Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.


Höfundur
sibbsibb
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Mið 15. Ágú 2007 12:51
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf sibbsibb » Mán 11. Ágú 2014 16:47

Sælir
ég er búinn að liggja sveittur yfir vél sem ég er að byggja mér. Í henni er eftirfarandi:

Asrock Extreme6/GB (keypt notað hér á vaktinni)
Intel i7 4930K (keyptur í USA)
Crucial Ballistix Sport 1600CL9 2x16gb (nýtt úr búð)
Gainward Phandom GTX 770 4 GB (nýtt úr búð)
Conair CX750M 750W aflgjafi (nýr úr búð)
Conair h100i kæling (nýtt úr búð)
og svo slatti af hörðum diskum 2 ssd og 4 hdd.

Aflgjafinn tengur í móðurborðið, CPU vel settur í, minni allt á sínum stað, kæling rétt sett í. Þegar ég kveiki á henni snúast allar viftur, kemur ljós á kælingu en heyrist ekkert bíp og bara svartur skjár.
Gefið er upp á síðunni hjá Crucial að minnið eigi að passa en ekki gefið upp hjá Asrock að það passi.

Hvað dettur ykkur í hug að vandamálið sé? Allar hugmyndir rooosalega vel þegnar.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 51
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf gRIMwORLD » Mán 11. Ágú 2014 17:18

Þú gefur ekki upp hvaða Asrock Extreme6 móðurborð þetta er. Þarf bios uppfærslu til að styðja örgjörvann?


9950X | 96GB | 2TB Gen5 | 3090 | ProArt X870 Creator

Skjámynd

billythemule
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Mið 28. Ágú 2013 01:15
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf billythemule » Mán 11. Ágú 2014 17:21

Kemur ekkert bíp þrátt fyrir að kassahátalarinn sé tengdur (rétt tengdur)? Það myndi hjálpa mikið við bilanagreiningu.

Mér dettur kannski í hug að það þurfi að uppfæra biosinn á móðurborðinu, sérstaklega ef þetta er gamalt móðurborð. Mér sýnist örgjörvinn vera gefinn út löngu eftir móðurborðinu, nema það sé rangt hjá mér. Í því tilviki þarf að setja eldri örgjörva í, uppfæra bios og svo skipta aftur. Það gæti verið best að fara með það á verkstæði ef þú hefur ekki aðstöðu til að gera þetta.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2296
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 184
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf kizi86 » Mán 11. Ágú 2014 17:28

skjákort í réttri rauf? straumur (rétt) tengdur í skjákortið?


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
sibbsibb
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Mið 15. Ágú 2007 12:51
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf sibbsibb » Mán 11. Ágú 2014 17:47

Jú skjákortið er rétt í og straumur á því. Þetta með biosinn er góður punktur. Er ekki með 2011 örgjörva á hillunni svo ég þarf líka að fara með hana á verkstæði til að uppfæra hann.



Skjámynd

nidur
Bara að hanga
Póstar: 1510
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 240
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf nidur » Mán 11. Ágú 2014 18:11

er innbyggt skjákort á móðurborðinu sem gæti verið að sýna myndina?


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.


Höfundur
sibbsibb
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Mið 15. Ágú 2007 12:51
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf sibbsibb » Mán 11. Ágú 2014 18:16

Nei það var einmitt fyrsta sem mér datt í hug en svo er nefnilega ekki.



Skjámynd

mikkidan97
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Reputation: 7
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf mikkidan97 » Mán 11. Ágú 2014 18:31

Ertu búinn að tengja powerið fyrir örgjörvann?

Tengið fyrir örgjörvann lýtur einhvern veginn svona út: Mynd


Bananas


Höfundur
sibbsibb
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Mið 15. Ágú 2007 12:51
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf sibbsibb » Mán 11. Ágú 2014 18:33

Já búinn að því. Að vísu er tengið með 8 pluggum en ekki 4 eins og á myndinni.



Skjámynd

mikkidan97
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 29. Feb 2012 15:48
Reputation: 7
Staðsetning: Keflavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf mikkidan97 » Mán 11. Ágú 2014 18:41

sibbsibb skrifaði:Já búinn að því. Að vísu er tengið með 8 pluggum en ekki 4 eins og á myndinni.


Ok

Ef þú getur, prufaðu að reseta biosinn með jumpernum á móðurborðinu

Ef það virkar ekki, athugaðu hvort þú eigir ekki eitthvað gamalt rykfallið skjákort sem þú veist að virkar og skelltu því í og svo kannski setja nýja skjákortið í tölvu sem þú veist að virkar venjulega. Svona bara til að útiloka að þetta sé skjákortið.

Ef þetta er ekki skjákortið, prufaðu þá annan aflgjafa

Ef þetta er ekki aflgjafinn, prufaðu þá að taka alla hörðu diskanna úr og settu í gang. Ef þú færð ekkert upp, þá eru diskarnir ekki að taka of mikinn straum.

Svo gæti ólíklega verið að þú hafir fengið gallað móðurborð, skjákort, aflgjafa eða örgjörva, en það er frekar ólíklegt.

Svo gæti líka verið að örgjörvinn sé ekki samhæfur móðurborðinu.


Bananas


Höfundur
sibbsibb
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Mið 15. Ágú 2007 12:51
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hjálp-Samsett tölva en bara svartur skjár.

Pósturaf sibbsibb » Mán 11. Ágú 2014 20:47

Ég rakst einmitt á það á netinu að það væri nauðsynlegt að uppdate-a biosinn. Ætla að fara með hana í viðgerð í fyrramálið og láta þá smella eldri 2011 örgjörva í og update-a fyrir mig. 2011 örrinn er ekki beint eitthvað sem fólk er með uppá hillu hjá ér svo það er bara best að láta verkstæði gera þetta býst ég við. Vona að þetta smelli í gang þá við það.