðir ekki að koma með svo að maður þurfi að hugsa sig um, kaupa eða sleppa.



Skjámynd

andripepe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 340
Skráði sig: Fim 13. Ágú 2009 16:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf andripepe » Fim 22. Okt 2015 20:51

Þetta er ekki flókið !

"
Hugsaðu um þinn hag en ekki Jóns úti í bæ.

(pawn stars) ;D


amd.blibb


Tesli
spjallið.is
Póstar: 475
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf Tesli » Fim 22. Okt 2015 20:57

Mér finnst sjálfsagt að standa við það sem maður segir og fara ekki á bak orða sinna þó hærra boð komi seinna (gefið að EKKERT vesen sé á viðskiptunum).
En ef menn eru síðan ekki vissir og með eitthvað vesen þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um og selja hinum. [-X



Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 879
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 163
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf Hrotti » Fim 22. Okt 2015 21:00

laemingi skrifaði:Mér finnst sjálfsagt að standa við það sem maður segir og fara ekki á bak orða sinna þó hærra boð komi seinna (gefið að EKKERT vesen sé á viðskiptunum).
En ef menn eru síðan ekki vissir og með eitthvað vesen þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um og selja hinum. [-X



Ég er algerlega sammála, finnst óvissa ógilda tilboð.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Dúlli
Vaktari
Póstar: 2156
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 196
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf Dúlli » Fim 22. Okt 2015 21:04

Hrotti skrifaði:
laemingi skrifaði:Mér finnst sjálfsagt að standa við það sem maður segir og fara ekki á bak orða sinna þó hærra boð komi seinna (gefið að EKKERT vesen sé á viðskiptunum).
En ef menn eru síðan ekki vissir og með eitthvað vesen þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um og selja hinum. [-X



Ég er algerlega sammála, finnst óvissa ógilda tilboð.


Þarna ertu með svarið þitt :happy Þarna er kaupandinn bara að fockast í þér og gera vesen sem kemur í veg fyrir þinn hag.



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 80
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf Hannesinn » Fim 22. Okt 2015 21:13

"Kominn með hærra tilboð, tek því eftir daginn í dag" virkar líka. Tekur fyrir sjónarmið beggja.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1200
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 257
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf kiddi » Fim 22. Okt 2015 21:18

Eitt það dónalegasta sem ég veit er þegar "staðfestur kaupandi" fær einhverja bakþanka og vill fá að skoða hlutinn EFTIR að hann staðfestir ásetning til kaups. Þá er hann engu skárri en seljandi sem ógildir samþykkt tilboð til að þiggja betra tilboð annarsstaðar. Þannig að þú ert augljóslega „off the hook“, og getur gengið burt frá þessum fyrri kaupanda með góðri samvisku. Ég hef braskað umtalsvert í gegnum árin, aðallega með ljósmyndagræjur, og ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef þurft að afþakka frábær tilboð, vegna fyrra tilboðs - þar sem tilboðsaðilinn fékk bakþanka eftir að hann sagðist ætla að taka vöruna hjá mér. Oft á tíðum sat ég uppi með óselda vöru, eftir að hafa neitað einum, jafnvel tveim frábærum tilboðum, út af einhverjum svona aumingjaskap.



Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 240
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf nidur » Fim 22. Okt 2015 22:46

Þetta snýst líka um tíma, ef búið er að semja um kaup þá er yfirleitt samið strax um afhendingu/hitting. Um leið og kaupandinn er að trassa það þá er ekki spurning að þú getur selt næsta í röðinni.




machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 292
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf machinefart » Fös 23. Okt 2015 10:35

er þetta ekki bara eins og svo margt annað leyst með samskiptum. Þú segir við kaupandann, sem kannski veit ekki endilega af hinu hærra boðinu að þú sért kominn með hærra boð og því sért þú tilbúinn að selja honum hlutinn á umsömdu verði ef hann hann staðfestir kaup og jafnvel setja tímaramma. Þá fær þessi aðili sem er óákveðinn bara flott tækifæri til þess að bakka út - ef hann segir blabla ég verð að skoða bla, þá segir þú bara að það hafi ekki verið í upprunalegum samningi og sá sem býður hærra er tilbúinn að staðfesta kaup og bara því miður.



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3458
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf mercury » Fös 23. Okt 2015 13:18

laemingi skrifaði:Mér finnst sjálfsagt að standa við það sem maður segir og fara ekki á bak orða sinna þó hærra boð komi seinna (gefið að EKKERT vesen sé á viðskiptunum).
En ef menn eru síðan ekki vissir og með eitthvað vesen þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um og selja hinum. [-X

Algjörlega sammála. :happy




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1811
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf blitz » Fös 23. Okt 2015 14:54

Tek undir það sem hefur komið fram hér að ofan.

Hef verið að dót á bland og lendi iðulega í þessu - einhver segist ætla að taka, ég staðfesti og neita öðrum en lætur svo ekkert heyra í sér.


PS4


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf Tbot » Fös 23. Okt 2015 15:06

Að standa við orð sín á bæði við seljendur og kaupendur.
Oft einfaldast að setja tímaramma á viðskipti. Þannig að gefnir eru 1 til 2 dagar. Undantekning ef báðir aðilar eru samþykkir lengri fresti.
Segja við þann sem er númer 2 í röðinni hver staðan er og hvað hann vilji gera.



Skjámynd

Höfundur
Hrotti
Geek
Póstar: 879
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 163
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf Hrotti » Fös 23. Okt 2015 20:04

nidur skrifaði:Þetta snýst líka um tíma, ef búið er að semja um kaup þá er yfirleitt samið strax um afhendingu/hitting. Um leið og kaupandinn er að trassa það þá er ekki spurning að þú getur selt næsta í röðinni.


Tbot skrifaði:Að standa við orð sín á bæði við seljendur og kaupendur.
Oft einfaldast að setja tímaramma á viðskipti. Þannig að gefnir eru 1 til 2 dagar. Undantekning ef báðir aðilar eru samþykkir lengri fresti.
Segja við þann sem er númer 2 í röðinni hver staðan er og hvað hann vilji gera.


Mér finnst þetta ekkert endilega snúast um tíma, ef að einhver er ákveðinn í að kaupa þá er sjálfsagt að bíða, mér finnst bara óþarfi að bíða eftir einhverjum sem að er ekki viss.


kiddi skrifaði:Eitt það dónalegasta sem ég veit er þegar "staðfestur kaupandi" fær einhverja bakþanka og vill fá að skoða hlutinn EFTIR að hann staðfestir ásetning til kaups. Þá er hann engu skárri en seljandi sem ógildir samþykkt tilboð til að þiggja betra tilboð annarsstaðar.



Þetta er mergur málsins, fólk á einfaldlega ekki að gera tilboð nema vera ákveðið í að kaupa. Það er sjálfsagt að fá að skoða hluti og pæla í þessu fram og aftur áður en maður gerir tilboð, ekki eftir það. Það er bara frekja.



Það kom svo í ljós að það var eina vitið að selja hinum, hann var mættur 35 mín eftir að ég tók tilboðinu og fékk hlutinn á lægra verðinu þar sem að hann sparaði mér snúninga og vesen :happy


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 486
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf stefhauk » Lau 24. Okt 2015 09:59

Ef hinn aðilinn yfirbíður um einhvern pening sem er töluvert meiri en hinn aðilinn bauð þá tek ég því og segji við hinn aðilann að mér hafi boðist töluvert betra boð í vöruna en spyr hann samt hvort hann hafi enn áhuga og ef svo er þá double tékka hvort hún sem yfirbauð sé 100% að fara taka hlutinn ef hann segjir já þá spyr ég þann fyrsta hvort hann sé tilbúinn að bjóða það verð annars verði hann seldur til aðila númer 2 sérstaklega ef fyrsti er búinn að vera draga mann á eyrunum í einhvern tíma.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 467
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 37
Staða: Ótengdur

Re: Siðferðisspurning varðandi sölur.

Pósturaf bigggan » Lau 24. Okt 2015 12:01

Lagalega séð ef báðir aðillar hefur samþykt kaup þá er ekki hægt að seigja ser ur kaup eða sölu. Seljandin má ekki bara seiga nei vegna betra tilboð fra einhverjum öðrum. Hinsvegar ma ekki kaupandin seigja nei seinna heldur.