Stafrænt útvarp

Allt utan efnis

Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Stafrænt útvarp

Pósturaf Skari » Lau 11. Apr 2015 16:12

Er einhver möguleiki að ná stafrænu útvarpi án þess að vera með áskrift hjá vodafone og hafa myndlykil hjá þeim?

Er með útvarp sem styður allt, fm, dab, internet en þegar ég geri search á dab að þá finnur ekkert og hjá vodafone stendur að til að ná þeirra útsendingum þarf þá alltaf myndlykil.

Btw er í Kópavoginum



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2066
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 87
Staða: Ótengdur

Re: Stafrænt útvarp

Pósturaf hfwf » Lau 11. Apr 2015 16:25





Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Stafrænt útvarp

Pósturaf Skari » Lau 11. Apr 2015 16:29

hfwf skrifaði:EItthvað í þessa áttina? http://is.wikipedia.org/wiki/Listi_yfir ... 3%8Dslandi


já, bara ekki fm útsendingum.. langaði bara að forvitnast hvort það væri stafrænar útsendingar án þess að þurfa sérstakan myndlykil



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 578
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Stafrænt útvarp

Pósturaf roadwarrior » Lau 11. Apr 2015 16:34

DAB er ekki til á íslandi held ég. Minnir reyndar að Rás1 hafi verið send í tilraunaskyni á DAB fyrir nokkrum árum. DAB er í raun það sem á að taka yfir FM útsendingar í framtíðinni en kostnaðurinn stendur í mönnum þannig að það er ekki byrjað að senda út í DAB. DAB útvarpskerfið er ekki það sama og vodafone og fl senda út á sjónvarpskerfinu :catgotmyballs




Höfundur
Skari
spjallið.is
Póstar: 492
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Stafrænt útvarp

Pósturaf Skari » Lau 11. Apr 2015 16:45

Já fann einmitt þetta með tilraunina hjá RÚV en fann fátt annað.

En þá læt ég FM duga, takk fyrir þetta.

Skemmtilegt svo líka þegar Elko er að auglýsa nokkur útvörp sérstaklega með DAB stuðning þegar það svo gagnast ekki, ekki að ég hafi keypt útvarpið út af því,keypti þetta úti og notaði þá bara internet hlutann af því til að ná íslensku stöðvunum :)



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 578
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Stafrænt útvarp

Pósturaf roadwarrior » Lau 11. Apr 2015 16:51

DAB á að vera framtíðin en býst samt við að það sé dálítið langt í þetta hjá okkur. Erlendis gengur þetta líka frekar hægt held ég. FM er svo útbreytt og liggur við að það sé "universal" , getur notað FM útvarp verslað hér alstaðar annarstaðar. Í DAB kerfinu eru nokkrir staðlar þannig að það er ekki öruggt að DAB útvarp verslað á einum stað virki annarstaðar