Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GunZi
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf GunZi » Mán 01. Jún 2015 19:30

Ég er að spá í að fara í verkfræðilegt nám í Háskóla Íslands. Mig langar bara að vita hvort þið sem hafið farið í eitthvað tæknilegt nám í HÍ voruð sáttir með skólann?

Þá er ég að meina t.d.
*góðir & hvetjandi kennarar
*góð aðstaða(búnaður skólans fyrir til dæmis verkleg verkefni)
*gott félagslíf og eitthvað í þeim dúr.

Er eitthvað sem ykkur líkaði ekki við skólann?

Þið megið endilega bæta við hvað þið lærðuð og hvenær.


Örgjövi: Ryzen 5800x3D Minni: 32GB 3600MHz DDR4 GPU: AMD Radeon RX 9070 XT SSDs: 1TB (Samsung 990 Pro) og 1TB (Evo 870) Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Samsung Odyssey Neo G9 49" 240Hz

Skjámynd

zaiLex
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf zaiLex » Þri 02. Jún 2015 01:18

Meginreglan er að eftir því sem eitthvað ríkisvæddara því lélegra er það enda er HÍ mjög lélegur skóli þannig séð. Léleg aðstaða, almennt lélegir kennarar. Félagslíf er eins alls staðar afaik það veltur bara á styrkjum frá fyrirtækjum sem nemendafélagið fær með auglýsingum. En HÍ er náttúrulega með mesta námsframboðið. En ef þú getur valið þá myndi ég halda að verkfræðinámið í HR væri að öllu jöfnu betra, en náttúrúlega töluvert dýrara. Í þessum skólum sem er í einkavæddari áttina (HR/Bifröst) eru kennarar miklu meira tilbúnir til að aðstoða þig en í HÍ ertu bara kennitala og það veltur bara á því hversu fínir gæjar kennararnir þínir eru hvort þeir nenna að svara emailum og svona frá þér og hvort þeir gera það vel. Ef þú ert kennari í HÍ þá skiptir engu máli hversu vel þú stendur þig í starfinu þínu ef þú skilar minimal þá er ekki hægt að reka þig þannig að hvatinn er ekki eins mikill til að gera vel þannig að þú þarft að reiða þig á það góða í kennurunum, sem er vissulega nóg af í mörgum, en alls ekki öllum.


Macbook Pro M4 Pro 14" 48GB 1TB

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 02. Jún 2015 08:17

zaiLex skrifaði:Meginreglan er að eftir því sem eitthvað ríkisvæddara því lélegra er það enda er HÍ mjög lélegur skóli þannig séð. Léleg aðstaða, almennt lélegir kennarar. Félagslíf er eins alls staðar afaik það veltur bara á styrkjum frá fyrirtækjum sem nemendafélagið fær með auglýsingum. En HÍ er náttúrulega með mesta námsframboðið. En ef þú getur valið þá myndi ég halda að verkfræðinámið í HR væri að öllu jöfnu betra, en náttúrúlega töluvert dýrara. Í þessum skólum sem er í einkavæddari áttina (HR/Bifröst) eru kennarar miklu meira tilbúnir til að aðstoða þig en í HÍ ertu bara kennitala og það veltur bara á því hversu fínir gæjar kennararnir þínir eru hvort þeir nenna að svara emailum og svona frá þér og hvort þeir gera það vel. Ef þú ert kennari í HÍ þá skiptir engu máli hversu vel þú stendur þig í starfinu þínu ef þú skilar minimal þá er ekki hægt að reka þig þannig að hvatinn er ekki eins mikill til að gera vel þannig að þú þarft að reiða þig á það góða í kennurunum, sem er vissulega nóg af í mörgum, en alls ekki öllum.


Ertu/varstu í HÍ?

Það er vissulega satt að það er alls ekki nóg fjármagn sem kemur inn í skólann og það bitnar á aðstöðunni.

En verkfræðideildin er mjög fín, allavega er það mín reynsla. Í gegnum allt grunnnámið man ég eftir einum kennara sem var "ekki finn gæji" og var bara going through the motions. En upp á móti þá er félagi minn í HR og hann talar allavega um einn þannig þar.

Verkfræðin í HÍ leggur líka mikið upp úr fræðilega hluta verkfræðinnar, á móti tæknifræðinni í HR/Bifröst, sem er meira praxís og application.

Félagslífið veltur eiginlega bara á stærð nemendafélagsins og nemendum sem sitja í stjórn. Það eru vísindaferðir nánast í hverri viku. Ef félagslífið skiptir þig miklu máli þá er um að gera að leggja sitt af mörkum.




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1811
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 147
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf blitz » Þri 02. Jún 2015 08:36

zaiLex skrifaði:Meginreglan er að eftir því sem eitthvað ríkisvæddara því lélegra er það enda er HÍ mjög lélegur skóli þannig séð. Léleg aðstaða, almennt lélegir kennarar. Félagslíf er eins alls staðar afaik það veltur bara á styrkjum frá fyrirtækjum sem nemendafélagið fær með auglýsingum. En HÍ er náttúrulega með mesta námsframboðið. En ef þú getur valið þá myndi ég halda að verkfræðinámið í HR væri að öllu jöfnu betra, en náttúrúlega töluvert dýrara. Í þessum skólum sem er í einkavæddari áttina (HR/Bifröst) eru kennarar miklu meira tilbúnir til að aðstoða þig en í HÍ ertu bara kennitala og það veltur bara á því hversu fínir gæjar kennararnir þínir eru hvort þeir nenna að svara emailum og svona frá þér og hvort þeir gera það vel. Ef þú ert kennari í HÍ þá skiptir engu máli hversu vel þú stendur þig í starfinu þínu ef þú skilar minimal þá er ekki hægt að reka þig þannig að hvatinn er ekki eins mikill til að gera vel þannig að þú þarft að reiða þig á það góða í kennurunum, sem er vissulega nóg af í mörgum, en alls ekki öllum.



:face


PS4


Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 643
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 105
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf Dr3dinn » Þri 02. Jún 2015 08:51

Fer rosalega eftir deildum í skólunum. Ekki hægt að segja ríkisrekið = slæmt.

Í rauninni eru allir háskólar á Íslandi ríkisskólar miðað við fjármögnun.

Félagar mínir voru í verkfræði í hí og voru mjög ánægðir. Sama geta ég sagt með félaga mína í HR en þeim fannst framhaldsnámið ekki nægjanlega ögrandi (enda nýlegt) og fóru í framhaldsnám erlendis.

Ég hef verið báðum megin við vatnsmýrina í lögfræði og fannst félagslífið mun betra í HÍ. Aftur á móti var öll aðstaða hrikaleg og kennarnir ævafornir sem hafa aldrei starfað sem lögfræðingar heldur fræðimenn. (lögfræði)


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


Gislinn
FanBoy
Póstar: 775
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf Gislinn » Þri 02. Jún 2015 09:38

zaiLex skrifaði:Meginreglan er að eftir því sem eitthvað ríkisvæddara því lélegra er það enda er HÍ mjög lélegur skóli þannig séð. Léleg aðstaða, almennt lélegir kennarar. Félagslíf er eins alls staðar afaik það veltur bara á styrkjum frá fyrirtækjum sem nemendafélagið fær með auglýsingum. En HÍ er náttúrulega með mesta námsframboðið. En ef þú getur valið þá myndi ég halda að verkfræðinámið í HR væri að öllu jöfnu betra, en náttúrúlega töluvert dýrara. Í þessum skólum sem er í einkavæddari áttina (HR/Bifröst) eru kennarar miklu meira tilbúnir til að aðstoða þig en í HÍ ertu bara kennitala og það veltur bara á því hversu fínir gæjar kennararnir þínir eru hvort þeir nenna að svara emailum og svona frá þér og hvort þeir gera það vel. Ef þú ert kennari í HÍ þá skiptir engu máli hversu vel þú stendur þig í starfinu þínu ef þú skilar minimal þá er ekki hægt að reka þig þannig að hvatinn er ekki eins mikill til að gera vel þannig að þú þarft að reiða þig á það góða í kennurunum, sem er vissulega nóg af í mörgum, en alls ekki öllum.


Ég hef verið nemandi í HÍ og HR og kennari við HÍ, ég hef líka verið nemandi við háskóla erlendis. Ég get alls ekki verið sammála því sem zaiLex skrifar þarna, allavega á þetta ekki við um verkfræðideildina. HÍ og HR eru mjög sambærilegir hvað varðar gæði námsins en þeir hafa mismunandi stefnur í náminu, aðstaða til verklegra hluta var betri við HR enda gerir HR svolítið úr learn-by-doing hugmyndafræði. Í grunnnámi verkfræðinnar í HÍ er gert mikið úr fræðilegum greinum sem skilar sér í mjög góðum undirbúning fyrir meistaranám, þegar ég sótti um meistaranám erlendis var HÍ fjarri lagi að vera lágt skrifaður skóli. Þeir háskólar sem ég hef komið að erlendis hafa sýnt mér að áhersla HÍ á fræðilegri hluta námsins skila nemendum mjög vel undirbúnum samanborið við aðra skóla (mín reynsla).

Í verkfræðideild HÍ og HR eru almennt mjög færir kennarar, margir kennarar eru tengdir atvinnulífinu og er því nokkuð auðvelt fyrir góða nemendur að fá meðmæli eða sumarverkefni á meðan á náminu stendur sem skilar þeim góðri hands-on reynslu. Einnig hafa kennarar beggja skóla almennt mikinn metnað fyrir því starfi sem þeir vinna en ekki búast við því að þeir leiði þig í gegnum námið, þú þarft að hafa metnað fyrir náminu og þarft bara að standa þig.

GunZi, skoðaðu þær námslínur sem eru í boði, ef þær heilla þig þá skaltu taka stefnu á það nám sem heillar þig. Þú getur alltaf breytt um skoðun ef námið er ekki það sem þú hélst í upphafi. Félagslífið er bara eins gott og nemendurnir sem taka þátt í því. Gangi þér vel.


common sense is not so common.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4245
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1422
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf Klemmi » Þri 02. Jún 2015 10:12

Tek undir með hinum, zailex, varstu í HÍ og þá í hvaða deild?

Ég get auðvitað bara talað fyrir sjálfan mig, en ég var mjög sáttur með námið í HÍ.

Hóf nám við iðnaðarverkfræði í HÍ 2010 og lauk BSc 2013. Fór þá beint í MSc nám í iðnaðarverkfræði auk þess að bæta við mig öðrum BSc í tölvunarfræði og var að ljúka því núna í desember 2014.

Fyrirlestrar í áföngum eru misgóðir og í mörgum áföngum var það þannig að ég sleppti því að mæta, en það er þó einstaklingsbundið hvernig fólki finnst bezt að læra. Mér hentaði bezt að reyna við heimaverkefnin og spyrja svo samnemendur og kennara út í þau atriði sem voru að vefjast fyrir mér, enda er það nú þannig að þú getur bara lært ákveðið mikið með því að vera sagt hvernig það virkar, mesti lærdómurinn kemur á því að spreita sig sjálfur og prófa sig áfram.

Vissulega eru kennarar jafn misjafnir og þeir eru margir, en langflestir leggja sig fram og vilja standa sig vel í starfi. Í stórum áföngum þá er það þó þannig að auðvitað getur kennarinn ekki gefið öllum nemendum mikla athygli, þar sem að hann getur verið með um 300 nemendur. Þá eru hins vegar yfirleitt dæmatímakennarar (aðstoðarkennarar) sem eru yfirleitt eldri nemendur sem eru nýlega búnir að fara í gegnum áfangann og vita alveg í hvaða sporum þú ert.

Ég þekki auðvitað ekki námið í HR en líkt og þeir hafa örugglega einhverja fordóma fyrir náminu í HÍ að þá eru vissir fordómar hjá HÍ yfir náminu í HR. Í verkfræðinni að þá erum við búin að telja okkur trú um að verkfræðinámið í HR sé aðallega að læra á flotta Texas reiknivél til að leysa allt sem í þig er hent. Ef ég ætti að giska á fordómana frá HR á HÍ, þá væri það að þetta sé fjársveltur skóli og að allir alvöru kennararnir séu hjá HR á hærri launum :)

Ef ég ætti að gefa einhverjum nýbyrjuðum í HÍ ráðleggingar, þá væri það að reyna að vera fljótur að mynda tengsl. Bæði gerir það félagslífið skemmtilegra, en einnig er það nánast nauðsynlegt til að standa sig vel í námi að vera með einhverjum til þess að hjálpast að við að ná skilningi og leysa verkefni. Á sama tíma þarftu að vera MJÖG vakandi fyrir því að vera ekki að draga einhverja aula áfram sem leggja ekkert til. Ekki vera meðvirkur, þú ert hvorki að gera þér né þeim greiða með því að láta alltaf einhvern hafa lausnir við verkefnum ef það kemur aldrei neitt á móti.


Starfsmaður Tölvutækni.is

Skjámynd

Höfundur
GunZi
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf GunZi » Þri 02. Jún 2015 10:18

Takk fyrir svörin, met það til mikils.

Pælingin er að annaðhvort að fara í Verkfræðilega eðlisfræði í HÍ, en ég sótti líka um Hátækniverkfræði í HR.

Ætla að kíkja í heimsókn til HÍ á morgun og skoða umhverfið og aðstöðu :) og kannski ræða aðeins við námsráðgjafanna.


Örgjövi: Ryzen 5800x3D Minni: 32GB 3600MHz DDR4 GPU: AMD Radeon RX 9070 XT SSDs: 1TB (Samsung 990 Pro) og 1TB (Evo 870) Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Samsung Odyssey Neo G9 49" 240Hz


Gislinn
FanBoy
Póstar: 775
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf Gislinn » Þri 02. Jún 2015 11:40

GunZi skrifaði:Takk fyrir svörin, met það til mikils.

Pælingin er að annaðhvort að fara í Verkfræðilega eðlisfræði í HÍ, en ég sótti líka um Hátækniverkfræði í HR.

Ætla að kíkja í heimsókn til HÍ á morgun og skoða umhverfið og aðstöðu :) og kannski ræða aðeins við námsráðgjafanna.


Ég held að þú munir vera ánægður hvort sem þú velur. Báðar leiðir eru mjög áhugaverðar. Gangi þér vel.


common sense is not so common.

Skjámynd

zaiLex
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf zaiLex » Þri 02. Jún 2015 12:19

Tók fyrst viðskiptafræði á Bifröst. Kennslan þar var mjög góð og mikil aðstoð frá kennurum. Síðan er ég búinn að byrja eina önn í fjármálahagfræði MSC búinn með eitt ár í endurskoðun. Kennslan og þjónustan er himin og haf á milli enda ekki skrítið þar sem að unnið er í litlum hópum á Bifröst. Í HÍ er mikið um gamla prófessora sem er með lítið hands on á atvinnulífinu og eru bitrir og þverir einstaklingar. Hef reyndar heyrt að verkfræðideildin sé mjög góð í HÍ en ég hef enga reynslu af henni.


Macbook Pro M4 Pro 14" 48GB 1TB


Gislinn
FanBoy
Póstar: 775
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 51
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf Gislinn » Þri 02. Jún 2015 13:44

zaiLex skrifaði:Tók fyrst viðskiptafræði á Bifröst. Kennslan þar var mjög góð og mikil aðstoð frá kennurum. Síðan er ég búinn að byrja eina önn í fjármálahagfræði MSC búinn með eitt ár í endurskoðun. Kennslan og þjónustan er himin og haf á milli enda ekki skrítið þar sem að unnið er í litlum hópum á Bifröst. Í HÍ er mikið um gamla prófessora sem er með lítið hands on á atvinnulífinu og eru bitrir og þverir einstaklingar. Hef reyndar heyrt að verkfræðideildin sé mjög góð í HÍ en ég hef enga reynslu af henni.


Það er verulega skökk samkeppnisstaða þegar "einkareknu" skólarnir fá jafnháa styrki frá ríkinu og ríkisreknu skólarnir. Það er þó einstaklega slæmt fyrir Bifröst, sem gefur sig út fyrir að vera viðskiptaháskóli en er svo með lægstu tíðni birtra tímaritagreina af öllum háskólum á Íslandi sem kenna viðskiptafræði, þrátt fyrir ríkisstyrki og skólagjöld. Í skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirfylgni um kostnað, skilvirkni og gæði háskólakennslu á Íslandi frá 2007 kemur fram að HÍ er akademískt sterkasti skólinn í viðskiptafræði á Íslandi, í mínum huga er enginn vafi um að svo sé enn í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað frá 2007.

Þar að auki þá hjó ég eftir því að þú nefndir að við Bifröst er mikil aðstoð frá kennurum, ég er fullkomlega sammála því að gott aðgengi að kennurum getur verið til góðs en þegar einstaklingar fara erlendis í nám þá er aðgengi nemenda að kennurum við HÍ talið vera hátíð. Bifröst er því að mínu mati ekki í takt við háskóla samfélagið en of mikil aðstoð hamlar verulega sjálfbjargar viðleitni nemanda, sem hefur sýnt sig hjá nemendum Bifrastar á vinnumarkaði. Þessi miklu samskipti kennara og nemenda var leið Bifrastar til að minnka brotfall nemenda við Bifröst, en brotfall var um 19% fyrir 10 árum síðan en er um 1% í dag. Án þess að vera með leiðindi þá hljómar mjög biturt að nemandi Bifrastar kalli HÍ lélegan skóla. :-"


common sense is not so common.

Skjámynd

zaiLex
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf zaiLex » Þri 02. Jún 2015 15:43

Já, samkeppnisstaðan er sannarlega skökk og ekki eftirsóknaverð er alveg sammála því en það breytir engu fyrir umræðuefnið okkar. Það breytir engu þó að HÍ sem með fleiri birtar greinar um viðskiptafræði, aðal mælikvarðinn á það hvort að nemandi komi öflugur úr náminu er hvort hann fái góða kennslu og hvort námið sé strembið og í tengslum við atvinnulífið. Á Bifröst eru 4 verkefni á viku og misserisverkefni í lok annar þar sem að verja þarf verkefnið. Mín reynsla er að námið á Bifröst er miklu meiri hökkunarvél en í HÍ hvað viðskiptafræði námið varðar. Kemur það síðan einhverjum á óvart að ríkisendurskoðun segir að ríkisskólinn sé besti skólinn?

Hvernig er það slæmt að kennarar hjálpi nemendum? Þegar maður er í skóla þá er maður að kaupa þjónustu, það er bara mismunandi hversu góða þú færð. Hvernig er það svo slæmt að brottfallið er 1%? Það þýðir væntanlega að kennslan er góð. Brottfallið í HÍ er upp í 60%, væri þá ekki best að hafa brottfallið 99%, að þjónustan væri sem lélegust, þannig að nemendur þyrftu að sýna sem mestu sjálfsbjargarviðleitni og bara þeir bestu myndu lifa af? Þeir sem myndu ná að útskrifast við þau skilyrði væru örugglega mjög hæfir á vinnumarkaði, en er þetta besta modelið? Þú ert voðalega mikið að reyna að réttlæta það sem er í gangi í HÍ og reyna að breyta kosti Bifrasta í galla með útúrsnúning. Ég hef verið í báðum skólum þannig að ég veit muninn á þessu first hand. Og hefur sýnt sig að nemendur Bifrastar séu með litla sjálfsbjargarviðleitni á vinnumarkaði, wtf? Þetta er alveg rock solid anectodal evidence hjá þér. (Gæti sagt það nákvæmlega sama um nemendur HÍ, þeir fengu lélega kennslu þess vegna fengu þeir lélega gráðu, en ég ætla ekki að leggjast niður á það plan). Bottom line er að það geta útskrifast góðir og lélegir nemendur úr báðum skólum, en skilyrðin eru mismunandi (HÍ: lítil þjónusta, miklu líklegra að vera óheppinn með kennara, léleg aðstaða) (Bif: mjög mikil og góð þjónusta, fínasta aðstaða, góðir kennarar). Varðandi kennarana er þetta náttúrulega persónuleg reynsla en það er i línu við hvatana: lítil laun og margir fastráðnir prófessorar sem er lítt sama um að veita góða þjónustu


Macbook Pro M4 Pro 14" 48GB 1TB

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6853
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf Viktor » Þri 02. Jún 2015 17:30

HÍ er mjög úreldur skóli með úreldar aðferðir og úrelda kennara. Aðstaðan er þó fín. Tala sem nemandi við tölvunarfræðideildina :)


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf tdog » Þri 02. Jún 2015 17:48

Hvað áttu við með úrelt? Endilega gefðu mér gott og vel rökstutt svar, ásamt þinni upplifun af skólanum. Ég sótti um í tölvunarfræði þar í haust og langar að forvitnast aðeins :)



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf KermitTheFrog » Þri 02. Jún 2015 18:37

tdog skrifaði:Hvað áttu við með úrelt? Endilega gefðu mér gott og vel rökstutt svar, ásamt þinni upplifun af skólanum. Ég sótti um í tölvunarfræði þar í haust og langar að forvitnast aðeins :)


Giska á að hér komi: "Þeir kenna Java"



Skjámynd

Höfundur
GunZi
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf GunZi » Þri 02. Jún 2015 18:47

KermitTheFrog skrifaði:
tdog skrifaði:Hvað áttu við með úrelt? Endilega gefðu mér gott og vel rökstutt svar, ásamt þinni upplifun af skólanum. Ég sótti um í tölvunarfræði þar í haust og langar að forvitnast aðeins :)


Giska á að hér komi: "Þeir kenna Java"


Leiðinlegasta tungumál sem ég hef lært :thumbsd En þó hef ekkert á móti því að nota Java. C er í meira uppáhaldi :>

Einn vinur minn stundar tölvunarfræði í HÍ, ég spurði hann út í þetta og hann segjir námið vera frábært. Þetta er bara þú verður víst að hafa metnað fyrir náminu og hafa gaman. Segjir kennarana frábæra og glaða til að hjálpa ef þú bara spyrð.
Síðast breytt af GunZi á Þri 02. Jún 2015 19:05, breytt samtals 1 sinni.


Örgjövi: Ryzen 5800x3D Minni: 32GB 3600MHz DDR4 GPU: AMD Radeon RX 9070 XT SSDs: 1TB (Samsung 990 Pro) og 1TB (Evo 870) Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Samsung Odyssey Neo G9 49" 240Hz


KristinnK
Gúrú
Póstar: 589
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf KristinnK » Þri 02. Jún 2015 19:03

Ég tók grunnnámið í eðlisfræði í HÍ, en ég kenndi dæmatíma í kúrsum sem verkfræðinemendur taka (Eðlisfræði 2V og Aflfræði). Ég hef líka verið í framhaldsnámi erlendis, og kennt þar dæmatíma. Af þeirra reynslu sem ég hef haft get ég ekki sagt að HÍ sé að neinu leyti lélegri eða ,,úreldari" en aðrir skólar. Þetta er háskólanám, og það mun vera búist við sjálfstæðum vinnubrögðum, og að fyrirlestrar í meginatriðum dugi þér til að skilja efnið. Aðalvinna prófessora eru rannsóknir, og hvar sem er í heiminum vilja þeir eyða sem minnstum tíma í kennslu.

Varðandi verklega hlutann og tengsl við atvinnulíf, þá má vel vera að meiri áhersla sé lagt á það í HR, en það er ekki heldur þannig að verklega hluta verkfræðinnar er sleppt í HÍ.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

Höfundur
GunZi
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Reputation: 22
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf GunZi » Þri 02. Jún 2015 19:15

KristinnK skrifaði:Ég tók grunnnámið í eðlisfræði í HÍ, en ég kenndi dæmatíma í kúrsum sem verkfræðinemendur taka (Eðlisfræði 2V og Aflfræði). Ég hef líka verið í framhaldsnámi erlendis, og kennt þar dæmatíma. Af þeirra reynslu sem ég hef haft get ég ekki sagt að HÍ sé að neinu leyti lélegri eða ,,úreldari" en aðrir skólar. Þetta er háskólanám, og það mun vera búist við sjálfstæðum vinnubrögðum, og að fyrirlestrar í meginatriðum dugi þér til að skilja efnið. Aðalvinna prófessora eru rannsóknir, og hvar sem er í heiminum vilja þeir eyða sem minnstum tíma í kennslu.

Varðandi verklega hlutann og tengsl við atvinnulíf, þá má vel vera að meiri áhersla sé lagt á það í HR, en það er ekki heldur þannig að verklega hluta verkfræðinnar er sleppt í HÍ.


Bara að forvitnast... En hvað tókstu í framhaldsnámi ? :)


Örgjövi: Ryzen 5800x3D Minni: 32GB 3600MHz DDR4 GPU: AMD Radeon RX 9070 XT SSDs: 1TB (Samsung 990 Pro) og 1TB (Evo 870) Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Samsung Odyssey Neo G9 49" 240Hz


k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 999
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Reputation: 19
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf k0fuz » Þri 02. Jún 2015 20:46

GunZi skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
tdog skrifaði:Hvað áttu við með úrelt? Endilega gefðu mér gott og vel rökstutt svar, ásamt þinni upplifun af skólanum. Ég sótti um í tölvunarfræði þar í haust og langar að forvitnast aðeins :)


Giska á að hér komi: "Þeir kenna Java"


Leiðinlegasta tungumál sem ég hef lært :thumbsd En þó hef ekkert á móti því að nota Java. C er í meira uppáhaldi :>

Einn vinur minn stundar tölvunarfræði í HÍ, ég spurði hann út í þetta og hann segjir námið vera frábært. Þetta er bara þú verður víst að hafa metnað fyrir náminu og hafa gaman. Segjir kennarana frábæra og glaða til að hjálpa ef þú bara spyrð.


Ég er að útskrifast úr HÍ í tölvunarfræði og ég er alveg sammála vini þínum, þetta krefst bara metnaðar og áhuga. Varðandi java, mér finnst mjög sniðugt hjá þeim að byrja í java, þar sem það er frekar strict forritunarmál og þegar þú lærir önnur forritunarmál þá virðast þau einföld í samanburði við java, einnig gott til að sigta frá þá sem nenna þessu ekki í byrjun námsins. :japsmile

Til þeirra sem eru að íhuga tölvunarfræði við HÍ: 1 árið gæti reynst strembið, svona á meðan orðaforðinn er að síast inn, seinni 2 eru síðan auðveldari.


ASRock Z790 Pro RS WiFi | Intel i5 13600K @ 5.1GHz | Noctua NH-D14 | Gainward GeForce RTX 3060Ti Ghost OC | 2x16GB G.Skill Ripjaws S5 5600MHz DDR5 | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | BenQ Zowie 25" XL2546 240Hz | 650W Corsair RM650x PSU.


Tesli
spjallið.is
Póstar: 475
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf Tesli » Þri 02. Jún 2015 20:59

Ég tók Hátækniverkfræði í HR.
HR er með betri aðstöðu og betra aðgengi á kennara, það er staðreynd en ekki mat (en þú borgar líka fyrir það).
Allt annað er bara sami skíturinn, jafn lélegir kennarar, sama fall prósenta, jafn fræðilegt og þetta með tengingu við atvinnulífið í HR sá ég ekki þjóna miklum tilgangi í verkfræðinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8706
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1398
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf rapport » Þri 02. Jún 2015 21:28

Ég var í THÍ á sínum tíma sem sameinaðist HR og þaðan sem frumgreina, verk- og tæknifræðideildin í HR kemur orginally (held ég)

Tækniháskólinn sem áður hafði heitið Tækniskólinn var með slagorðið "skóli atvinnulífsins" (virðist sem að einhver annar skóli hafi stolið þessu öllu...)

Ég tók reyndar frumgreinar og svo viðskiptafræði en þar sem maður kynntist mörgum í frumgreinunum sem hédlu áfram í annað þá náði maður að fygjast ögn með því hvað þeir væru að gera.

Það var nánast regla að stærri verkefni, lokaverkefni margra áfanga sem og flest ef ekki öll BSc verkefni væru praktísk, raunveruleg og unnin fyrir fyrirtæki.

Mér finnst HR hafa náð að halda þessum gildum að miklu leiti en fátt hefur batnað frá því í THÍ nema:

- Úrval MSc náms
- Húsnæði og aðstaða


En svo hefur verðið farið úr því að vera 25þ. á ári 2005 upp í God knows what... núna 10 árum seinna.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 589
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 116
Staða: Ótengdur

Re: Háskóli Íslands... sáttir með hann?

Pósturaf KristinnK » Mið 03. Jún 2015 14:13

GunZi skrifaði:Bara að forvitnast... En hvað tókstu í framhaldsnámi ? :)


Áfram það sama, eðlisfræði.


AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580