Ég slekk til dæmis alltaf á tölvunni á kvöldin áður en ég fer að sofa, því miklar líkur eru á að hún verði ekki notuð fyrr en einhverntímann næsta dag. Ef ég hef slökkt á vélinni 10 tíma á sólarhring á meðaltali allt árið þá eru það um 152 dagar á ári sem vélbúnaðurinn er stopp og er því ekki að skemmast vegna notkunnar. (Allt sem er notað skemmist, bara spurning um tíma)
'A hinn bóginn verða 80-90% bilana í raftækjum þegar verið er að kveikja á þeim eða slökkva vegna álags.
Hvort er maður þá betur settur með að "spara" tölvuna með því að slökkva á henni eða "spara" hana með því að hafa kveikt á henni

P.s ég er svo lítið í niðurhalinu að ég þarf aldrei að láta hana ganga þess vegna.