Þetta þarf ekkert endilega að vera svo dýrt.
Ef við gerum ráð fyrir að þú getir nýtt núverandi kassa, aflgjafa og harðan disk áfram, þá geturðu byrjað á móðurborði, örgjörva og vinnsluminni.
Svo ef þú ert ekki nægilega ánægður með niðurstöðuna, þá geturðu bætt við skjákorti (þá helst geri ég ráð fyrir nVidia þar sem Adobe suit á að geta nýtt CUDA að einhverju marki) og/eða SSD disk.
Dæmi um móðurborð og örgjörva:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2751http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2744Samtals 42.800kr.-
Svo geturðu keypt vinnsluminnið nýtt, eða notað hér á vaktinni.
Notuð 8GB virðast vera að fara á um 9.000kr.- Hafa skal þó í huga að móðurborðið er bara með 2x minnisraufum, svo ef þú vilt geta stækkað í 16GB seinna meir, þá væri ráðlegt að taka 1x 8GB kubb til að byrja með.
Þá ertu kominn með fína uppfærslu, sem bæta má svo við, á ~50þús krónur.