hakkarin skrifaði:Mér finnst það furðulegt að fólk taki þessari hugmynd svona ílla þegar fólk var að væla yfir því á öðrum þráði að áfengisskattar eru allt of háir.
viewtopic.php?f=9&t=59982Af hverju er það heimskulegt að hafa áfengið aðeins ódýrara fyrir tekjulága en ok að lækka það fyrir alla? Það er algeng skoðun að þótt svo að áfengi sé munaður að þá sé það enginn réttlæting fyrir einhverju forsjárhyggju bulli.
Daz skrifaði:Afhverju ekki taka þetta lengra og tekjutengja öll útgjöld? Fólk borgar bara fasta prósentu af tekjum sýnum fyrir öll gæði (1l af mjólk 0,005%, ísskápur 30% osfrv).
Myndi ekki virka á frjálsum markaði. Þetta myndi ganga með áfengi að því að bara ríkið selur það og myndi þar að leiðandi ekki reyna að komast fram hjá þessu. Líklega hefði ég átt að taka það fram að þessi afsláttur myndi bara virka í átvr en ekki hjá börum eða þess háttar.
ég get alveg kvartað yfir því að áfengi sé dýrt, alveg á sama hátt og ég get kvartað yfir því að nýt BMW M5 sé dýr.
það þýðir ekki að það ætti að lækka þetta fyrir einhverja ákveðna hópa í þjóðfélaginu.
það er bara út í hött að munaðarvara einsog áfengi ætti að fara að gefa einhvern afslátt á.
hérna koma "nokkur" dæmi um vörur sem að ég myndi vilja lækka verð á löngu löngu áður en ég myndi hugsa um það að vilja lækka verð á áfengi.
föt, matur, húsnæði, læknakostnaður, tannlæknakostnaður, barnastólar/rúm/kerrur, bleyjur, barnamatur, bensín, skóladót almennt (þar með talið spjaldtölvur)
þetta er svona örlítill hluti af því, ég nenni einfaldlega ekki að halda áfram.
p.s. áfengi er hátt skattlagt til þess að MINNKA neyslu á því, þar sem að þetta er stórhættulegt fíkniefni ef að rangt er farið með. (sá að þú hafðir svarað þessu)
hakkarin skrifaði:dori skrifaði: Í öðru lagi. Af hverju að gefa afslátt á vöru sem við erum að skattleggja til að takmarka neyslu?
Af hverju að skattleggja eitthvað í þeim tilgangi að takmarka neyslu til þess að byrja með? Ég hef engan áhuga á því að lifa í samfélagi þar sem að ríkið leikur fóstru. Og svo er fólk ekki eins heimkst og siðferðispostular halda fram.
Vegna þess að áfengi kostar ríkið óhemju fé á ári hverju í sjúkrakostnað þar á meðal.
og ef að fólk er með takmarkaða peninga á milli handanna, þá er áfengi eitt það alfyrsta sem að það á að sleppa því alfarið að kaupa.
p.s.
ég get ekki séð betur en að á hinum þræðinum sem að þú útbjóst um þetta nákvæmlega sama málefni séu einmitt flestir á því að lækka þá ekki.
Lest þú bara yfir hinn þráðinn til að byrja með og síðan yfir þennan.
Athugaðu svo að þegar að allir í kringum mann eru á annari skoðun en maður sjálfur, þá eru gríðarlega líkur á því að skoðunin sem að maður hefur sé röng.